Neðri óvissumörkum náð í byrjun nóvember Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 17:19 Frá Grindavík. Vísir/Sigurjón Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram með svipuðum hraða og síðustu vikur. Jarðskjálftavirkni hefur aukist lítillega síðustu daga og búast má við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Líkanreikningar sýni að rúmmál kviku sé um tveir þriðju af því sem safnaðist fyrir síðasta eldgos þann 22. ágúst. Þar kemur einnig fram að lærdómur af fyrri kvikuhlaupum og eldgosum nýtist við að meta hversu mikið magn af kviku þurfi að bætast við undir Svartsengi til að koma af stað næsta atburði. Það tímabil þar sem auknar líkur séu taldar á kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi markist af neðri og efri óvissumörkum. „Líkanreikningar sem byggja á GPS-gögnum sýna að rúmmál kviku er nú um það bil 2/3 af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn. Miðað við áframhaldandi kvikuinnflæði á svipuðum hraða má búast við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember,“ segir í tilkynningunni. Líkurnar farnar að aukast Ef markverð aukning á skjálftavirkni mælist á svipuðum tíma megi gera ráð fyrir því að líkur á nýju kvikuhlaupi og mögulegu eldgosi séu farnar að aukast. Rúmmál kviku síðustu eldgosa á eldstöðinni.Veðurstofa Íslands Í tilkynningunni kemur einnig fram að rúmmál þeirrar kviku sem safnast hefur undir Svartsengi síðan síðasta gosi lauk sé metið samkvæmt líkanreikningum upp á fjórtán milljón rúmmetra. Í líkanreikningunum sé óvissan um 5 milljón rúmmetrar sitthvoru megin. Því verði rúmmál kviku undir Svartsengi komið í sambærilega stöðu og fyrir síðasta gos þegar það nær inn á bilið sem afmarkast af neðri óvissumörkum og efri óvissumörkum, á bilinu 19 til 29 milljóna rúmmetra. „Þróunin hefur verið sú að tími milli gosa lengist þar sem magn kviku sem þarf til að koma af stað næsta kvikuhlaupi eða eldgosi virðist aukast með tíma. Mögulega þarf að gera ráð fyrir því að hætta á eldgosi sé talin mikil í nokkrar vikur áður en kvikuhlaup og mögulega eldgos hefst,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að um 24 milljónir rúmmetra af kviku hafi farið úr kvikuhólfinu í síðasta gosi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Líkanreikningar sýni að rúmmál kviku sé um tveir þriðju af því sem safnaðist fyrir síðasta eldgos þann 22. ágúst. Þar kemur einnig fram að lærdómur af fyrri kvikuhlaupum og eldgosum nýtist við að meta hversu mikið magn af kviku þurfi að bætast við undir Svartsengi til að koma af stað næsta atburði. Það tímabil þar sem auknar líkur séu taldar á kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi markist af neðri og efri óvissumörkum. „Líkanreikningar sem byggja á GPS-gögnum sýna að rúmmál kviku er nú um það bil 2/3 af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn. Miðað við áframhaldandi kvikuinnflæði á svipuðum hraða má búast við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember,“ segir í tilkynningunni. Líkurnar farnar að aukast Ef markverð aukning á skjálftavirkni mælist á svipuðum tíma megi gera ráð fyrir því að líkur á nýju kvikuhlaupi og mögulegu eldgosi séu farnar að aukast. Rúmmál kviku síðustu eldgosa á eldstöðinni.Veðurstofa Íslands Í tilkynningunni kemur einnig fram að rúmmál þeirrar kviku sem safnast hefur undir Svartsengi síðan síðasta gosi lauk sé metið samkvæmt líkanreikningum upp á fjórtán milljón rúmmetra. Í líkanreikningunum sé óvissan um 5 milljón rúmmetrar sitthvoru megin. Því verði rúmmál kviku undir Svartsengi komið í sambærilega stöðu og fyrir síðasta gos þegar það nær inn á bilið sem afmarkast af neðri óvissumörkum og efri óvissumörkum, á bilinu 19 til 29 milljóna rúmmetra. „Þróunin hefur verið sú að tími milli gosa lengist þar sem magn kviku sem þarf til að koma af stað næsta kvikuhlaupi eða eldgosi virðist aukast með tíma. Mögulega þarf að gera ráð fyrir því að hætta á eldgosi sé talin mikil í nokkrar vikur áður en kvikuhlaup og mögulega eldgos hefst,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að um 24 milljónir rúmmetra af kviku hafi farið úr kvikuhólfinu í síðasta gosi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira