Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2024 09:44 Vladimír Pútín og Elon Musk eru sagðir tala reglulega saman um ýmis málefni. AP Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. Pútín er þar að auki sagður hafa beðið auðjöfurinn um að veita íbúum Taívan ekki aðgang að Starlink gervihnattarþyrpingunni, sem greiða við Xi Jinping, forseta Kína. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum, Evrópu og Rússlandi, bæði fyrrverandi og starfandi embættismönnum. Hann er ekki sagður liggja undir grun um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til Pútíns. WSJ segir að svo virðist sem að um leyndarmál sé að ræða innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og að málið þyki mjög viðkvæmt, vegna mikils stuðnings Musks við Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði og Pútín er einn helsti andstæðingur Bandaríkjanna. Musk er dyggur stuðningsmaður Trumps og hefur varið fúlgum fjár til framboðs hans. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er í nokkuð viðkvæmri stöðu vegna þess hve mikið Bandaríkjamenn reiða sig á SpaceX og tækni fyrirtækisins. SpaceX sendir geimfara Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og skýtur njósnagervihnöttum Bandaríkjanna á braut um jörðu. Musk á í umfangsmiklum viðskiptum við herafla og leyniþjónustur Bandaríkjanna og hefur mikla innsýn í helstu málefni Bandaríkjanna í geimnum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur til að mynda gert stóran samning við SpaceX, fyrirtæki Musks, um að byggja upp gervihnattaþyrpingu fyrir herinn. Þá er Musk með öryggisheimild og hefur aðgang að ýmsum leynilegum upplýsingum. Musk er einnig sagður hafa átt í samskiptum við aðra rússneska embættismenn og þar á meðal Sergei Kiriyenko, aðstoðarstarfsmannastjóra Kreml. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lýsti því yfir í september að Kiriyenko tæki virkan þátt í áróðursherferðum Rússa í Bandaríkjunum og að hann hefði stofnað til fjölmargra herferða, þar á meðal á X, samfélagsmiðli Musks, sem ætlað væri að hafa áhrif á kjósendur í Bandaríkjunum og grafa undan stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu. Sjá einnig: Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Musk var upprunalega eftir innrás Rússa í Úkraínu mikill stuðningsmaður Úkraínumanna, en úkraínski herinn hefur mikið reitt sig á Starlink og internetaðganginn sem gervihnattaþyrpingin veitir fólki. Musk gaf Úkraínumönnum fjölda tengistöðva og hafa þær meðal annars verið notaðar til að stýra smáum bátadrónum sem notaðir hafa verið til að sökkva rússneskum herskipum. Viðhorf Musks tók þó tiltölulega fljótt breytingum og var hann sakaður um að neita beiðni Úkraínumanna um að gera þeim kleift að nota Starlink til árása við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega af Úkraínu árið 2014, og setti SpaceX frekari takmarkanir á notkun Úkraínumanna. Eins og fram kemur í grein WSJ sagði Musk að hann hefði gripið til þessara aðgerða því hann vildi ekki að Starlink yrði notað í hernaðarlegum tilgangi og að hann óttaðist að árásir Úkraínumanna á Rússa á Krímskaga myndi leiða til kjarnorkustyrjaldar. Rússneskir hermenn nota Starlink einnig mikið í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Pútín segir Musk óstöðvandi Heimildarmenn WSJ segja að undir lok árs 2022 hafi Musk átt í reglulegum samskiptum við rússneska embættismenn. Síðan þá eru hann og Pútín sagðir hafa átt í reglulegum samskiptum til dagsins í dag, samhliða aukinni gagnrýni Musks á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og aukins stuðnings hans við Donald Trump. Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Donald Trump SpaceX Innrás Rússa í Úkraínu Elon Musk Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Pútín er þar að auki sagður hafa beðið auðjöfurinn um að veita íbúum Taívan ekki aðgang að Starlink gervihnattarþyrpingunni, sem greiða við Xi Jinping, forseta Kína. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum, Evrópu og Rússlandi, bæði fyrrverandi og starfandi embættismönnum. Hann er ekki sagður liggja undir grun um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til Pútíns. WSJ segir að svo virðist sem að um leyndarmál sé að ræða innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og að málið þyki mjög viðkvæmt, vegna mikils stuðnings Musks við Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði og Pútín er einn helsti andstæðingur Bandaríkjanna. Musk er dyggur stuðningsmaður Trumps og hefur varið fúlgum fjár til framboðs hans. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er í nokkuð viðkvæmri stöðu vegna þess hve mikið Bandaríkjamenn reiða sig á SpaceX og tækni fyrirtækisins. SpaceX sendir geimfara Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og skýtur njósnagervihnöttum Bandaríkjanna á braut um jörðu. Musk á í umfangsmiklum viðskiptum við herafla og leyniþjónustur Bandaríkjanna og hefur mikla innsýn í helstu málefni Bandaríkjanna í geimnum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur til að mynda gert stóran samning við SpaceX, fyrirtæki Musks, um að byggja upp gervihnattaþyrpingu fyrir herinn. Þá er Musk með öryggisheimild og hefur aðgang að ýmsum leynilegum upplýsingum. Musk er einnig sagður hafa átt í samskiptum við aðra rússneska embættismenn og þar á meðal Sergei Kiriyenko, aðstoðarstarfsmannastjóra Kreml. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lýsti því yfir í september að Kiriyenko tæki virkan þátt í áróðursherferðum Rússa í Bandaríkjunum og að hann hefði stofnað til fjölmargra herferða, þar á meðal á X, samfélagsmiðli Musks, sem ætlað væri að hafa áhrif á kjósendur í Bandaríkjunum og grafa undan stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu. Sjá einnig: Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Musk var upprunalega eftir innrás Rússa í Úkraínu mikill stuðningsmaður Úkraínumanna, en úkraínski herinn hefur mikið reitt sig á Starlink og internetaðganginn sem gervihnattaþyrpingin veitir fólki. Musk gaf Úkraínumönnum fjölda tengistöðva og hafa þær meðal annars verið notaðar til að stýra smáum bátadrónum sem notaðir hafa verið til að sökkva rússneskum herskipum. Viðhorf Musks tók þó tiltölulega fljótt breytingum og var hann sakaður um að neita beiðni Úkraínumanna um að gera þeim kleift að nota Starlink til árása við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega af Úkraínu árið 2014, og setti SpaceX frekari takmarkanir á notkun Úkraínumanna. Eins og fram kemur í grein WSJ sagði Musk að hann hefði gripið til þessara aðgerða því hann vildi ekki að Starlink yrði notað í hernaðarlegum tilgangi og að hann óttaðist að árásir Úkraínumanna á Rússa á Krímskaga myndi leiða til kjarnorkustyrjaldar. Rússneskir hermenn nota Starlink einnig mikið í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: Pútín segir Musk óstöðvandi Heimildarmenn WSJ segja að undir lok árs 2022 hafi Musk átt í reglulegum samskiptum við rússneska embættismenn. Síðan þá eru hann og Pútín sagðir hafa átt í reglulegum samskiptum til dagsins í dag, samhliða aukinni gagnrýni Musks á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og aukins stuðnings hans við Donald Trump.
Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Donald Trump SpaceX Innrás Rússa í Úkraínu Elon Musk Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira