Aldrei fleiri manndráp á einu ári: „Þetta er uggvænleg þróun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. október 2024 20:32 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í afbrotafræði við HÍ. Vísir/Arnar Maður sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát móður sinnar hefur áður hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn foreldrum sínum. Aldrei hafa fleiri manndrápsmál komið upp á einu ári. Afbrotafræðingur segir þróunina uggvænlega og tilefni til að styðja betur við fólk sem stendur höllum fæti í samfélaginu. Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á andláti móður hans sem fannst látin í íbúð í Breiðholti í vikunni hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu losnaði hann úr fangelsi í haust að lokinni afplánun. Þá hefur komið fram að árið 2006 hafi maðurinn stungið föður sinn í bakið, en verið sýknaður vegna ósakhæfis. Andlát konunnar sem er á sjötugsaldri er áttunda manndrápsmálið á þessu ári. „Ef við skoðum tímabilið frá 2000 til 2020 þá erum við með svona rúmlega tvö, tvö og hálft manndráp á ári að jafnaði. En ef við skoðum aðeins tímann frá 2020 til 2024 þá erum við með svona allt að því eða tæplega fjögur manndráp á ári að jafnaði. Svo ef við skoðum aðeins þetta ár sem er ekki einu sinni liðið að þá erum við með átta manndráp í ár og við höfum ekki séð álíka fjölda hjá okkur af málum af þessu tagi bara frá upphafi,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Harðari refsingar ekki lausnin Eðli málanna hafi þó ekki mikið breyst á tímabilinu. Gerendur og fórnarlömb séu langoftast karlmenn og gjarnan tengsl þeirra á milli. Þá eigi gerendur það gjarnan sameiginlegt að glíma við einhvers konar erfiðleika í eigin lífi eða standa höllum fæti. Af þeim málum sem upp hafa komið í ár eru þó konur og stúlkur fórnarlömb í meirihluta, og alls þrjú börn. Sveiflur geta þó verið milli ára hvað þetta varðar. „Það er einungis fjöldinn og að mörgu leiti þessi uggvænlega þróun sem við höfum séð allra síðustu ár sem stingur í augun,“ segir Helgi. Hann telur þróunina ekki endilega kalla á endurskoðun refsiramma. „Það er ekki það sem menn eru að hugsa á verknaðarstundu, hvort refsingin er eitt ár, þrjú ár eða fimm ár. Ég held að við þurfum að leita eftir breiðari úrræðum til að takast á við þennan vanda varðandi að draga úr tíðninni, að líta dálítið á þennan hóp sem að einhverju leyti stendur höllum fæti í okkar samfélagi,“ segir Helgi. Lögreglumál Félagsmál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Megnun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á andláti móður hans sem fannst látin í íbúð í Breiðholti í vikunni hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu losnaði hann úr fangelsi í haust að lokinni afplánun. Þá hefur komið fram að árið 2006 hafi maðurinn stungið föður sinn í bakið, en verið sýknaður vegna ósakhæfis. Andlát konunnar sem er á sjötugsaldri er áttunda manndrápsmálið á þessu ári. „Ef við skoðum tímabilið frá 2000 til 2020 þá erum við með svona rúmlega tvö, tvö og hálft manndráp á ári að jafnaði. En ef við skoðum aðeins tímann frá 2020 til 2024 þá erum við með svona allt að því eða tæplega fjögur manndráp á ári að jafnaði. Svo ef við skoðum aðeins þetta ár sem er ekki einu sinni liðið að þá erum við með átta manndráp í ár og við höfum ekki séð álíka fjölda hjá okkur af málum af þessu tagi bara frá upphafi,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Harðari refsingar ekki lausnin Eðli málanna hafi þó ekki mikið breyst á tímabilinu. Gerendur og fórnarlömb séu langoftast karlmenn og gjarnan tengsl þeirra á milli. Þá eigi gerendur það gjarnan sameiginlegt að glíma við einhvers konar erfiðleika í eigin lífi eða standa höllum fæti. Af þeim málum sem upp hafa komið í ár eru þó konur og stúlkur fórnarlömb í meirihluta, og alls þrjú börn. Sveiflur geta þó verið milli ára hvað þetta varðar. „Það er einungis fjöldinn og að mörgu leiti þessi uggvænlega þróun sem við höfum séð allra síðustu ár sem stingur í augun,“ segir Helgi. Hann telur þróunina ekki endilega kalla á endurskoðun refsiramma. „Það er ekki það sem menn eru að hugsa á verknaðarstundu, hvort refsingin er eitt ár, þrjú ár eða fimm ár. Ég held að við þurfum að leita eftir breiðari úrræðum til að takast á við þennan vanda varðandi að draga úr tíðninni, að líta dálítið á þennan hóp sem að einhverju leyti stendur höllum fæti í okkar samfélagi,“ segir Helgi.
Lögreglumál Félagsmál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Megnun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira