FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2024 22:02 Thomas Delaney, fyrirliði FCK, í baráttunni í leik helgarinnar. FC Kaupmannahöfn FC Kaupmannahöfn lét vita að það hefði áhyggjur af því hvernig öryggismálum á Bröndby-vellinum væri háttað fyrir leik liðanna um helgina í efstu deild Danmerkur. Áður en leikur hófst fór allt fjandans til og var leiknum seinkað um fimmtán mínútur eftir að áhorfendur skutu blysum að hvor öðrum og þar fram eftir götunum. Fótboltamiðillinn Bold greinir frá því að FCK hafi kvartað oftar en einu sinni yfir aðstöðu stuðningsfólks síns á heimavelli Bröndby. Heimaliðið taldi áhyggjurnar hins vegar óþarfar og breytti engu í aðdraganda leiksins. Brondby v FC Copenhagen now #BIF #fcklive pic.twitter.com/4VhJOhwpHF— FootballAwaydays (@Awaydays23) October 27, 2024 Klukkutíma fyrir leik fór urmull grímuklæddra manna að suðurhluta vallarins, þar sem stuðningsfólk FCK er staðsett, og grýtti blysum í átt þeirra. Öryggisverðir staðsettu sig á milli stuðningsfólks gestanna og aðilanna með grímurnar. Á sama tíma flúði fjölskyldufólk úr stúkunni. Um 50 lögreglumenn mættu í kjölfarið út á völl til að ná tökum á aðstæðum. Fimm þeirra urðu fyrir blysum og í kjölfarið var leiknum frestað um stundarfjórðung. Bold greinir frá því að félögin tvö, lögreglan og Knattspyrnusamband Danmerkur hafi fundað fyrir leik og þar hafi FCK kvartað yfir skorti á öryggi en Bröndby var á öðru máli. 🚨🇩🇰 Very strong tensions between Copenhagen and Brøndby fans. 😳 pic.twitter.com/XzduZdog7F— EuroFoot (@eurofootcom) October 27, 2024 Leikurinn sjálfur var heldur óspennandi og lauk með markalausu jafntefli. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk FCK. Eftir leik kom hins vegar einnig upp atvik sem Bold greinir frá. Eins og venja er þarf stuðningsfólk sem styður útiliðið í leikjum liðanna að vera á vellinum í klukkustund eftir að leik lýkur. Er það gert til að stuðningsfólki liðanna lendi ekki saman beint eftir leikslok. Á sunnudag mættu hins vegar um 150 grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby til að ógna öryggi stuðningsfólks FCK sem var læst inn á vellinum í 20 mínútur til viðbótar á meðan öryggi þeirra var tryggt. Ronnie Kesby, öryggisfulltrúi Bröndby, neitaði viðtali við Bold en miðillinn greinir frá því að þetta er langt því frá í fyrsta sinni sem öryggi gestaliðsins er ábótavant á Bröndby-vellinum. Í leik liðanna á síðustu leiktíð hafði reyksprengjum verið komið fyrir í hluta vallarins sem stuðningsfólk gestaliðsins er og þær sprengdar eftir að svæðið var fullt af stuðningsfólki FCK. Þá réðst fjöldi stuðningsmanna Bröndby á stuðningsfólk AGF eftir að Bröndby hafði tapað titlinum í lokaumferð deildarinnar á síðustu leiktíð. Var fjöldi manna handtekinn í kjölfarið. Danska knattspyrnusambandið hefur gefið út að næstu leikir Bröndby og FCK fari fram án þess að stuðningsfólk útiliðsins fái að mæta á völlinn. F.C. København tager på det kraftigste afstand fra dagens episode i Brøndby og accepterer Divisionsforeningens forbud mod udefans til Derby på ubestemt tid #fcklive https://t.co/GsDFPFmDSf— F.C. København (@FCKobenhavn) October 27, 2024 Eftir jafntefli helgarinnar er FCK í 2. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 13 umferðum, tveimur stigum minna en ríkjandi meistarar Midtjylland. Bröndby er í 6. sæti með 19 stig. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Sport Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Enski boltinn Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Fótbolti Fleiri fréttir Alexander endurnýjar kynnin við Óskar „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik UEFA dælir 150 milljörðum í eflingu fótbolta kvenna „Fótboltinn er fyrir alla en ekki bara fyrir Real Madrid“ Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Ten Hag vildi fá Welbeck til United Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Snoop Dogg vill eignast hlut í Celtic Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Eins og að halda Óskarsverðlaunin með enga konu í salnum Mourinho var bara að segja brandara Stelpurnar okkar hita upp fyrir EM með leik á Spáni við Dani Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Tónlistarkonan Olivia Rodrigo fékk að heyra það út af kjöri Rodri Neymar kaupir glæsivillu í Miami á þrjá og hálfan milljarð Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Sjá meira
Áður en leikur hófst fór allt fjandans til og var leiknum seinkað um fimmtán mínútur eftir að áhorfendur skutu blysum að hvor öðrum og þar fram eftir götunum. Fótboltamiðillinn Bold greinir frá því að FCK hafi kvartað oftar en einu sinni yfir aðstöðu stuðningsfólks síns á heimavelli Bröndby. Heimaliðið taldi áhyggjurnar hins vegar óþarfar og breytti engu í aðdraganda leiksins. Brondby v FC Copenhagen now #BIF #fcklive pic.twitter.com/4VhJOhwpHF— FootballAwaydays (@Awaydays23) October 27, 2024 Klukkutíma fyrir leik fór urmull grímuklæddra manna að suðurhluta vallarins, þar sem stuðningsfólk FCK er staðsett, og grýtti blysum í átt þeirra. Öryggisverðir staðsettu sig á milli stuðningsfólks gestanna og aðilanna með grímurnar. Á sama tíma flúði fjölskyldufólk úr stúkunni. Um 50 lögreglumenn mættu í kjölfarið út á völl til að ná tökum á aðstæðum. Fimm þeirra urðu fyrir blysum og í kjölfarið var leiknum frestað um stundarfjórðung. Bold greinir frá því að félögin tvö, lögreglan og Knattspyrnusamband Danmerkur hafi fundað fyrir leik og þar hafi FCK kvartað yfir skorti á öryggi en Bröndby var á öðru máli. 🚨🇩🇰 Very strong tensions between Copenhagen and Brøndby fans. 😳 pic.twitter.com/XzduZdog7F— EuroFoot (@eurofootcom) October 27, 2024 Leikurinn sjálfur var heldur óspennandi og lauk með markalausu jafntefli. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk FCK. Eftir leik kom hins vegar einnig upp atvik sem Bold greinir frá. Eins og venja er þarf stuðningsfólk sem styður útiliðið í leikjum liðanna að vera á vellinum í klukkustund eftir að leik lýkur. Er það gert til að stuðningsfólki liðanna lendi ekki saman beint eftir leikslok. Á sunnudag mættu hins vegar um 150 grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby til að ógna öryggi stuðningsfólks FCK sem var læst inn á vellinum í 20 mínútur til viðbótar á meðan öryggi þeirra var tryggt. Ronnie Kesby, öryggisfulltrúi Bröndby, neitaði viðtali við Bold en miðillinn greinir frá því að þetta er langt því frá í fyrsta sinni sem öryggi gestaliðsins er ábótavant á Bröndby-vellinum. Í leik liðanna á síðustu leiktíð hafði reyksprengjum verið komið fyrir í hluta vallarins sem stuðningsfólk gestaliðsins er og þær sprengdar eftir að svæðið var fullt af stuðningsfólki FCK. Þá réðst fjöldi stuðningsmanna Bröndby á stuðningsfólk AGF eftir að Bröndby hafði tapað titlinum í lokaumferð deildarinnar á síðustu leiktíð. Var fjöldi manna handtekinn í kjölfarið. Danska knattspyrnusambandið hefur gefið út að næstu leikir Bröndby og FCK fari fram án þess að stuðningsfólk útiliðsins fái að mæta á völlinn. F.C. København tager på det kraftigste afstand fra dagens episode i Brøndby og accepterer Divisionsforeningens forbud mod udefans til Derby på ubestemt tid #fcklive https://t.co/GsDFPFmDSf— F.C. København (@FCKobenhavn) October 27, 2024 Eftir jafntefli helgarinnar er FCK í 2. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 13 umferðum, tveimur stigum minna en ríkjandi meistarar Midtjylland. Bröndby er í 6. sæti með 19 stig.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Sport Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Enski boltinn Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Fótbolti Fleiri fréttir Alexander endurnýjar kynnin við Óskar „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik UEFA dælir 150 milljörðum í eflingu fótbolta kvenna „Fótboltinn er fyrir alla en ekki bara fyrir Real Madrid“ Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Ten Hag vildi fá Welbeck til United Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Snoop Dogg vill eignast hlut í Celtic Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Eins og að halda Óskarsverðlaunin með enga konu í salnum Mourinho var bara að segja brandara Stelpurnar okkar hita upp fyrir EM með leik á Spáni við Dani Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Tónlistarkonan Olivia Rodrigo fékk að heyra það út af kjöri Rodri Neymar kaupir glæsivillu í Miami á þrjá og hálfan milljarð Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Sjá meira