Þetta varð ljóst eftir að landshlutaráð flokksins í Reykjavík samþykkti tillögu uppstillingarnefndar á fundi í kvöld. Diljá Ámundadóttir Zoega, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og sálgætir, er í fjórða sæti listans, Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar, er í því fimmta og Gunnar Guðjónsson, ráðgjafi á BUGL, er í því sjötta.
Þorbjörg segir flokkinn fara bjartan inn í komandi kosningabaráttu. „Við finnum meðbyr og skynjum breytingar í loftinu. Fólk vill breytingar. Að því leyti er okkar verkefni alveg skýrt. Að Viðreisn komist í ríkisstjórn svo hægt sé að fara að vinna að hagsmunum fólks og fyrirtækja. Við vitum að það er hægt að gera miklu betur en til þess að svo megi verða þarf alvöru hagsstjórn. Koma böndum á vextina og verðbólguna. Það er ekkert eðlilegt við þá vexti sem fólk þarf að borga af húsnæðislánum og það er heldur ekkert eðlilegt að búðarferð kosti hálfan handlegginn. Þetta er ástand sem bítur barnafjölskyldur einna helst,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði í tilkynningu.
Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í heild sinni:
- Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður
- Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri
- Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari
- Diljá Ámundadóttir Zoega, sálgætir
- Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar
- Gunnar Guðjónsson, ráðgjafi á BUGL
- Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir, umsjónarkennari
- Jón Óskar Sólnes, rekstrarhagfræðingur
- Erna Mist Yamagata, listmálari
- Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir
- Kristín A Árnadóttir, fyrrverandi sendiherra
- Sverrir Páll Einarsson, nemi
- Eva Rakel Jónsdóttir, viðskiptafræðingur
- Arnór Heiðarsson, kennari og forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun
- Eva María Mattadóttir, frumkvöðull
- Karl Sigurðsson, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur
- Emilía Björt Írisard. Bachman, háskólanemi
- Elvar Geir Magnússon, ritstjóri
- Jarþrúður Ásmundsdóttir, viðskiptafræðingur
- Einar Ólafsson, rafvirki