Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. október 2024 09:32 Frá mótmælum kennara í ráðhúsi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. Samband íslenskra sveitarfélaga taldi boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilunni. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur sagt að stefnan hefði ekki áhrif á boðuð verkföll kennara sem eiga að hefjast í næstu viku, þriðjudaginn 29. október. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, fagnaði niðurstöðunni í viðtali í Landsrétti þar sem félagsdómur er til húsa í morgun. Hann sagðist hafa talið það klárt frá upphafi að kennarar hefðu farið að reglum við boðun verkfallsaðgerða sinna. „Þarna kemur auðvitað bara í ljós að okkar markmið hafa verið skýr,“ sagði hann. Kennarar ætla að leggja niður störf í fjórum leikskólum á landinu, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Hluti verkfallanna eru tímabundin en í leikskólunum eru þau ótímabundin. Deiluaðilar hafa verið boðaðar á fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Magnús Þór sagði kennara mæta þangað nú þegar aukinn fókus væri á verkefnið eftir að ljóst varð að verkfallsaðgerðir séu yfirvofandi. Magnús Þór sagði flókið að svara því hverjar launakröfur kennara væru þar sem enn ætti eftir að ná samkomulagi um aðferðir til þess að bera saman störf kennara við sérfræðinga á almennum markaði. Því væri ekki hægt að nefna ákveðna krónutölu- eða prósentuhækkun. Verkefnið sem stæði fyrir dyrum væri að sjá hvernig væri hægt að bera saman „sérfræðinga í fræðslustarfsemi við almenna sérfræðinga á markaði og jafna launin þar á milli“. Kennarar telji eðlilegt að miðað verði með meðaltal launa sérfræðinga á almennum markaði. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga taldi boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilunni. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur sagt að stefnan hefði ekki áhrif á boðuð verkföll kennara sem eiga að hefjast í næstu viku, þriðjudaginn 29. október. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, fagnaði niðurstöðunni í viðtali í Landsrétti þar sem félagsdómur er til húsa í morgun. Hann sagðist hafa talið það klárt frá upphafi að kennarar hefðu farið að reglum við boðun verkfallsaðgerða sinna. „Þarna kemur auðvitað bara í ljós að okkar markmið hafa verið skýr,“ sagði hann. Kennarar ætla að leggja niður störf í fjórum leikskólum á landinu, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Hluti verkfallanna eru tímabundin en í leikskólunum eru þau ótímabundin. Deiluaðilar hafa verið boðaðar á fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Magnús Þór sagði kennara mæta þangað nú þegar aukinn fókus væri á verkefnið eftir að ljóst varð að verkfallsaðgerðir séu yfirvofandi. Magnús Þór sagði flókið að svara því hverjar launakröfur kennara væru þar sem enn ætti eftir að ná samkomulagi um aðferðir til þess að bera saman störf kennara við sérfræðinga á almennum markaði. Því væri ekki hægt að nefna ákveðna krónutölu- eða prósentuhækkun. Verkefnið sem stæði fyrir dyrum væri að sjá hvernig væri hægt að bera saman „sérfræðinga í fræðslustarfsemi við almenna sérfræðinga á markaði og jafna launin þar á milli“. Kennarar telji eðlilegt að miðað verði með meðaltal launa sérfræðinga á almennum markaði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira