Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2024 09:06 Halla Tómasdóttir forseti með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, á Bessastöðum í morgun. Vísir/Vilhelm Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. Selenskíj lýsti Íslandi sem traustum vini og bandamanni í baráttu Úkraínu fyrir frelsi í færslur í gestabók við komuna á Bessastaði í morgun. Hann væri þakklátur fyrir staðfastan stuðning og aðstoð Íslendinga við úkraínsku þjóðina í sameiginlegri baráttu gegn rússnesku ógninni. Skilaboðin sem Selenskíj skildi eftir til íslensku þjóðarinnar í gestabók á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Halla lýsti engu að síður efasemdum við að Ísland styddi Úkraínu með þátttöku í vopnakaupum í kosningabaráttu sinni í sumar. Ísland ætti frekar að boða til friðarsamtals hér á landi „frekar en að telja að við eigum bara endalaust að mata stríðsmaskínuna.“ Þá sagði hún það ekki samræmast gildum Íslendinga að taka þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu í varnarstríði landsins gegn innrás Rússa. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, var á meðal þeirra sem gagnrýndu þessa afstöðu án þess þó að nefna Höllu sérstaklega á nafn. Það væri hrokafull afstaða að ætla að skilyrða stuðning Íslands við Úkraínu. Selenskíj og Halla á tröppunum fyrir utan Bessastaði þegar úkraínski forsetinn renndi í hlað í morgun.Vísir/Vilhelm Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Forseti Íslands Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir „Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Selenskíj lýsti Íslandi sem traustum vini og bandamanni í baráttu Úkraínu fyrir frelsi í færslur í gestabók við komuna á Bessastaði í morgun. Hann væri þakklátur fyrir staðfastan stuðning og aðstoð Íslendinga við úkraínsku þjóðina í sameiginlegri baráttu gegn rússnesku ógninni. Skilaboðin sem Selenskíj skildi eftir til íslensku þjóðarinnar í gestabók á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Halla lýsti engu að síður efasemdum við að Ísland styddi Úkraínu með þátttöku í vopnakaupum í kosningabaráttu sinni í sumar. Ísland ætti frekar að boða til friðarsamtals hér á landi „frekar en að telja að við eigum bara endalaust að mata stríðsmaskínuna.“ Þá sagði hún það ekki samræmast gildum Íslendinga að taka þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu í varnarstríði landsins gegn innrás Rússa. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, var á meðal þeirra sem gagnrýndu þessa afstöðu án þess þó að nefna Höllu sérstaklega á nafn. Það væri hrokafull afstaða að ætla að skilyrða stuðning Íslands við Úkraínu. Selenskíj og Halla á tröppunum fyrir utan Bessastaði þegar úkraínski forsetinn renndi í hlað í morgun.Vísir/Vilhelm
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Forseti Íslands Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir „Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35