Fótbolti

Segja for­ráða­menn Man Utd hafa rætt við aðra þjálfara

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Framtíð Eriks ten Hag virðist enn eina ferðina vera í lausu lofti.
Framtíð Eriks ten Hag virðist enn eina ferðina vera í lausu lofti. Alex Livesey/Getty Images

Forráðamenn Manchester United hafa rætt við mögulega arftaka Eriks ten Hag ef marka má breska miðla.

Eins og svo oft áður velta margir fyrir sér hvort þjálfarinn Erik ten Hag eigi framtíð hjá félaginu, en eftir því sem fram kemur í umfjöllun Daily Mail, sem og annarra miðla, hafa forráðamenn félagsins nú þegar rætt við nokkra þjálfara um að taka við liðinu.

Eftir því sem fram kemur í breskum miðlum hefur félagið nú þegar rætt við Xavi Hernandez, fyrrum leikmann og þjálfara Barcelona, og Ruben Amorim, núverandi þjálfara portúgalska félagsins Sporting.

Þá kemur einnig fram að Thomas Frank, þjálfari Brentford, sé líklegur arftaki Ten Hag, en hann var sterklega orðaður við stöðuna í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×