Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík voru samþykktir og kynntir á fundi Varðar, kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í félagsheimili Þróttar í Laugardal laust eftir hádegi í dag.
Jón Pétur Zimsen er aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, en hann hefur gert sig gildandi í umræðu um menntamál að undanförnu. Um daginn sagði hann að kennarar ættu að koma sér úr hlutverki fórnarlamba og taka stjórnina í umræðunni um menntamál.
Framboðslisti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í heild sinni er eftirfarandi:
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra
- Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður
- Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla
- Sigurður Örn Hilmarsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum formaður Lögmannafélagsins
- Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður
- Birna Bragadóttir, forstöðukona frumkvöðlaseturs og vísindamiðlunar
- Sigurður Ágúst Sigurðsson, fyrrv. Forstjóri og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
- Anna Fríða Ingvarsdóttir, körfuknattleikskona
- Gunnar Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á Höfða
- Ágústa Guðmundsdóttir, frumkvöðull og professor emeritus
- Þórður Gunnarsson, hagfræðingur
- Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir, kennari, uppeldis- og menntunarfræðingur
- Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður og fasteignasali
- Auður Jónsdóttir, hársnyrtir og viðskiptafræðingur
- Ari Björn Björnsson, menntaskólanemi
- Marteinn Pétur Urbancic, flugmaður, hlaðvarpari og hlaupari
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnarmaður
- Guðjón Birkir Björnsson, húsasmiður
- Bryndís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri
- Tómas Már Sigurðsson, forstjóri
- Elsa Björk Valsdóttir, skurðlæknir
- Birgir Ármannsson, forseti Alþingis
Fréttin hefur verið uppfærð með framboðslistanum í heild sinni