Áfall fyrir stórleikinn við Liverpool: „Ekki frábærar fréttir“ Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 08:32 Riccardo Calafiori á vellinum í gær eftir að hafa meiðst. Getty/David Price Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir það vissulega „ekki frábærar fréttir“ að ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori hafi meiðst í hné í leiknum við Shaktar Donetsk í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Arsenal vann leikinn 1-0 en meiðsli Calafiori, sem varð að fara af velli í seinni hálfleik, vörpuðu skugga á leikinn. Þar með bætist enn á meiðslalistann hjá Arsenal en liðið á fyrir höndum algjöran stórleik við Liverpool á sunnudaginn, í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Táningurinn Myles Lewis-Skelly kom inn á fyrir Calafiori í gærkvöld en óvíst er hve alvarleg meiðsli Ítalans eru. „Hann varð að koma af velli því hann fann fyrir einhverju. Ég veit ekki hve alvarlegt það er svo það má segja að þetta séu ekki frábærar fréttir,“ sagði Arteta. 🔴⚪️⚠️ Arsenal staff already assessing Riccardo Calafiori after being subbed off with possible knee injury.Get well soon 🤍🤞🏻 pic.twitter.com/LvnY97uDLc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 22, 2024 Arteta er í ákveðinni varnarkrísu því Arsenal verður einnig án William Saliba, vegna leikbanns, og Jurrien Timber hefur ekki spilað síðan í byrjun mánaðarins vegna meiðsla. Þá eru Takehiro Tomiyasu og Kieran Tierney enn frá vegna meiðsla. Segir ólíklegt að Saka spili Norski miðjumaðurinn Martin Ödegaard er einnig frá vegna meiðsla og Bukayo Saka hefur misst af síðustu tveimur leikjum Arsenal eftir að hafa meiðst í læri í landsleikjatörninni með Englandi. Arteta virtist ekki sérlega vongóður um að geta teflt Saka fram á sunnudaginn: „Ég veit það ekki. Hann hefur ekki enn getað æft svo það er ólíklegt.“ Ben White var tekinn af velli eftir fyrri hálfleikinn gegn Shaktar en Arteta útskýrði eftir leik að það hefði ekkert með meiðsli að gera. „Hann var kominn með gult spjald og við höfum spilað nógu marga leiki manni færri undanfarið. Þeir voru fjölmennir á hans kanti og ég vildi ekki taka neina sénsa,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Arsenal vann leikinn 1-0 en meiðsli Calafiori, sem varð að fara af velli í seinni hálfleik, vörpuðu skugga á leikinn. Þar með bætist enn á meiðslalistann hjá Arsenal en liðið á fyrir höndum algjöran stórleik við Liverpool á sunnudaginn, í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Táningurinn Myles Lewis-Skelly kom inn á fyrir Calafiori í gærkvöld en óvíst er hve alvarleg meiðsli Ítalans eru. „Hann varð að koma af velli því hann fann fyrir einhverju. Ég veit ekki hve alvarlegt það er svo það má segja að þetta séu ekki frábærar fréttir,“ sagði Arteta. 🔴⚪️⚠️ Arsenal staff already assessing Riccardo Calafiori after being subbed off with possible knee injury.Get well soon 🤍🤞🏻 pic.twitter.com/LvnY97uDLc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 22, 2024 Arteta er í ákveðinni varnarkrísu því Arsenal verður einnig án William Saliba, vegna leikbanns, og Jurrien Timber hefur ekki spilað síðan í byrjun mánaðarins vegna meiðsla. Þá eru Takehiro Tomiyasu og Kieran Tierney enn frá vegna meiðsla. Segir ólíklegt að Saka spili Norski miðjumaðurinn Martin Ödegaard er einnig frá vegna meiðsla og Bukayo Saka hefur misst af síðustu tveimur leikjum Arsenal eftir að hafa meiðst í læri í landsleikjatörninni með Englandi. Arteta virtist ekki sérlega vongóður um að geta teflt Saka fram á sunnudaginn: „Ég veit það ekki. Hann hefur ekki enn getað æft svo það er ólíklegt.“ Ben White var tekinn af velli eftir fyrri hálfleikinn gegn Shaktar en Arteta útskýrði eftir leik að það hefði ekkert með meiðsli að gera. „Hann var kominn með gult spjald og við höfum spilað nógu marga leiki manni færri undanfarið. Þeir voru fjölmennir á hans kanti og ég vildi ekki taka neina sénsa,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira