Alexandra afþakkar þriðja sætið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2024 17:52 Alexandra mun ekki þiggja þriðja sætið. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, mun ekki taka þriðja sæti á lista flokks síns í Reykjavíkurkjördæmi suður, eins og henni stóð til boða. Hún hefur ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að vera færð í fjórða sæti í Reykjavík norður. Frá þessu greinir Alexandra á Facebook, en hún lenti í 6. sæti í prófkjöri Pírata fyrir sameinaðan lista í Reykjavík í gær. Fyrr í dag var greint frá því að Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefði óskað eftir því við kjörstjórn að vera færður úr öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður, niður í það þriðja. Með því fengi Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi annað sætið. „Mér hefur boðist að taka 3ja sæti í Reykjavíkurkjördæmi Suður fyrir Pírata. Mín fyrsta hugsun var auðvitað að taka því. En eftir smá umhugsun, og eftir að sjá hvað Andrés Ingi var kjarkaður að færa sig í neðra sæti en hann átti rétt á, til þess að búa til betri dreifingu á okkar listum og bjóða fram sterkari heild, þá hef ég ákveðið að biðja Kjörstjórn um að hafa mig frekar í 4. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður,“ skrifar Alexandra. Hún segist tilbúin að leggja sitt af mörkum í kosningabaráttunni, en að hennar kraftar nýtist betur í borginni. Þar að auki sé Dóra Björt nú í líklegu þingsæti á framboðslitsta, og því enn mikilvægara að þær yfirgefi ekki borgarmálin báðar í einu. „Ég er þó að sjálfsögðu tilbúin til að koma inn í afleysingum á þing ef vel gengur, sérstaklega í málaflokkum sem varða mína reynslu og þekkingu. Með þessu gef ég líka Derek Terell Allen færi á að þiggja þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann er frábær Pírati, búinn að vera rosalega öflugur í Ungum Pírötum, Pírötum í Reykjavík og hefur tekið mikinn þátt í hagsmunabaráttu stúdenta. Hann á fullt erindi á þing og mér finnst bara frábært að geta stuðlað að því að hleypa nýju fólki að, á meðan ég tek að sjálfsögðu fullan þátt áfram.“ Facebook-færsla Alexöndru. Píratar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Frá þessu greinir Alexandra á Facebook, en hún lenti í 6. sæti í prófkjöri Pírata fyrir sameinaðan lista í Reykjavík í gær. Fyrr í dag var greint frá því að Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefði óskað eftir því við kjörstjórn að vera færður úr öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður, niður í það þriðja. Með því fengi Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi annað sætið. „Mér hefur boðist að taka 3ja sæti í Reykjavíkurkjördæmi Suður fyrir Pírata. Mín fyrsta hugsun var auðvitað að taka því. En eftir smá umhugsun, og eftir að sjá hvað Andrés Ingi var kjarkaður að færa sig í neðra sæti en hann átti rétt á, til þess að búa til betri dreifingu á okkar listum og bjóða fram sterkari heild, þá hef ég ákveðið að biðja Kjörstjórn um að hafa mig frekar í 4. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður,“ skrifar Alexandra. Hún segist tilbúin að leggja sitt af mörkum í kosningabaráttunni, en að hennar kraftar nýtist betur í borginni. Þar að auki sé Dóra Björt nú í líklegu þingsæti á framboðslitsta, og því enn mikilvægara að þær yfirgefi ekki borgarmálin báðar í einu. „Ég er þó að sjálfsögðu tilbúin til að koma inn í afleysingum á þing ef vel gengur, sérstaklega í málaflokkum sem varða mína reynslu og þekkingu. Með þessu gef ég líka Derek Terell Allen færi á að þiggja þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann er frábær Pírati, búinn að vera rosalega öflugur í Ungum Pírötum, Pírötum í Reykjavík og hefur tekið mikinn þátt í hagsmunabaráttu stúdenta. Hann á fullt erindi á þing og mér finnst bara frábært að geta stuðlað að því að hleypa nýju fólki að, á meðan ég tek að sjálfsögðu fullan þátt áfram.“ Facebook-færsla Alexöndru.
Píratar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira