Voru að ganga yfir á grænu gönguljósi þegar ekið var á þær Jón Þór Stefánsson skrifar 26. október 2024 09:01 Áreksturinn átti sér stað á Kringlumýrarbraut við gatnamótin við Hamrahlíð síðastliðinn mánudag. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur rætt við vitni að árekstri þar sem bíl var ekið á tvær gangandi konur á Kringlumýrarbraut við gönguljós við gatnamótin við Hamrahlíð síðastliðinn mánudag. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki upplýsingar um líðan brotaþola. Réttarstöðu sakbornings Greint var frá því á mánudag að ökumaðurinn hefði verið handtekinn eftir áreksturinn. Hann væri grunaður um að hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og gegn rauðu ljósi. „Rannsókn málsins er bara í fullum gangi,“ segir Ásmundur. Hann segir að á meðan svona mál séu í rannsókn sé ökumaður alltaf með réttarstöðu sakbornings. Fréttastofa hefur myndefni undir höndum, tekið úr myndavélakerfi bíls, sem sýnir bæði aðdraganda árekstursins og það þegar vegfarendurnir kastast í jörðina eftir að bíllinn endar á þeim. Augnablikið þegar bíllinn skellur á vegfarendunum er þó utan ramma. Allt stopp á tveimur akreinum af þremur Í myndbandinu sést Kringlumýrarbrautin við gatnamótin við Hamrahlíð. Nokkur fjöldi bíla hefur numið staðar við gönguljós yfir götuna. Rautt ljós er á bílaumferð og grænt ljós á gangandi. Vegfarendurnir tveir sjást ganga yfir götuna. Á þessum kafla brautarinnar eru þrjár akreinar. Bílar eru stopp á tveimur þeirra. Á þriðju akreininni, þeirri innstu, sést bíll aka á nokkrum hraða og virðist ekki hægja á sér. Á sama tíma ganga vegfarendur fram hjá kyrrstæðu bílunum tveimur á ytri akreinum. En afleiðingar hans, strax eftir að áreksturinn verður, sjást á upptöku. Þegar tveir vegfarendur skellast í jörðina, og síðan þegar bíllinn nemur staðar. Lögreglumál Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hlýnandi veður Veður Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki upplýsingar um líðan brotaþola. Réttarstöðu sakbornings Greint var frá því á mánudag að ökumaðurinn hefði verið handtekinn eftir áreksturinn. Hann væri grunaður um að hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og gegn rauðu ljósi. „Rannsókn málsins er bara í fullum gangi,“ segir Ásmundur. Hann segir að á meðan svona mál séu í rannsókn sé ökumaður alltaf með réttarstöðu sakbornings. Fréttastofa hefur myndefni undir höndum, tekið úr myndavélakerfi bíls, sem sýnir bæði aðdraganda árekstursins og það þegar vegfarendurnir kastast í jörðina eftir að bíllinn endar á þeim. Augnablikið þegar bíllinn skellur á vegfarendunum er þó utan ramma. Allt stopp á tveimur akreinum af þremur Í myndbandinu sést Kringlumýrarbrautin við gatnamótin við Hamrahlíð. Nokkur fjöldi bíla hefur numið staðar við gönguljós yfir götuna. Rautt ljós er á bílaumferð og grænt ljós á gangandi. Vegfarendurnir tveir sjást ganga yfir götuna. Á þessum kafla brautarinnar eru þrjár akreinar. Bílar eru stopp á tveimur þeirra. Á þriðju akreininni, þeirri innstu, sést bíll aka á nokkrum hraða og virðist ekki hægja á sér. Á sama tíma ganga vegfarendur fram hjá kyrrstæðu bílunum tveimur á ytri akreinum. En afleiðingar hans, strax eftir að áreksturinn verður, sjást á upptöku. Þegar tveir vegfarendur skellast í jörðina, og síðan þegar bíllinn nemur staðar.
Lögreglumál Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hlýnandi veður Veður Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira