Íslenski boltinn

Höskuldur besti leik­maður mótsins og Anton hlaut gullhanskann

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þorvaldur Örlygsson afhendi Höskuldi verðlaunin.
Þorvaldur Örlygsson afhendi Höskuldi verðlaunin. vísir / anton

Höskuldur Gunnlaugsson var valinn besti leikmaður Bestu deildar karla og liðsfélagi hans hjá Breiðablik, Anton Ari Einarsson, hlaut gullhanskann.

Höskuldur hefur spilað stórkostlega í allt sumar og verið einn mikilvægasti leikmaður Íslandsmeistaranna. Hann skoraði níu mörk og gaf sex stoðsendingar í 27 leikjum. Blikar hafa líka notið þess vel að sjá Höskuld stíga framar og framar á völlinn, bakvörður fyrir ekki svo löngu en framliggjandi miðjumaður í dag og stórskemmtilegur leikmaður.

Anton Ari hélt hreinu alls níu sinnum í sumar. Hann var jafn Ingvari Jónssyni hjá Víkingi og Árna Snæ hjá Stjörnunni fyrir lokaumferðina með átta hrein mörk, en hélt Víkingum í skefjum í kvöld og er því óvéfengjanlegur sigurvegari.

Anton Ari Einarsson tekur við gullhanskanum. Með honum á mynd er Orri Hlöðversson, stjórnarformaður ÍTF. vísir / anton brink



Fleiri fréttir

Sjá meira


×