Úthugsuð strategía eða alvarlegt reynsluleysi hjá Kristrúnu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. október 2024 12:27 Baldur segir að Kristrún hafi náð undraverðum árangri með flokkinn, en nú sé spurning hvort hún styrki stöðu hans eða hafi spilað afleik, með því að setja Dag B „undir fallöxina“. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði segir að nýjasta útspil Kristrúnar Frostadóttur veki mikla athygli, en hann segir annað hvort um úthugsaða strategíu að ræða eða alvarlegt reynsluleysi. Í gær sagði Kristrún Dag B. Eggertsson vera aukaleikara í stóra verkefni Samfylkingarinnar, og hvatti mögulegan kjósanda sem er ósáttur við Dag að strika nafn hans út í kjörklefanum. Baldur reit pistil á Facebook þar sem hann nefndi sjö atriði sem honum hefur fundist eftirtektarverð í aðdraganda kosninga. Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar árin 2011 og 2012. Gamla flokksforystan hangi í skottinu Hann segir að þær hreinsanir sem hafa átt sér stað innan Samfylkingarinnar hafi vakið athygli hans löngu fyrir atburði gærdagsins. Flestum þingmönnum og varaþingmönnum flokksins hafi verið ýtt til hliðar. „Formaðurinn hefur þó enn ekki ægivald innan flokksins því að hluti gömlu flokksforystunnar hangir í skottinu á henni og bíður færist að komast að með sín áherslumál.“ Baldur segir það alþekkt plott milli andstæðra fylkinga innan flokka að hvetja til útstrikana og að benda kjósendum á þann möguleika að strika út einstaklinga. Dagur vinsæll innan flokks en óvinsæll meðal andstæðinga „En útspil gærdagsins gengur svo langt – gengur svo langt gegn áhrifamesta stjórnmálamanni Samfylkingarinnar fyrr og og síðar – að annað hvort verður að telja að um úthugsaða strategíu sé að ræða eða alvarlegt reynsluleysi,“ segir hann. Þá segir hann að stóra spurningin sé nú hvort Kristrún styrki stöðu flokksins enn frekar með því að setja vinsælan leiðtoga innan flokksins - en óvinsælan meðal andstæðinga hans - undir fallöxina, eða hafi spilað afleik sem muni fylgja henni alla kosningabaráttuna og næstu árin. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Baldur reit pistil á Facebook þar sem hann nefndi sjö atriði sem honum hefur fundist eftirtektarverð í aðdraganda kosninga. Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar árin 2011 og 2012. Gamla flokksforystan hangi í skottinu Hann segir að þær hreinsanir sem hafa átt sér stað innan Samfylkingarinnar hafi vakið athygli hans löngu fyrir atburði gærdagsins. Flestum þingmönnum og varaþingmönnum flokksins hafi verið ýtt til hliðar. „Formaðurinn hefur þó enn ekki ægivald innan flokksins því að hluti gömlu flokksforystunnar hangir í skottinu á henni og bíður færist að komast að með sín áherslumál.“ Baldur segir það alþekkt plott milli andstæðra fylkinga innan flokka að hvetja til útstrikana og að benda kjósendum á þann möguleika að strika út einstaklinga. Dagur vinsæll innan flokks en óvinsæll meðal andstæðinga „En útspil gærdagsins gengur svo langt – gengur svo langt gegn áhrifamesta stjórnmálamanni Samfylkingarinnar fyrr og og síðar – að annað hvort verður að telja að um úthugsaða strategíu sé að ræða eða alvarlegt reynsluleysi,“ segir hann. Þá segir hann að stóra spurningin sé nú hvort Kristrún styrki stöðu flokksins enn frekar með því að setja vinsælan leiðtoga innan flokksins - en óvinsælan meðal andstæðinga hans - undir fallöxina, eða hafi spilað afleik sem muni fylgja henni alla kosningabaráttuna og næstu árin.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira