„Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkniefni?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. október 2024 14:21 Annar sakborninganna sem var spurður út í þátt sinn í málinu var merktur gosmerkjaframleiðanda við komuna í dómsal í morgun. Vísir/vilhelm Skýrslutökur í aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls sem hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur einkennst af því að sakborningar neiti sök hvað varðar meint brot sem varða skipulagða brotastarfsemi. Þá neita þeir að tjá sig út í ýmis gögn í lögregluskýrslum. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á spjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Málið varðar þó enn meira magn fíkniefna. Sakborningar málsins voru upphaflega átján en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Allir sakborningarnir sem hafa gefið skýrslu hingað til segjast ekki kannast við skipulagðan glæpahóp. Einn sakborningurinn, karlmaður á fertugsaldri, hefur þó viðurkennt að hafa selt fíkniefni, en segir það hafa verið í minna magni og telur að umfang þess geti ekki fallið undir skipulagða glæpastarfsemi. Kominn í skuldasúpu og byrjaður að selja fíkniefni „Ég var í neyslu á þessum tíma, mikilli neyslu,“ sagði hann fyrir dómi í dag. Hann var spurður út í samskipti við einstakling sem notaði dulnefnið Pinocchio. Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur hópsins, hafði viðurkennt fyrr um morgunin að hafa notað það nafn á samskiptaforritinu Signal. Karl Ingi Vilberggsson, saksóknari, spurði umræddan sakborning út í samskiptin við Pinocchio, sem hann taldi ljóst að væri Jón Ingi. Sakborningurinn sagðist ekki geta eða ætla að tjá sig um notendanöfn annarra. Hann sagðist þó stundum hafa spjallað við Jón Inga. Verjendur í málinu fara yfir málin í dómsal í morgun.Vísir/vilhelm Í samskiptum sakborningsins og Pinocchio bað sá síðarnefndi þann fyrrnefnda að rukka „útlendinginn“ og „Breiðholt“. Sakborningurinn sagðist ekki muna eftir þessum samskiptum, en sagði þau geta varðað hvað sem er. Líkt og áður segir sagðist hann þó sjálfur hafa verið að selja fíkniefni. „Ég var kominn í skuldasúpu og var að selja fíkniefni.“ „Eiga ekki allir seðla?“ Karl Ingi sagði að af samskiptunum megi ráða að einhver hafi verið að stjórna honum. „Já, þú getur lesið ýmislegt út úr þessu,“ svaraði sakborningurinn. Karl Ingi ítrekaði að svo virtist sem Pinocchio væri að stýra honum, og spurði hvort það hefði varðað sölu fíkniefna. „Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkniefni?“ spurði sakborningurinn. Sakborningurinn var einnig spurður út í peningatalningavél sem hann virðist hafa haft í sínum vörslum. Hann var spurður hversu mikið af seðlum kæmist í þannig vél, en hann sagðist ekki vita það. Þrátt fyrir að segjast ekki vita svarið við spurningunni myndi hann samt vilja nota peningatalningavél. „Eiga ekki allir seðla?“ sagði hann og spurði í kjölfarið: „Er það ólöglegt að eiga peningatalningavél?“ Da Vinci hljóti að vera listamaður Annar sakborningur, sem er líka karlmaður á fertugsaldri og sagðist hafa notast við nafnið Mörðurinn á Signal, var spurður út í samskipti á forritinu við einstakling sem notaði dulnefnið Da Vinci. Líkt og hinir sakborningarnir sem hafa gefið skýrslu í dag neitar hann sök og kannast lítið við það sem honum er gefið að sök. „Hver er Da Vinci?“ spurði Karl Ingi. „Listamaður?“ svaraði sakborningurinn. Hann var spurður frekar út í þetta dulnefni, og bent á að það hefði verið notað á Signal. „Da Vinci, er það heiti þá á hverju?“ spurði sakborningurinn. Gringo ekki í salnum Enn annar sakborningur, kona á fertugsaldri, var spurð út í samskipti við mann sem gekk undir nafninu Gringo á Signal. Hún sagði Gringo vera einstakling sem væri ekki inni í dómsalnum, og tengdist málinu ekki. Hún var spurð hver væri Gringo og kaus að svara því ekki. Þess má geta að í morgun sagðist Jón Ingi hafa gengið undir nafninu Gringo á Signal, en hann hélt því þó fram að nafnið væri mjög algengt á samskiptaforritum líkt og Signal. Konan gagnrýndi ákæruna á hendur henni, og sagðist ekki átta sig á því hvaða hlutverki hún hafi átt að vera að sinna í meintum glæpahópi. Hún var spurð út í ýmis samskipti, meðal annars á Signal. Hún sagði þau ekki tengjast fíkniefnum með neinum hætti. Spurð út í einstaka skilaboð sagðist hún yfirleitt ekki kannast við þau og efaðist stundum að þau kæmu í raun úr hennar síma. Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á spjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Málið varðar þó enn meira magn fíkniefna. Sakborningar málsins voru upphaflega átján en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Allir sakborningarnir sem hafa gefið skýrslu hingað til segjast ekki kannast við skipulagðan glæpahóp. Einn sakborningurinn, karlmaður á fertugsaldri, hefur þó viðurkennt að hafa selt fíkniefni, en segir það hafa verið í minna magni og telur að umfang þess geti ekki fallið undir skipulagða glæpastarfsemi. Kominn í skuldasúpu og byrjaður að selja fíkniefni „Ég var í neyslu á þessum tíma, mikilli neyslu,“ sagði hann fyrir dómi í dag. Hann var spurður út í samskipti við einstakling sem notaði dulnefnið Pinocchio. Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur hópsins, hafði viðurkennt fyrr um morgunin að hafa notað það nafn á samskiptaforritinu Signal. Karl Ingi Vilberggsson, saksóknari, spurði umræddan sakborning út í samskiptin við Pinocchio, sem hann taldi ljóst að væri Jón Ingi. Sakborningurinn sagðist ekki geta eða ætla að tjá sig um notendanöfn annarra. Hann sagðist þó stundum hafa spjallað við Jón Inga. Verjendur í málinu fara yfir málin í dómsal í morgun.Vísir/vilhelm Í samskiptum sakborningsins og Pinocchio bað sá síðarnefndi þann fyrrnefnda að rukka „útlendinginn“ og „Breiðholt“. Sakborningurinn sagðist ekki muna eftir þessum samskiptum, en sagði þau geta varðað hvað sem er. Líkt og áður segir sagðist hann þó sjálfur hafa verið að selja fíkniefni. „Ég var kominn í skuldasúpu og var að selja fíkniefni.“ „Eiga ekki allir seðla?“ Karl Ingi sagði að af samskiptunum megi ráða að einhver hafi verið að stjórna honum. „Já, þú getur lesið ýmislegt út úr þessu,“ svaraði sakborningurinn. Karl Ingi ítrekaði að svo virtist sem Pinocchio væri að stýra honum, og spurði hvort það hefði varðað sölu fíkniefna. „Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkniefni?“ spurði sakborningurinn. Sakborningurinn var einnig spurður út í peningatalningavél sem hann virðist hafa haft í sínum vörslum. Hann var spurður hversu mikið af seðlum kæmist í þannig vél, en hann sagðist ekki vita það. Þrátt fyrir að segjast ekki vita svarið við spurningunni myndi hann samt vilja nota peningatalningavél. „Eiga ekki allir seðla?“ sagði hann og spurði í kjölfarið: „Er það ólöglegt að eiga peningatalningavél?“ Da Vinci hljóti að vera listamaður Annar sakborningur, sem er líka karlmaður á fertugsaldri og sagðist hafa notast við nafnið Mörðurinn á Signal, var spurður út í samskipti á forritinu við einstakling sem notaði dulnefnið Da Vinci. Líkt og hinir sakborningarnir sem hafa gefið skýrslu í dag neitar hann sök og kannast lítið við það sem honum er gefið að sök. „Hver er Da Vinci?“ spurði Karl Ingi. „Listamaður?“ svaraði sakborningurinn. Hann var spurður frekar út í þetta dulnefni, og bent á að það hefði verið notað á Signal. „Da Vinci, er það heiti þá á hverju?“ spurði sakborningurinn. Gringo ekki í salnum Enn annar sakborningur, kona á fertugsaldri, var spurð út í samskipti við mann sem gekk undir nafninu Gringo á Signal. Hún sagði Gringo vera einstakling sem væri ekki inni í dómsalnum, og tengdist málinu ekki. Hún var spurð hver væri Gringo og kaus að svara því ekki. Þess má geta að í morgun sagðist Jón Ingi hafa gengið undir nafninu Gringo á Signal, en hann hélt því þó fram að nafnið væri mjög algengt á samskiptaforritum líkt og Signal. Konan gagnrýndi ákæruna á hendur henni, og sagðist ekki átta sig á því hvaða hlutverki hún hafi átt að vera að sinna í meintum glæpahópi. Hún var spurð út í ýmis samskipti, meðal annars á Signal. Hún sagði þau ekki tengjast fíkniefnum með neinum hætti. Spurð út í einstaka skilaboð sagðist hún yfirleitt ekki kannast við þau og efaðist stundum að þau kæmu í raun úr hennar síma.
Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira