Formúla 1

Sainz á pól en heima­maðurinn með öftustu mönnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Carlos Sainz ræsir fremstur í mexíkóska kappakstrinum.
Carlos Sainz ræsir fremstur í mexíkóska kappakstrinum. Rudy Carezzevoli/Getty Images

Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, verður á ráspól þegar farið verður af stað í mexíkóska kappakstrinum í Formúlu 1 annað kvöld. 

Sainz kom í mark á tímanum 1:15,946 í lokahluta tímatökunnar í kvöld, á 0,225 sekúndum betri tíma en heimsmeistarinn Max Verstappen á Red Bull sem ræsir annar. 

Lando Norris á McLaren, sem er í raun sá eini sem getur ógnað Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, ræsir þriðji, og Charles Leclerc, liðsfélagi Sainz hjá Ferrari, ræsir fjórði.

Mercedes-mennirnir George Russell og Lewis Hamilton ræsa í fimmta og sjötta sæti, en Sergio Perez hjá Red Bull átti í miklum vandræðum á heimavelli og ræsir átjándi, á eftir Oscar Piastri hjá McLaren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×