Stuðningslán leysi ekki vanda fyrirtækja í Grindavík Lovísa Arnardóttir skrifar 23. október 2024 21:27 Birgitta telur ólíklegt að atvinnurekendur frá Grindavík vilji taka lán fyrir rekstri sínum á kjörum sem bjóðast í dag. Það sé ekki lausnin fyrir fyrirtæki í Grindavík. Aðsend og Vísir/Vilhelm Birgitta Rán Friðfinnsdóttir bæjarfulltrúi Miðflokksins í Grindavík er ekki ánægð með frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármála- og efnahagsráðherra um stuðningslán til fyrirtækja í Grindavík. Birgitta segir lán ekki leysa vanda fyrirtækjanna og kallar eftir alvöru aðgerðum. Frumvarpið var birt á vef Alþingis í gær. Samkvæmt láninu geta fyrirtæki og einstaklingar sótt um lán vegna atvinnurekstrar í Grindavík. Lánið getur numið allt að 49 milljónum króna. Lánið er samkvæmt frumvarpinu tryggt af ríkinu en sótt er um það í banka. Þá er tekið fram að vextir af láninu eigi að fylgja stýrivöxtum Seðlabankans. Þá er sett skilyrði í frumvarpinu að búið hafi verið að stofna til atvinnurekstrar áður en bærinn var rýmdur þann 10. nóvember. Þá eru einnig sett ýmis skilyrði um tekjur og að ekki hafi verið greiddur út arður eða keypt hlutabréf. Þá er ekki hægt að sækja um sé einstaklingur í vanskilum. Nánar hér. „Það var alltaf talað um að byrja á heimilunum og einstaklingunum. Ellefu mánuðum síðar er þetta svo kynnt sem lausnin fyrir fyrirtæki. Að bjóða fólkið að taka lán á kjörum dagsins í dag er í mínum huga til háborinnar skammar,“ segir Birgitta Rán og að hún hafi orðið innilega svekkt þegar hún sá þetta frumvarp. Hún hefði frekar vilja sjá framlengingu þeirra stuðningsúrræða sem þegar eru í gildi á meðan hægt væri að finna einhverja betri lausn en þetta. „Lántaka, að skuldsetja sig meira, það er ekki lausnin fyrir fyrirtæki eða einstaklinga frá Grindavík.“ Tvöföld snara Hún segir sumar fjölskyldur eftir rýmingu fyrir tæpu ári hafa verið með tvöfalda snöru um hausinn. Önnur vegna hússins og hin vegna atvinnurekstursins. Húsin hafi svo verið keypt og þá losnað um aðra snúruna. „Það er að koma ár en þá ertu samt enn með hina snöruna um hálsinn og þetta hefur gríðarleg áhrif.“ Hún segir margt gott hafa verið gert fyrir Grindvíkinga og hún sé mjög þakklát því. Grindavíkurbær opnaði í vikunni án takmarkanna í fyrsta sinn frá því að bærinn var rýmdur í nóvember í fyrra.Vísir/Vilhelm „En þetta dugir ekki. Ég myndi vilja sjá alvöru aðgerðir fyrir fyrirtækin í Grindavík,“ segir hún og að í þeim gæti eitthvað annað falist en lán. „Þetta á ekki eftir að nýtast eða skila sér til sárafárra. Ég efast um að margir vilji henda sér í lántöku sem ekki hafa getað sinnt starfinu sínu almennilega í ár.“ Birgitta segist hafa rætt málið við aðra bæjarfulltrúa Miðflokksins sem séu henni sammála um þetta. Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Neðri óvissumörkum náð í byrjun nóvember Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram með svipuðum hraða og síðustu vikur. Jarðskjálftavirkni hefur aukist lítillega síðustu daga og búast má við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember. 22. október 2024 17:19 Grindavík eins og „Tsjernobyl án kommúnisma“ Grindavíkurbær var opnaður fyrir almenningi klukkan sex í morgun. Bandarískir ferðamenn líkja bænum við Tsjernobyl án kommúnisma en formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur viðurkennir að mistök hafi verið gerð við vinnslu bæklings með mikilvægum upplýsingum um öryggisatriði. 21. október 2024 20:00 „Hefði kannski verið heppilegra að allt væri komið“ Formaður Grindavíkurnefndar segir nefndina hafa lagt áherslu á að setja upp aðvörunarskilti inni í bænum. Hann tekur ekki nema að litlu leyti undir gagnrýni lögreglustjóra um skort á upplýsingagjöf en ugglaust hefði verið heppilegra að komin væru skilti fyrir utan bæinn. 21. október 2024 16:21 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Frumvarpið var birt á vef Alþingis í gær. Samkvæmt láninu geta fyrirtæki og einstaklingar sótt um lán vegna atvinnurekstrar í Grindavík. Lánið getur numið allt að 49 milljónum króna. Lánið er samkvæmt frumvarpinu tryggt af ríkinu en sótt er um það í banka. Þá er tekið fram að vextir af láninu eigi að fylgja stýrivöxtum Seðlabankans. Þá er sett skilyrði í frumvarpinu að búið hafi verið að stofna til atvinnurekstrar áður en bærinn var rýmdur þann 10. nóvember. Þá eru einnig sett ýmis skilyrði um tekjur og að ekki hafi verið greiddur út arður eða keypt hlutabréf. Þá er ekki hægt að sækja um sé einstaklingur í vanskilum. Nánar hér. „Það var alltaf talað um að byrja á heimilunum og einstaklingunum. Ellefu mánuðum síðar er þetta svo kynnt sem lausnin fyrir fyrirtæki. Að bjóða fólkið að taka lán á kjörum dagsins í dag er í mínum huga til háborinnar skammar,“ segir Birgitta Rán og að hún hafi orðið innilega svekkt þegar hún sá þetta frumvarp. Hún hefði frekar vilja sjá framlengingu þeirra stuðningsúrræða sem þegar eru í gildi á meðan hægt væri að finna einhverja betri lausn en þetta. „Lántaka, að skuldsetja sig meira, það er ekki lausnin fyrir fyrirtæki eða einstaklinga frá Grindavík.“ Tvöföld snara Hún segir sumar fjölskyldur eftir rýmingu fyrir tæpu ári hafa verið með tvöfalda snöru um hausinn. Önnur vegna hússins og hin vegna atvinnurekstursins. Húsin hafi svo verið keypt og þá losnað um aðra snúruna. „Það er að koma ár en þá ertu samt enn með hina snöruna um hálsinn og þetta hefur gríðarleg áhrif.“ Hún segir margt gott hafa verið gert fyrir Grindvíkinga og hún sé mjög þakklát því. Grindavíkurbær opnaði í vikunni án takmarkanna í fyrsta sinn frá því að bærinn var rýmdur í nóvember í fyrra.Vísir/Vilhelm „En þetta dugir ekki. Ég myndi vilja sjá alvöru aðgerðir fyrir fyrirtækin í Grindavík,“ segir hún og að í þeim gæti eitthvað annað falist en lán. „Þetta á ekki eftir að nýtast eða skila sér til sárafárra. Ég efast um að margir vilji henda sér í lántöku sem ekki hafa getað sinnt starfinu sínu almennilega í ár.“ Birgitta segist hafa rætt málið við aðra bæjarfulltrúa Miðflokksins sem séu henni sammála um þetta.
Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Neðri óvissumörkum náð í byrjun nóvember Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram með svipuðum hraða og síðustu vikur. Jarðskjálftavirkni hefur aukist lítillega síðustu daga og búast má við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember. 22. október 2024 17:19 Grindavík eins og „Tsjernobyl án kommúnisma“ Grindavíkurbær var opnaður fyrir almenningi klukkan sex í morgun. Bandarískir ferðamenn líkja bænum við Tsjernobyl án kommúnisma en formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur viðurkennir að mistök hafi verið gerð við vinnslu bæklings með mikilvægum upplýsingum um öryggisatriði. 21. október 2024 20:00 „Hefði kannski verið heppilegra að allt væri komið“ Formaður Grindavíkurnefndar segir nefndina hafa lagt áherslu á að setja upp aðvörunarskilti inni í bænum. Hann tekur ekki nema að litlu leyti undir gagnrýni lögreglustjóra um skort á upplýsingagjöf en ugglaust hefði verið heppilegra að komin væru skilti fyrir utan bæinn. 21. október 2024 16:21 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Neðri óvissumörkum náð í byrjun nóvember Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram með svipuðum hraða og síðustu vikur. Jarðskjálftavirkni hefur aukist lítillega síðustu daga og búast má við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember. 22. október 2024 17:19
Grindavík eins og „Tsjernobyl án kommúnisma“ Grindavíkurbær var opnaður fyrir almenningi klukkan sex í morgun. Bandarískir ferðamenn líkja bænum við Tsjernobyl án kommúnisma en formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur viðurkennir að mistök hafi verið gerð við vinnslu bæklings með mikilvægum upplýsingum um öryggisatriði. 21. október 2024 20:00
„Hefði kannski verið heppilegra að allt væri komið“ Formaður Grindavíkurnefndar segir nefndina hafa lagt áherslu á að setja upp aðvörunarskilti inni í bænum. Hann tekur ekki nema að litlu leyti undir gagnrýni lögreglustjóra um skort á upplýsingagjöf en ugglaust hefði verið heppilegra að komin væru skilti fyrir utan bæinn. 21. október 2024 16:21