380 flóttamenn til að ráða örlögum þjóðar Yngvi Sighvatsson skrifar 23. október 2024 11:01 Hér á Íslandi hafa um 380 manns komið sem flóttamenn á þessu ári ef undanskildir eru Úkraínumenn. Á árunum hér áður komu líka fjöldi fólks frá Venesúela vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem greinilega kom stjórnsýslunni í vandræði. Hún var ekki undirbúin og síðan hefur mikil orka farið í að benda á þann sem ber sökina. En segja má í dag að þessi sjálfskipaða flóttamannakrísa sé afstaðin og erum við nú eingöngu að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Sem er eins gott, því hver veit hvenær íslenska þjóðin lendir í náttúruhamförum og þarfnast sjálf hjálpar erlendis frá. Nú er fjöldi stjórnmálamanna að segja okkur að okkar helsta vandamál séu hælisleitendur. Getur það staðist? Að tæplega 400 útlendingar séu stóra kosningamálið þessa dagana? Okkar vandamál snúa sem sagt ekki að því að húsnæðisverð hafi hækkað þrefalt meira en laun, að eldri borgarar bíða í hópum á göngum spítalanna eftir að komast á hjúkrunarheimili, að ekki sé hægt að fá tíma hjá lækni eða að sjáanleg aukin vanlíðan sé meðal unga fólksins okkar. Nei nei, látum bara kjósa um útlendingana! Setjum atkvæði okkar á afdrif 380 flóttamanna, því það skiptir meira máli, er það ekki? Auðvitað ekki! En það að verið sé að segja ykkur það og að sumir trúi því, er vandamál út af fyrir sig. Merkilegt að íslenskir stjórnmálamenn haldi að við séum svo auðtrúa að þeir leyfi sér að tala svona niður til okkar. Það er nefnilega verið að tala niður til fólks þegar áherslan er lögð á nokkur hundruð flóttamenn í stað þeirra raunverulegu vandamála sem blasa við. Þess vegna þurfum við Íslendingar að kjósa um okkur sjálf, um Ísland, um heilbrigðismál, húsnæðismál, jafnrétti, skólamál og velferðarmál. Ekki um örfáa útlendinga og alls ekki af því að einhver segir okkur að gera það, því það eru bara sauðir sem kjósa ekki út frá eigin sannfæringu, aðstæðum sínum og sinna, heldur láta teyma sig á asnaeyrunum. Hvað ætli hver flóttamaður sé „virði“ margra atkvæða í dag? Ef við gerum ráð fyrir að 20.000 manns láti plata sig og deilum þeim atkvæðum niður á 380 flóttamenn, þá er niðurstaðan um 53 atkvæði á hvern hælisleitanda. Er það ekki dálítið fáránlegt? Á meðan er fjöldi Íslendinga sem þarfnast þess að við horfumst í augu við raunveruleg vandamál: að fá þak yfir höfuðið, að njóta jafnréttis og, já, jafnvel hafa aðgang að heimilislækni. Kæru landar, látum ekki teyma okkur af leið með óþarfa hræðsluáróðri. Kjósið til góðs, ekki til vondra mála og skautunar samfélagsins. Tökum upplýstar og sjálfstæðar ákvarðanir, byggðar á okkar eigin sannfæringu og aðstæðum. Saman getum við byggt upp betra Ísland fyrir alla—án þess að láta truflast af 380 manns sem leita hér betra lífs. Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Hér á Íslandi hafa um 380 manns komið sem flóttamenn á þessu ári ef undanskildir eru Úkraínumenn. Á árunum hér áður komu líka fjöldi fólks frá Venesúela vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem greinilega kom stjórnsýslunni í vandræði. Hún var ekki undirbúin og síðan hefur mikil orka farið í að benda á þann sem ber sökina. En segja má í dag að þessi sjálfskipaða flóttamannakrísa sé afstaðin og erum við nú eingöngu að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Sem er eins gott, því hver veit hvenær íslenska þjóðin lendir í náttúruhamförum og þarfnast sjálf hjálpar erlendis frá. Nú er fjöldi stjórnmálamanna að segja okkur að okkar helsta vandamál séu hælisleitendur. Getur það staðist? Að tæplega 400 útlendingar séu stóra kosningamálið þessa dagana? Okkar vandamál snúa sem sagt ekki að því að húsnæðisverð hafi hækkað þrefalt meira en laun, að eldri borgarar bíða í hópum á göngum spítalanna eftir að komast á hjúkrunarheimili, að ekki sé hægt að fá tíma hjá lækni eða að sjáanleg aukin vanlíðan sé meðal unga fólksins okkar. Nei nei, látum bara kjósa um útlendingana! Setjum atkvæði okkar á afdrif 380 flóttamanna, því það skiptir meira máli, er það ekki? Auðvitað ekki! En það að verið sé að segja ykkur það og að sumir trúi því, er vandamál út af fyrir sig. Merkilegt að íslenskir stjórnmálamenn haldi að við séum svo auðtrúa að þeir leyfi sér að tala svona niður til okkar. Það er nefnilega verið að tala niður til fólks þegar áherslan er lögð á nokkur hundruð flóttamenn í stað þeirra raunverulegu vandamála sem blasa við. Þess vegna þurfum við Íslendingar að kjósa um okkur sjálf, um Ísland, um heilbrigðismál, húsnæðismál, jafnrétti, skólamál og velferðarmál. Ekki um örfáa útlendinga og alls ekki af því að einhver segir okkur að gera það, því það eru bara sauðir sem kjósa ekki út frá eigin sannfæringu, aðstæðum sínum og sinna, heldur láta teyma sig á asnaeyrunum. Hvað ætli hver flóttamaður sé „virði“ margra atkvæða í dag? Ef við gerum ráð fyrir að 20.000 manns láti plata sig og deilum þeim atkvæðum niður á 380 flóttamenn, þá er niðurstaðan um 53 atkvæði á hvern hælisleitanda. Er það ekki dálítið fáránlegt? Á meðan er fjöldi Íslendinga sem þarfnast þess að við horfumst í augu við raunveruleg vandamál: að fá þak yfir höfuðið, að njóta jafnréttis og, já, jafnvel hafa aðgang að heimilislækni. Kæru landar, látum ekki teyma okkur af leið með óþarfa hræðsluáróðri. Kjósið til góðs, ekki til vondra mála og skautunar samfélagsins. Tökum upplýstar og sjálfstæðar ákvarðanir, byggðar á okkar eigin sannfæringu og aðstæðum. Saman getum við byggt upp betra Ísland fyrir alla—án þess að láta truflast af 380 manns sem leita hér betra lífs. Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar