Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. október 2024 15:24 Margrét Tryggvadóttir er formaður Rithöfundasambands Íslands. Hún hefur áhyggjur af því að rithöfundar muni ekki fá jafn mikla umfjöllun í ár vegna tímasetningu alþingiskosninganna. Þrátt fyrir að það hafi komið í ljós í könnun Maskínu á dögunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sé ánægður með stjórnarslit þá eru rithöfundar uggandi vegna kosninganna og þeirri fyrirferð sem óhjákvæmilega fylgir þeim. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé smá skellur að fá kosningar ofan í þann tíma sem skipti langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi. Það er hefð og árviss viðburður að landsmenn kynna sér á haustmánuðum nýútkomnar bækur sem gjarnan rata síðan í jólapakkann til vina og vandamanna. Það er ekki að ástæðulausu sem orðið jólabókaflóð er notað. Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins segir að mun minna hafi farið fyrir umfjöllun um bækur frá því kosningaumfjöllunin tók yfir. „Ég held það sé öllum ljóst sem hafa einhverja þekkingu á þessu og hafa fylgst með jólabókaflóðinu og stemningunni og stuðinu að það er svolítið verið að stela okkar tíma, finnst okkur, það er ekki það að við séum á móti lýðræðislegum kosningum. Það var smá skellur að fá niðurskurð í bókasafnssjóð í fjárlagafrumvarpinu og svo kosningar ofan í okkar besta tíma og þann tíma sem skiptir langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi.“ Margrét segir að fjárhagsáhyggjur og afkomuótti sé fyrir viðvarandi hjá rithöfundum og að nú sé helsti sölutíminn kominn í uppnám - umfjöllun fjölmiðla hafi líka þýðingu fyrir framgang rithöfundaferils fólks. „Við höfum sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli, við höfum náttúrulega prufað ýmislegt, jarðhræringar og eldgos, heimsfaraldur og allt mögulegt síðustu árin en þetta er alveg sérstakt og það sem er sérstaklega vont fyrir okkur núna er þessi rosalega athygli í fjölmiðlum sem fylgir.“ Hún skilji vel að það sé mikil umfjöllum um kosningar, enda mikið í húfi á þeim vettvangi líka en hún biðlar til fólks að gleyma ekki bókmenntunum. „Tungumálið okkar er í stórri hættu og við verðum að eiga sterka stétt höfunda og styðja hana með öllum ráðum þannig að ég bara biðla til fólks að vinda sér út í bókabúð og skoða úrvalið og jafnvel velja sér eitthvað gott og hvíla hugann frá pólitíkinni, í og með.“ Alþingiskosningar 2024 Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Innlent Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Innlent Fleiri fréttir Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Sjá meira
Það er hefð og árviss viðburður að landsmenn kynna sér á haustmánuðum nýútkomnar bækur sem gjarnan rata síðan í jólapakkann til vina og vandamanna. Það er ekki að ástæðulausu sem orðið jólabókaflóð er notað. Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins segir að mun minna hafi farið fyrir umfjöllun um bækur frá því kosningaumfjöllunin tók yfir. „Ég held það sé öllum ljóst sem hafa einhverja þekkingu á þessu og hafa fylgst með jólabókaflóðinu og stemningunni og stuðinu að það er svolítið verið að stela okkar tíma, finnst okkur, það er ekki það að við séum á móti lýðræðislegum kosningum. Það var smá skellur að fá niðurskurð í bókasafnssjóð í fjárlagafrumvarpinu og svo kosningar ofan í okkar besta tíma og þann tíma sem skiptir langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi.“ Margrét segir að fjárhagsáhyggjur og afkomuótti sé fyrir viðvarandi hjá rithöfundum og að nú sé helsti sölutíminn kominn í uppnám - umfjöllun fjölmiðla hafi líka þýðingu fyrir framgang rithöfundaferils fólks. „Við höfum sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli, við höfum náttúrulega prufað ýmislegt, jarðhræringar og eldgos, heimsfaraldur og allt mögulegt síðustu árin en þetta er alveg sérstakt og það sem er sérstaklega vont fyrir okkur núna er þessi rosalega athygli í fjölmiðlum sem fylgir.“ Hún skilji vel að það sé mikil umfjöllum um kosningar, enda mikið í húfi á þeim vettvangi líka en hún biðlar til fólks að gleyma ekki bókmenntunum. „Tungumálið okkar er í stórri hættu og við verðum að eiga sterka stétt höfunda og styðja hana með öllum ráðum þannig að ég bara biðla til fólks að vinda sér út í bókabúð og skoða úrvalið og jafnvel velja sér eitthvað gott og hvíla hugann frá pólitíkinni, í og með.“
Alþingiskosningar 2024 Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Innlent Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Innlent Fleiri fréttir Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Sjá meira