„Prófraun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2024 19:31 Glódís Perla í leik með íslenska kvennalandsliðinu Vísir/Getty Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, segir leikina gegn stærstu liðum í heimi vera þá leiki sem íslenska liðið getur lært hvað mest af. Ísland heimsækir ríkjandi Ólympíumeistara Bandaríkjanna í kvöld. „Risastórt verkefni fyrir okkur,“ segir landsliðsfyrirliðinn Glódís í samtali við KSÍ TV. „Fín prófraun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu. Þær koma inn í þennan leik sem besta lið í heimi og það er verðugt verkefni fyrir okkur að sjá hvernig við getum leyst það. Hvað við þurfum svo að bæta enn meira til að geta verið á sama stað og þær.“ 🎙️ Viðtal við Glódís Perlu Viggósdóttur, fyrirliða A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/u5arX5MAlx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Fyrri leikur liðanna fer fram í Austin í Texas skömmu fyrir miðnætti í kvöld að íslenskum tíma en liðin mætast svo aftur nokkrum dögum síðar í Nashville, Tennessee. Leikir gegn þetta stórum andstæðingi getur gefið liðinu mikið. „Jú klárlega. Þetta eru leikirnir sem við getum lært mest af sem lið og gaman að sjá hvar við stöndum miðað við þessi bestu lið í heimi. Við höfum verið að fá flotta leiki, bæði í Þjóðadeildinni sem og í æfingarleikjum, upp á síðkastið. Auðvitað förum við inn í alla þessa leiki með það fyrir augum að reyna vinna þá. Það er gaman að fá tækifæri til að spila á móti þessum sterku þjóðum. Fá aðeins að atast í þeim.“ Árið 2024 hefur verið mjög gjöfullt fyrir íslenska kvennalandsliðið og árið 2025 er spennandi í meira lagi þar sem að liðið tekur meðal annars þátt í A-deild Þjóðadeildar UEFA og svo er komið að næsta stórmóti næsta sumar í Sviss. Sjálft Evrópumótið í knattspyrnu. Aðspurð hvernig yfirstandandi verkefni nýtist íslenska liðinu upp á framhaldið hafði Glódís þetta að segja: „Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Það er mikið sem á eftir að gerast þar til að við förum á EM. Framundan eru leikir í mikilvægri Þjóðadeild sem spilast eftir áramót og fyrir EM. Þar þurfum við á góðum úrslitum að halda. Það skiptir máli upp á næstu undankeppni. Við verðum bara að fara í hvert verkefni fyrir sig, nýta það sem best og reyna halda áfram að bæta okkur. Verða betri í hverju einasta verkefni. Þannig held ég að við undirbúum okkur sem best fyrir EM.“ Eins og áður hefur verið sagt frá er Glódís tilnefnd til Ballon d'or verðlaunanna virtu. „Auðvitað er það gríðarlega mikill heiður. Gaman að vera tilnefnd til svona stórra verðlauna. En ég hef alltaf sagt það að fótbolti er liðsíþrótt. Ég er bara gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö umhverfi sem ég er í. Alla leikmennina sem ég æfi og spila með.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
„Risastórt verkefni fyrir okkur,“ segir landsliðsfyrirliðinn Glódís í samtali við KSÍ TV. „Fín prófraun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu. Þær koma inn í þennan leik sem besta lið í heimi og það er verðugt verkefni fyrir okkur að sjá hvernig við getum leyst það. Hvað við þurfum svo að bæta enn meira til að geta verið á sama stað og þær.“ 🎙️ Viðtal við Glódís Perlu Viggósdóttur, fyrirliða A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/u5arX5MAlx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Fyrri leikur liðanna fer fram í Austin í Texas skömmu fyrir miðnætti í kvöld að íslenskum tíma en liðin mætast svo aftur nokkrum dögum síðar í Nashville, Tennessee. Leikir gegn þetta stórum andstæðingi getur gefið liðinu mikið. „Jú klárlega. Þetta eru leikirnir sem við getum lært mest af sem lið og gaman að sjá hvar við stöndum miðað við þessi bestu lið í heimi. Við höfum verið að fá flotta leiki, bæði í Þjóðadeildinni sem og í æfingarleikjum, upp á síðkastið. Auðvitað förum við inn í alla þessa leiki með það fyrir augum að reyna vinna þá. Það er gaman að fá tækifæri til að spila á móti þessum sterku þjóðum. Fá aðeins að atast í þeim.“ Árið 2024 hefur verið mjög gjöfullt fyrir íslenska kvennalandsliðið og árið 2025 er spennandi í meira lagi þar sem að liðið tekur meðal annars þátt í A-deild Þjóðadeildar UEFA og svo er komið að næsta stórmóti næsta sumar í Sviss. Sjálft Evrópumótið í knattspyrnu. Aðspurð hvernig yfirstandandi verkefni nýtist íslenska liðinu upp á framhaldið hafði Glódís þetta að segja: „Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Það er mikið sem á eftir að gerast þar til að við förum á EM. Framundan eru leikir í mikilvægri Þjóðadeild sem spilast eftir áramót og fyrir EM. Þar þurfum við á góðum úrslitum að halda. Það skiptir máli upp á næstu undankeppni. Við verðum bara að fara í hvert verkefni fyrir sig, nýta það sem best og reyna halda áfram að bæta okkur. Verða betri í hverju einasta verkefni. Þannig held ég að við undirbúum okkur sem best fyrir EM.“ Eins og áður hefur verið sagt frá er Glódís tilnefnd til Ballon d'or verðlaunanna virtu. „Auðvitað er það gríðarlega mikill heiður. Gaman að vera tilnefnd til svona stórra verðlauna. En ég hef alltaf sagt það að fótbolti er liðsíþrótt. Ég er bara gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö umhverfi sem ég er í. Alla leikmennina sem ég æfi og spila með.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira