Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. október 2024 12:40 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Norðurlandaráðs. Vísir/Ívar Fannar Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. Norðurlandaráðsþing fer fram í Reykjavík í ár dagana 28. til 31. október. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður og forseti Norðurlandaráðs segir undirbúningur staðið yfir í nokkurn tíma. „Þetta er náttúrlega stærsti viðburður Norðurlandaráðs á hverju ári og nú erum við gestgjafinn hérna á Íslandi,“ segir Bryndís. Þétt dagskrá er framundan næstu daga en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Friður og öryggi á Norðurslóðum.“ „Við lifum á víðsjárverðum tímum og við erum auðvitað mjög meðvituð um stöðuna í Evrópu og víðar í heiminum. En við viljum líka setja áherslu á Norðurslóðir og það sem er að gerast þar og hvetja okkar ráðherra til að vinna enn frekar saman að því að móta okkur skýra stefnu og sýn um það hvernig við viljum sjá þetta mikilvæga svæði þróast,“ segir Bryndís. Deilt um aðkomu sjálfstjórnarríkjanna Uppfærsla og breytingar á Helsingfors-sáttmálanum um Norðurlandasamstarf verður einnig ofarlega á blaði. „Það lítur að því að uppfæra hann meðal annars í tengslum við það að nú viljum við vinna saman líka á sviði öryggis og varnarmála, sem í gegnum tíðina hefur ekki verið á vettvangi Norðurlandaráðs.“ Bryndís á einnig von á að tekist verði á um einhver mál. „Svo er alveg óhætt að segja að kannski hefur verið mesti ágreiningurinn og erfiðast að ná fólki saman um hvernig Færeyjar, Grænland og Álandseyjar, þessi sjálfstjórnarlönd okkar, fá aukna aðild að Norðurlandaráði.“ Götulokanir í þrjá daga Götulokanir verða í gildi á skilgreindu svæði umhverfis Alþinghúsið frá og með morgundeginum og fram á miðvikudag, og viðbúið að einhverjar frekari tafir geti orðið á umferð. Þá verður mikill öryggisviðbúnaður á þingsvæðinu og á Þingvöllum þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna munu funda. „Því miður þá er staðan nú þannig í heiminum að öryggisgæslan þarf að vera ofboðslega mikil. Við erum að fá hér alla forsætisráðherra og utanríkisráðherra Norðurlandanna ásamt spennandi erlendum gestum, þingmönnum víða að, bæði frá Norðurlöndum en líka frá fleiri löndum. Þannig að því miður þá er staðan sú að öryggisgæslan þarf að vera virkilega mikil þannig að fólk mun eflaust verða vart um það hvað er um að vera hérna á næstu dögum. Það er stórt svæði í kringum þinghúsið sem þarf að loka og eitthvað þarf að vera um forgangsakstur og annað þess háttar,“ segir Bryndís. Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Norðurlandaráð Norðurslóðir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Norðurlandaráðsþing fer fram í Reykjavík í ár dagana 28. til 31. október. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður og forseti Norðurlandaráðs segir undirbúningur staðið yfir í nokkurn tíma. „Þetta er náttúrlega stærsti viðburður Norðurlandaráðs á hverju ári og nú erum við gestgjafinn hérna á Íslandi,“ segir Bryndís. Þétt dagskrá er framundan næstu daga en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Friður og öryggi á Norðurslóðum.“ „Við lifum á víðsjárverðum tímum og við erum auðvitað mjög meðvituð um stöðuna í Evrópu og víðar í heiminum. En við viljum líka setja áherslu á Norðurslóðir og það sem er að gerast þar og hvetja okkar ráðherra til að vinna enn frekar saman að því að móta okkur skýra stefnu og sýn um það hvernig við viljum sjá þetta mikilvæga svæði þróast,“ segir Bryndís. Deilt um aðkomu sjálfstjórnarríkjanna Uppfærsla og breytingar á Helsingfors-sáttmálanum um Norðurlandasamstarf verður einnig ofarlega á blaði. „Það lítur að því að uppfæra hann meðal annars í tengslum við það að nú viljum við vinna saman líka á sviði öryggis og varnarmála, sem í gegnum tíðina hefur ekki verið á vettvangi Norðurlandaráðs.“ Bryndís á einnig von á að tekist verði á um einhver mál. „Svo er alveg óhætt að segja að kannski hefur verið mesti ágreiningurinn og erfiðast að ná fólki saman um hvernig Færeyjar, Grænland og Álandseyjar, þessi sjálfstjórnarlönd okkar, fá aukna aðild að Norðurlandaráði.“ Götulokanir í þrjá daga Götulokanir verða í gildi á skilgreindu svæði umhverfis Alþinghúsið frá og með morgundeginum og fram á miðvikudag, og viðbúið að einhverjar frekari tafir geti orðið á umferð. Þá verður mikill öryggisviðbúnaður á þingsvæðinu og á Þingvöllum þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna munu funda. „Því miður þá er staðan nú þannig í heiminum að öryggisgæslan þarf að vera ofboðslega mikil. Við erum að fá hér alla forsætisráðherra og utanríkisráðherra Norðurlandanna ásamt spennandi erlendum gestum, þingmönnum víða að, bæði frá Norðurlöndum en líka frá fleiri löndum. Þannig að því miður þá er staðan sú að öryggisgæslan þarf að vera virkilega mikil þannig að fólk mun eflaust verða vart um það hvað er um að vera hérna á næstu dögum. Það er stórt svæði í kringum þinghúsið sem þarf að loka og eitthvað þarf að vera um forgangsakstur og annað þess háttar,“ segir Bryndís.
Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Norðurlandaráð Norðurslóðir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira