Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. október 2024 20:18 Selenskíj og Bjarni fyrir utan ráðherrabústaðinn á Þingvöllum í dag. Fjölmiðlaskarinn fylgist með þeim. Vísir/Vilhelm Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, lenti hér á landi síðdegis í dag. Bílalest hans fór fyrst í miðborg Reykjavíkur, áður en forsetinn hélt til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. Hér að neðan má sjá þegar Selenskíj mætti til fundar við Bjarna. Að fundinum loknum fóru Bjarni og Selenskíj að gestastofu Þingvalla á Haki. Þar tóku þeir á móti, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands og Jonas Gahr Støre Forsætisráðherra Noregs, í nokkuð vindasömu og blautu veðri. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Selenskíj ganga hér á Þingvöllum. Áhugi fjölmiðla á fundi þeirra var mikill, og svo hefði veðrið mátt vera betra.Vísir/Vilhelm Hópurinn gekk stuttan spöl, stillti sér upp til myndatöku, og hélt síðan inn til fundar. Að fundi þeirra loknum var blásið til blaðamannafundar. Þar ítrekuðu forsætisráðherrarnir fimm stuðning ríkja sinna við Úkraínu, og Selenskíj þakkaði þeim stuðninginn, sem hann sagði í senn mikinn og mikilvægan. Að loknum ávörpum var opnað fyrir spurningar blaðamanna. Þar var Selenskíj spurður um framgang mála á víglínunni í Úkraínu, og áhrif mögulegs kjör Donalds Trump til forseta í Bandaríkjunum á stöðuna. Bjarni var einnig spurður hvernig Ísland ætlaði að styðja við vernd orkuinnviða í Úkraínu, svo eitthvað sé nefnt. Á morgun mun Selenskíj funda með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands. Hér að neðan má nálgast blaðamannafund Selenskíj og forsætisráðherranna. Fylgst var með framvindu dagsins í vaktinni, en hana má finna með því að smella hér. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Þingvellir Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, lenti hér á landi síðdegis í dag. Bílalest hans fór fyrst í miðborg Reykjavíkur, áður en forsetinn hélt til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. Hér að neðan má sjá þegar Selenskíj mætti til fundar við Bjarna. Að fundinum loknum fóru Bjarni og Selenskíj að gestastofu Þingvalla á Haki. Þar tóku þeir á móti, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands og Jonas Gahr Støre Forsætisráðherra Noregs, í nokkuð vindasömu og blautu veðri. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Selenskíj ganga hér á Þingvöllum. Áhugi fjölmiðla á fundi þeirra var mikill, og svo hefði veðrið mátt vera betra.Vísir/Vilhelm Hópurinn gekk stuttan spöl, stillti sér upp til myndatöku, og hélt síðan inn til fundar. Að fundi þeirra loknum var blásið til blaðamannafundar. Þar ítrekuðu forsætisráðherrarnir fimm stuðning ríkja sinna við Úkraínu, og Selenskíj þakkaði þeim stuðninginn, sem hann sagði í senn mikinn og mikilvægan. Að loknum ávörpum var opnað fyrir spurningar blaðamanna. Þar var Selenskíj spurður um framgang mála á víglínunni í Úkraínu, og áhrif mögulegs kjör Donalds Trump til forseta í Bandaríkjunum á stöðuna. Bjarni var einnig spurður hvernig Ísland ætlaði að styðja við vernd orkuinnviða í Úkraínu, svo eitthvað sé nefnt. Á morgun mun Selenskíj funda með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands. Hér að neðan má nálgast blaðamannafund Selenskíj og forsætisráðherranna. Fylgst var með framvindu dagsins í vaktinni, en hana má finna með því að smella hér.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Þingvellir Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira