Íslenski boltinn

Hert öryggis­gæsla og 2.000 pallettur í Víkinni

Valur Páll Eiríksson skrifar
Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings.
Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Vísir/Einar

Á morgun er stóri dagurinn. Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni og þar komast færri að en vilja. Skipulagsaðilar í Víkinni hafa þá haft að mörgu að huga.

Öryggisgæsla verður hert á leik kvöldsins og verða Blikar algjörlega aðskildir frá stuðningsmönnum Víkings. Þeir grænklæddu verða fyrir aftan annað markið og heldur nálægt grasinu.

Um 2.000 pallettur þarf að setja upp í Víkinni til að koma fólki að en um 2.500 manns er heimilað að mæta á leikinn, þar af eru um 1.100 í stúkunni.

Farið var yfir skipulagsatriðin með Haraldi Haraldssyni, framkvæmdastjóra Víkings, en innslagið má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×