„Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. október 2024 10:02 Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, er A-týpa á virkum dögum þegar hún og eiginmaðurinn elska að vakna snemma og skella sér í ræktina. Fyrsta verk hvers morguns er að fá sér lýsi, tékka á fréttunum á Vísi og einn koffínlaus kaffibolli. Vísir/Vilhelm Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er A týpan á virkum dögum því ég og maðurinn minn elskum að fara í ræktina fyrir vinnu ef við höfum tök á, svo klukkan á okkar heimili er ýmist stillt á 5.45 eða 6.45 á morgnana, eftir því hvenær fyrstu fundir eða námskeið dagsins hjá mér hefjast.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi. Ég elska fréttir og verð að byrja daginn á að kanna hvað er um að vera í samfélaginu. Svo er það koffínlaus kaffibolli áður en ég gríp íþróttatöskuna og held út í daginn. Hvaða tímabil í þínu lífi myndir þú segja að hafi verið skrýtnasta tískutímabilið þitt? Fermingarárið mitt, 1986, alveg klárlega. Þarf ekki einu sinni að hugsa mig um. Ég fermdist þarna um vorið, á hápunkti 80’s tískunnar, í hvítum kjólfötum, appelsínugulri satínskyrtu, með hvítt satínbindi og í hvítum mokkasínum, ég legg ekki meira á ykkur. Þetta dress verður aldrei toppað og ég fer alltaf að hlæja þegar ég hugsa um þetta tímabil. Buxurnar voru þar að auki í sniðinu eins og reiðbuxur. Allt við þessa tísku var bara mjög skrítið, en þetta var augljóslega það allra flottasta á þessum tíma.“ Sigríður segir það henta sér vel að vinnudagarnir hennar eru alls konar. Allt fer í dagatalið og segir Sigríður mottóið sitt vera „Ef það er ekki í Outlook, þá er það ekki til.” Fyrir stuttu lenti hún þó í smá vandræðum með þríbókanir en til viðbótar við Outlook notar hún Trello og Planner.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég starfa við leiðtogaþjálfun og námskeiðahald og er á kafi í alls kyns skemmtilegum verkefnum með fyrirtækjum og stofnunum út um allt land, meðal annars í stórum menningarvegferðarverkefnum þar sem við erum að byggja upp hvetjandi árangursmenningu innan viðkomandi vinnustaðar. Þetta eru ótrúlega gefandi verkefni og maður finnur hvað bæði starfsfólk og stjórnendur eru peppuð í þessari vinnu. Það er líka mikið af námskeiðum og vinnustofum í gangi núna, með fyrirtækjum sem vilja valdefla fólkið sitt, bæta samskipti og efla liðsheild og árangur.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Vinnudagarnir mínir eru frekar óreglulegir og út um allt, sem er fyrirkomulag sem hentar mér vel. Ég nota dagbókina í Outlook til að tryggja að ég sé á réttum stað á réttum tíma. Mottóið mitt er „Ef það er ekki í Outlook, þá er það ekki til”. Ég lenti samt í því um daginn að þríbóka mig sama daginn, svo það er nú allt hægt þó maður sé að nota öll tól og tæki. En það leystist farsællega sem betur fer. Ég er með mjög marga bolta á lofti og held utan um verkefnin mín í Trello. Svo nota ég Planner með mörgum af mínum viðskiptavinum til að halda utan um þræðina í verkefnunum á hverjum stað. Ég vil hafa gott skipulag á hlutunum, annars fer allt í steik og þá er voðinn vís.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það fer svolítið eftir því hvað er í gangi. Ef ég er bara heima og þarf að vakna snemma í ræktina daginn eftir finnst mér gott að fara að sofa rúmlega tíu. Svo erum við stundum að þvælast eitthvað úti á kvöldin eða gleymum okkur yfir Netflix og þá fer ég seinna í ból. Ég virka best ef ég næ átta tíma svefni, svo það er reglan sem ég vinn með, en klárlega með undantekningum af og til.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01 B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03 „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00 Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri KOKKU, vaknar alltaf á undan klukkunni en segist bæta það upp með síðdegislúrum á sunnudögum. Á meðan kaffivélin malar kaffið á morgnana, keppist Guðrún við spænskuna í Duolingo. 28. september 2024 10:03 Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, segist vera kómísk blanda af einstaklingi sem fæddist 107 ára en er ung í anda. Hödd segir kaffivélina mjög elskað heimilistæki og nýtir morgnana í að læra ítölsku með Duolingo. 21. september 2024 10:01 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er A týpan á virkum dögum því ég og maðurinn minn elskum að fara í ræktina fyrir vinnu ef við höfum tök á, svo klukkan á okkar heimili er ýmist stillt á 5.45 eða 6.45 á morgnana, eftir því hvenær fyrstu fundir eða námskeið dagsins hjá mér hefjast.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi. Ég elska fréttir og verð að byrja daginn á að kanna hvað er um að vera í samfélaginu. Svo er það koffínlaus kaffibolli áður en ég gríp íþróttatöskuna og held út í daginn. Hvaða tímabil í þínu lífi myndir þú segja að hafi verið skrýtnasta tískutímabilið þitt? Fermingarárið mitt, 1986, alveg klárlega. Þarf ekki einu sinni að hugsa mig um. Ég fermdist þarna um vorið, á hápunkti 80’s tískunnar, í hvítum kjólfötum, appelsínugulri satínskyrtu, með hvítt satínbindi og í hvítum mokkasínum, ég legg ekki meira á ykkur. Þetta dress verður aldrei toppað og ég fer alltaf að hlæja þegar ég hugsa um þetta tímabil. Buxurnar voru þar að auki í sniðinu eins og reiðbuxur. Allt við þessa tísku var bara mjög skrítið, en þetta var augljóslega það allra flottasta á þessum tíma.“ Sigríður segir það henta sér vel að vinnudagarnir hennar eru alls konar. Allt fer í dagatalið og segir Sigríður mottóið sitt vera „Ef það er ekki í Outlook, þá er það ekki til.” Fyrir stuttu lenti hún þó í smá vandræðum með þríbókanir en til viðbótar við Outlook notar hún Trello og Planner.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég starfa við leiðtogaþjálfun og námskeiðahald og er á kafi í alls kyns skemmtilegum verkefnum með fyrirtækjum og stofnunum út um allt land, meðal annars í stórum menningarvegferðarverkefnum þar sem við erum að byggja upp hvetjandi árangursmenningu innan viðkomandi vinnustaðar. Þetta eru ótrúlega gefandi verkefni og maður finnur hvað bæði starfsfólk og stjórnendur eru peppuð í þessari vinnu. Það er líka mikið af námskeiðum og vinnustofum í gangi núna, með fyrirtækjum sem vilja valdefla fólkið sitt, bæta samskipti og efla liðsheild og árangur.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Vinnudagarnir mínir eru frekar óreglulegir og út um allt, sem er fyrirkomulag sem hentar mér vel. Ég nota dagbókina í Outlook til að tryggja að ég sé á réttum stað á réttum tíma. Mottóið mitt er „Ef það er ekki í Outlook, þá er það ekki til”. Ég lenti samt í því um daginn að þríbóka mig sama daginn, svo það er nú allt hægt þó maður sé að nota öll tól og tæki. En það leystist farsællega sem betur fer. Ég er með mjög marga bolta á lofti og held utan um verkefnin mín í Trello. Svo nota ég Planner með mörgum af mínum viðskiptavinum til að halda utan um þræðina í verkefnunum á hverjum stað. Ég vil hafa gott skipulag á hlutunum, annars fer allt í steik og þá er voðinn vís.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það fer svolítið eftir því hvað er í gangi. Ef ég er bara heima og þarf að vakna snemma í ræktina daginn eftir finnst mér gott að fara að sofa rúmlega tíu. Svo erum við stundum að þvælast eitthvað úti á kvöldin eða gleymum okkur yfir Netflix og þá fer ég seinna í ból. Ég virka best ef ég næ átta tíma svefni, svo það er reglan sem ég vinn með, en klárlega með undantekningum af og til.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01 B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03 „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00 Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri KOKKU, vaknar alltaf á undan klukkunni en segist bæta það upp með síðdegislúrum á sunnudögum. Á meðan kaffivélin malar kaffið á morgnana, keppist Guðrún við spænskuna í Duolingo. 28. september 2024 10:03 Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, segist vera kómísk blanda af einstaklingi sem fæddist 107 ára en er ung í anda. Hödd segir kaffivélina mjög elskað heimilistæki og nýtir morgnana í að læra ítölsku með Duolingo. 21. september 2024 10:01 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01
B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03
„Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00
Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri KOKKU, vaknar alltaf á undan klukkunni en segist bæta það upp með síðdegislúrum á sunnudögum. Á meðan kaffivélin malar kaffið á morgnana, keppist Guðrún við spænskuna í Duolingo. 28. september 2024 10:03
Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, segist vera kómísk blanda af einstaklingi sem fæddist 107 ára en er ung í anda. Hödd segir kaffivélina mjög elskað heimilistæki og nýtir morgnana í að læra ítölsku með Duolingo. 21. september 2024 10:01