Þotur ráðherranna í krefjandi lendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2024 22:30 Þota sænska forsætisráðherrans að lenda á Reykjavíkurflugvelli síðdegis. Sigurjón Ólason Þrír af forsætisráðherrum Norðurlandanna flugu til Íslands á einkaþotum og lentu þær með fárra mínútna millibili á Reykjavíkurflugvelli síðdegis. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hve krefjandi aðstæður voru á flugvellinum. Þar var suðvestan strekkingur með rigningarsudda þegar fyrsta þotan birtist úr skýjunum yfir Tjörninni klukkan korter yfir fjögur og greinilegt að talsverð ókyrrð var í lofti þegar flugmennirnir lentu vélinni. Þar var komin þota sænska forsætisráðherrans, Ulfs Kristersson, nítján sæta af gerðinni Grumman Gulfstream, merkt sænska flughernum. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, stiginn frá borði.Sigurjón Ólason Um líkt leyti og verið var að leggja henni við Loftleiðahótelið birtist næsta þota með norska forsætisráðherrannn um borð, Jonas Gahr Støre. Þotan sem hann kom á er af gerðinni Dassault Falcon og með sæti fyrir allt að tíu farþega. Henni var sömuleiðis ekið að Loftleiðahótelinu og lagt við hlið þeirrar sænsku. Í sömu mund birtist svo þriðja þotan úr skýjaþykkninu með danska forsætisráðherrann um borð, Mette Frederiksen. Einnig hún mátti þola talsverðan hristing þegar vængirnir sveifluðust til í lendingunni. Þota hennar, merkt danska flughernum, er af gerðinni Bombardier Challenger og með pláss fyrir allt að nítján farþega. Svo þétt komu þoturnar að beðið var með að hleypa farþegunum úr þeim fyrri út þar til búið var að leggja þeim öllum á flugstæðinu og drepa á hreyflunum. Þá loks þótti óhætt að opna dyrnar. Bílalestunum var síðan ekið upp að þotunum, hverri að sinni. Þotur forsætisráðherra Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar við Loftleiðahótelið síðdegis. Ráðherrarnir og fylgdarlið að koma sér fyrir í bílunum sem óku þeim til Þingvalla.KMU Sérstakar móttökunefndir tóku á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra. Meðan gestirnir komu sér fyrir í bílunum mátti sjá enn eina lögreglufylgdina á Hringbrautinni, væntanlega með finnska forsætisráðherrann, sem sameinaðist fljótlega hinum þremur. Aðeins þrír af forsætisráðherrunum flugu með glæsiþotum til Reykjavíkur. Finnski forsætisráðherrann kom með almennu farþegaflugi til Keflavíkur í morgun. Hér má sjá lendingarnar: Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina á suðvesturhorninu í dag í tilefni Norðurlandaráðsþings og heimsóknar Úkraínuforseta. Forsætisráðherra fundar með Úkraínuforseta á Þingvöllum í dag. 28. október 2024 13:35 Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40 Mest lesið Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Innlent Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Innlent Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Erlent Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framboðslistum skilað í Hörpu Væri valdníðsla af starfsstjórn að gefa út nýtt hvalveiðileyfi Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Flestir treysta Miðflokknum best fyrir málefnum hælisleitenda Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Þjónusturof hjá fötluðum börnum og hamfaraflóð á Spáni Kjörstjórn borist 26 listar Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuðpaur Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Skora á Höllu að stoppa Bjarna Segist ekki transfóbískur en þó sammála J.K. Rowling Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Kosningapallborðið: Formenn flokka sem bítast um fylgi frá hægri Verðbólgan hjaðnar og hamfaraflóð á Spáni Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Þau skipa lista Sósíalista í Suðurkjördæmi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hve krefjandi aðstæður voru á flugvellinum. Þar var suðvestan strekkingur með rigningarsudda þegar fyrsta þotan birtist úr skýjunum yfir Tjörninni klukkan korter yfir fjögur og greinilegt að talsverð ókyrrð var í lofti þegar flugmennirnir lentu vélinni. Þar var komin þota sænska forsætisráðherrans, Ulfs Kristersson, nítján sæta af gerðinni Grumman Gulfstream, merkt sænska flughernum. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, stiginn frá borði.Sigurjón Ólason Um líkt leyti og verið var að leggja henni við Loftleiðahótelið birtist næsta þota með norska forsætisráðherrannn um borð, Jonas Gahr Støre. Þotan sem hann kom á er af gerðinni Dassault Falcon og með sæti fyrir allt að tíu farþega. Henni var sömuleiðis ekið að Loftleiðahótelinu og lagt við hlið þeirrar sænsku. Í sömu mund birtist svo þriðja þotan úr skýjaþykkninu með danska forsætisráðherrann um borð, Mette Frederiksen. Einnig hún mátti þola talsverðan hristing þegar vængirnir sveifluðust til í lendingunni. Þota hennar, merkt danska flughernum, er af gerðinni Bombardier Challenger og með pláss fyrir allt að nítján farþega. Svo þétt komu þoturnar að beðið var með að hleypa farþegunum úr þeim fyrri út þar til búið var að leggja þeim öllum á flugstæðinu og drepa á hreyflunum. Þá loks þótti óhætt að opna dyrnar. Bílalestunum var síðan ekið upp að þotunum, hverri að sinni. Þotur forsætisráðherra Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar við Loftleiðahótelið síðdegis. Ráðherrarnir og fylgdarlið að koma sér fyrir í bílunum sem óku þeim til Þingvalla.KMU Sérstakar móttökunefndir tóku á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra. Meðan gestirnir komu sér fyrir í bílunum mátti sjá enn eina lögreglufylgdina á Hringbrautinni, væntanlega með finnska forsætisráðherrann, sem sameinaðist fljótlega hinum þremur. Aðeins þrír af forsætisráðherrunum flugu með glæsiþotum til Reykjavíkur. Finnski forsætisráðherrann kom með almennu farþegaflugi til Keflavíkur í morgun. Hér má sjá lendingarnar:
Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina á suðvesturhorninu í dag í tilefni Norðurlandaráðsþings og heimsóknar Úkraínuforseta. Forsætisráðherra fundar með Úkraínuforseta á Þingvöllum í dag. 28. október 2024 13:35 Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40 Mest lesið Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Innlent Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Innlent Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Erlent Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framboðslistum skilað í Hörpu Væri valdníðsla af starfsstjórn að gefa út nýtt hvalveiðileyfi Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Flestir treysta Miðflokknum best fyrir málefnum hælisleitenda Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Þjónusturof hjá fötluðum börnum og hamfaraflóð á Spáni Kjörstjórn borist 26 listar Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuðpaur Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Skora á Höllu að stoppa Bjarna Segist ekki transfóbískur en þó sammála J.K. Rowling Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Kosningapallborðið: Formenn flokka sem bítast um fylgi frá hægri Verðbólgan hjaðnar og hamfaraflóð á Spáni Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Þau skipa lista Sósíalista í Suðurkjördæmi Sjá meira
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18
Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina á suðvesturhorninu í dag í tilefni Norðurlandaráðsþings og heimsóknar Úkraínuforseta. Forsætisráðherra fundar með Úkraínuforseta á Þingvöllum í dag. 28. október 2024 13:35
Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40