Innlent

Reyk­víkingur ársins leiðir listann á­samt Ragnari

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Marta Wieczorek, grunnskólakennari í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og aðstoðarskólastjóri við Pólska skólann, var valin Reykvíkingur ársins 2024.
Marta Wieczorek, grunnskólakennari í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og aðstoðarskólastjóri við Pólska skólann, var valin Reykvíkingur ársins 2024. róbert reynisson

Marta Wieczorek, grunnskólakennari og Reykvíkingur ársins 2024, mun skipa annað sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Björn Þorláksson blaðamaður og rithöfundur skipar þriðja sæti listans fyrir þingkosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, leiðir listann.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flokki fólksins.

„Það er mikill fengur í Mörtu og Birni. Þau verða öflugir liðsmenn í baráttu okkar fyrir réttlæti. Áherslur Björns Þorlákssonar fyrir réttlæti, auknum jöfnuði og andóf hans gegn spillingu fer vel að stefnu Flokks fólksins,“ er haft eftir Ingu Sæland, formanni Flokki fólksins. 

Marta Wieczorek er grunnskólakennari í Hólabrekkuskóla, aðstoðarskólastjóri pólska skólans og menningarsendiherra. Marta var kosin Reykvíkingur ársins 2024 fyrir dýrmætt starf sitt í þágu barna í borginni.

Ragnar Þór Ingólfsson, Marta Wieczorek og Björn Þorláksson.Aðsend

Tengdar fréttir

Kennari í Breiðholti er Reykvíkingur ársins

Marta Wieczorek, grunnskólakennari í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og aðstoðarskólastjóri við Pólska skólann, er Reykvíkingur ársins 2024. Henni er lýst sem fagmanneskju fram í fingurgóma. Hún segir útnefninguna hafa komið mjög á óvart og þakkar skilningsríkri fjölskyldu stuðninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×