Erlent

Víð­frægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Lil Durk er hann vann Grammy-verðlaun fyrr á þessu ári.
Lil Durk er hann vann Grammy-verðlaun fyrr á þessu ári. Epa/ALLISON DINNER

Lil Durk, Grammy-verðlaunahafi og bandarískur rappari, var handtekinn í gær grunaður um að hafa ráðið launmorðingja til að ráða keppinaut sinn af dögunum. 

Fréttastofa BBC greinir frá. Lil Durk, sem heitir réttu nafni Durk Devontay Banks, var handtekinn í Flórída-ríki í Bandaríkjunum einum degi eftir að fimm manns sem eru tengdir Banks voru ákærðir í Chicago-borg vegna morðs á frænda Quando Rondo rappara. Frændi Rondo var skotinn til bana árið 2022 en Quando Rondo var álitinn helsti keppinautur Banks. 

Lil Durk hefur notið gífurlega vinsælda í Bandaríkjunum og víðar en hann er með rúmlega 21 milljón hlustendur á mánuði á streymisveitunni Spotify. Hann gerði sitt vinsælasta lag með rapparanum Drake sem er nú með um 995 milljón spilanir á Spotify.

Dagblaðið Chicago Sun-Times segir að í ákærunni gegn fyrrgreindum fimm einstaklingum komi fram að ónefndur vitorðsmaður hafi boðið þeim peninga og tækifæri í tónlistarheiminum gegn því að Quando Rondo yrði ráðinn af dögunum. Mennirnir hafi í kjölfarið skotið í átt að bifreið Quando Rondo þar sem frændi hans, Saviay'a Robinson lést. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×