Sport

Dag­skráin í dag: Bónus deild kvenna, Loka­sóknin, hafna­bolti og mögu­lega Hákon Rafn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Rafn mun að öllum líkindum standa í marki Brentford í kvöld.
Hákon Rafn mun að öllum líkindum standa í marki Brentford í kvöld. Mateusz Porzucek/Getty Images

Það er að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.30 er Bónus deildin – Extra á dagskrá. Þar verður farið yfir skemmtilegar hliðar á Bónus deild karla í körfubolta.

Klukkan 20.05 er komið að stórleik Grindavíkur og Keflavíkur í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 20.00 er Lokasóknin á dagskrá. Þar verður farið yfir allt það helsta sem hefur gengið á í NFL-deildinni um helgina.

Vodafone Sport

Klukkan 19.55 hefst útsending frá Lundúnum þar sem Brentford mætir Sheffield Wednesday í enska deildarbikarnum. Líklegt er að landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson standi í marki Brentford í kvöld.

Á miðnætti er leikur Los Angeles Dodgers og New York Yankess í úrslitaeinvígi MLB-deildarinnar í hafnabolta á dagskrá. Dodgers leiða einvígið 2-0.

Bónus deildin

Klukkan 18.10 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og Hamars/Þórs í Bónus deild kvenna.

Bónus deildin 2

Klukkan 19.10 hefst útsending frá Njarðvík þar sem heimakonur mæta Aþenu í Bónus-deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×