Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar 1. nóvember 2024 07:02 Hversu frábært og valdeflandi er það að við getum með aukinni nægjusemi, minnkað eigið vistspor, stuðlað að eigin hamingju og tekið þátt í að breyta menningu okkar til hins betra? Í nóvember eru Landvernd og Grænfánaverkefnið með hvatningarátak undir heitinu Nægjusamur nóvember. Þar er vakin athygli á kostum nægjuseminnar með viðburðum, greinum, viðtölum, erindum og fræðsluverkefnum. Nóvember er einn neyslumesti mánuður ársins. Áherslur á nægjusemi eru andsvar við neysluhyggju og tilfinningunni um að okkur vanti stöðugt eitthvað. Átakinu er ætlað að ná til þess stóra hluta samfélagsins sem mætir grunnþörfum sínum vel og á frekar á hættu á að falla í freistni ofneyslu og lenda í hamsturshjóli tímaskorts og streitu. Stjórnvöld þyrftu að stuðla að nægjusemi við framleiðslu og neyslu og þau hafa til þess ýmis tæki og tól. Ofneysla og tilfinningin um skort – nægjusemi og tilfinningin um nóg Við erum stöðugt mötuð á því að okkur vanti hitt og þetta og að lífið yrði betra ef við eignumst þetta allt saman. Krafan um endalausan hagvöxt og að framleiða alltaf meira og nýtt er innbyggt í kerfin okkar. Allt er gert til þess að fólk kaupi meira. Það er aldrei nóg, orðið er ekki til í núverandi hagkerfi. Í staðinn kallar kerfið fram í okkur tilfinninguna um að okkur skorti alltaf eitthvað. Við höfum sem betur fer mótefni við ofneyslu og skortstilfinningu og það er nægjusemi. Með henni hverfur þörfin á að eignast stöðugt meira og nýtt. Með nægjusemi finnum við gleði, þakklæti og ánægju yfir því sem við eigum og með stöðu okkar og aðstæðum. Við erum hamingjusöm án þess að þurfa að finna lífsfyllingu í því að eignast fleiri efnislega hluti. Það er vísindalega sannað að slíkur hugsunarháttur minnkar streitu, bætir líðan, slakar á líkamanum og hjálpar okkur að njóta lífsins. Gerfiþarfir – grunnþarfir Markmið með framleiðslu á mörgum vörum er ekki endilega að fullnægja þörfum fólks heldur að safna hagnaði og selja sem mest. Þar með er það beinlínis gott fyrir hagkerfið að framleiða vörur sem nægja ekki til að uppfylla þarfir okkar, þannig að tilfinningunni um skort sé viðhaldið. Tískan breytist stöðugt, símar verða tæknilegri, heimilistæki hafa viljandi styttri endingartíma (planned obsolescence) og auglýsingaáróður viðheldur gerviþörfum og löngun í stöðugt meira og nýtt. Það tekur sinn tíma að vinna fyrir hlutum sem við þurfum ekki eða eins og fræðimaðurinn Henry David Thoreau hefur bent á þá kaupum við ekki hluti fyrir peninga, heldur með klukkustundum úr lífi okkar. Klukkustundir sem við getum annars notað til að gera það sem skiptir okkur máli í lífinu, veitir ánægju og er gefandi. Markmið nægjuseminnar er ekki að fjarlægja löngun okkar í hluti heldur að beina henni í nauðsynlega hluti og finna hamingju þar, vera óháður þeirri pressu sem neyslusamfélagið setur. Að finna frelsi til að vera við sjálf, njóta og lifa lífinu eftir eigin hugmyndum, læra, þroskast, bæta okkur og uppgötva. Hegðun - Aðstæður Mikilvægt er að nægjusemi verði ekki bara leiðarljós einstaklinga til að endurstilla neyslumenningu okkar heldur þarf að breyta kerfinu. Það er verkefni stjórnmálafólks að hanna aðstæðurnar þannig að nægjusemi verði besti kosturinn. Það þýðir róttækar breytingar á hagkerfinu, en hægt væri að byrja á nokkrum einföldum. Aðgerðir stjórnvalda gætu til dæmis verið að koma í veg fyrir fyrirfram ákveðna fyrningu vara (planned obsolescence) með því að setja fyrirtækjum skilyrði um hámarksendingu og stórauka þar með líftíma þessara vara. Innleiða rétt til viðgerða, sem skuldbindur fyrirtæki til þess að framleiða vörur sem hægt er að gera við og hafa tiltæka nauðsynlega varahluti. Nægjusemi á að vera sjálfsögð krafa innan hringrásarhagkerfis og við alla orku- og auðlindanýtingu. Með reglugerðum ættu ríkisstjórnir að takmarka framleiðslu á óþarfa varningi. Með jákvæðri nálgun er hægt að stuðla að minni matarsóun hjá almenningi og með reglugerðum eins og í Frakklandi væri hægt að minnka matarsóun í verslunum, þar er t.d. skylda að gefa afgangs matvæli til bágstaddra. Hér eru örfá dæmi nefnd, fleiri má m.a. finna í evrópska gagnasafninu um pólitískar aðgerðir sem stuðla að meiri nægjusemi/sufficience (European Sufficiency Policy Database). Vandamál - lausnir Ljóst er að mannkynið er ekki eina fornalamb markaðsafla, því náttúran er það ekki síður. Við göngum árlega yfir þolmörk náttúrunnar, áhrif þess birtast okkur í loftslagshamförum, hnignun vistkerfa, minnkun líffræðilegrar fjölbreytni og mengun. Áður en hagkerfið verður búið að éta upp allar náttúruauðlindir verðum við að bregðast við og draga úr sókn á náttúruna með afgerandi hætti. Það liggur í augun uppi að með því að minnka sóun, auka nýtni og innleiða nægjusemi í framleiðslu og neyslu getum við minnkað vistsporið okkar töluvert. Það eykur lífsgæði og bætir samfélagið ef við tryggjum jafnframt meiri jöfnuð og réttlæti. Kjósum nægjusemi í eigin lífi og krefjumst þess að stjórnmálafólk stuðli að nægjusömu samfélagi. Endurstillum neyslumenninguna! Verið velkomin að fylgjast með hvatningarátakinu Nægjusamur nóvember hér og takið þátt. Höfundur er fræðslustjóri og sérfræðingur í menntateymi hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Hversu frábært og valdeflandi er það að við getum með aukinni nægjusemi, minnkað eigið vistspor, stuðlað að eigin hamingju og tekið þátt í að breyta menningu okkar til hins betra? Í nóvember eru Landvernd og Grænfánaverkefnið með hvatningarátak undir heitinu Nægjusamur nóvember. Þar er vakin athygli á kostum nægjuseminnar með viðburðum, greinum, viðtölum, erindum og fræðsluverkefnum. Nóvember er einn neyslumesti mánuður ársins. Áherslur á nægjusemi eru andsvar við neysluhyggju og tilfinningunni um að okkur vanti stöðugt eitthvað. Átakinu er ætlað að ná til þess stóra hluta samfélagsins sem mætir grunnþörfum sínum vel og á frekar á hættu á að falla í freistni ofneyslu og lenda í hamsturshjóli tímaskorts og streitu. Stjórnvöld þyrftu að stuðla að nægjusemi við framleiðslu og neyslu og þau hafa til þess ýmis tæki og tól. Ofneysla og tilfinningin um skort – nægjusemi og tilfinningin um nóg Við erum stöðugt mötuð á því að okkur vanti hitt og þetta og að lífið yrði betra ef við eignumst þetta allt saman. Krafan um endalausan hagvöxt og að framleiða alltaf meira og nýtt er innbyggt í kerfin okkar. Allt er gert til þess að fólk kaupi meira. Það er aldrei nóg, orðið er ekki til í núverandi hagkerfi. Í staðinn kallar kerfið fram í okkur tilfinninguna um að okkur skorti alltaf eitthvað. Við höfum sem betur fer mótefni við ofneyslu og skortstilfinningu og það er nægjusemi. Með henni hverfur þörfin á að eignast stöðugt meira og nýtt. Með nægjusemi finnum við gleði, þakklæti og ánægju yfir því sem við eigum og með stöðu okkar og aðstæðum. Við erum hamingjusöm án þess að þurfa að finna lífsfyllingu í því að eignast fleiri efnislega hluti. Það er vísindalega sannað að slíkur hugsunarháttur minnkar streitu, bætir líðan, slakar á líkamanum og hjálpar okkur að njóta lífsins. Gerfiþarfir – grunnþarfir Markmið með framleiðslu á mörgum vörum er ekki endilega að fullnægja þörfum fólks heldur að safna hagnaði og selja sem mest. Þar með er það beinlínis gott fyrir hagkerfið að framleiða vörur sem nægja ekki til að uppfylla þarfir okkar, þannig að tilfinningunni um skort sé viðhaldið. Tískan breytist stöðugt, símar verða tæknilegri, heimilistæki hafa viljandi styttri endingartíma (planned obsolescence) og auglýsingaáróður viðheldur gerviþörfum og löngun í stöðugt meira og nýtt. Það tekur sinn tíma að vinna fyrir hlutum sem við þurfum ekki eða eins og fræðimaðurinn Henry David Thoreau hefur bent á þá kaupum við ekki hluti fyrir peninga, heldur með klukkustundum úr lífi okkar. Klukkustundir sem við getum annars notað til að gera það sem skiptir okkur máli í lífinu, veitir ánægju og er gefandi. Markmið nægjuseminnar er ekki að fjarlægja löngun okkar í hluti heldur að beina henni í nauðsynlega hluti og finna hamingju þar, vera óháður þeirri pressu sem neyslusamfélagið setur. Að finna frelsi til að vera við sjálf, njóta og lifa lífinu eftir eigin hugmyndum, læra, þroskast, bæta okkur og uppgötva. Hegðun - Aðstæður Mikilvægt er að nægjusemi verði ekki bara leiðarljós einstaklinga til að endurstilla neyslumenningu okkar heldur þarf að breyta kerfinu. Það er verkefni stjórnmálafólks að hanna aðstæðurnar þannig að nægjusemi verði besti kosturinn. Það þýðir róttækar breytingar á hagkerfinu, en hægt væri að byrja á nokkrum einföldum. Aðgerðir stjórnvalda gætu til dæmis verið að koma í veg fyrir fyrirfram ákveðna fyrningu vara (planned obsolescence) með því að setja fyrirtækjum skilyrði um hámarksendingu og stórauka þar með líftíma þessara vara. Innleiða rétt til viðgerða, sem skuldbindur fyrirtæki til þess að framleiða vörur sem hægt er að gera við og hafa tiltæka nauðsynlega varahluti. Nægjusemi á að vera sjálfsögð krafa innan hringrásarhagkerfis og við alla orku- og auðlindanýtingu. Með reglugerðum ættu ríkisstjórnir að takmarka framleiðslu á óþarfa varningi. Með jákvæðri nálgun er hægt að stuðla að minni matarsóun hjá almenningi og með reglugerðum eins og í Frakklandi væri hægt að minnka matarsóun í verslunum, þar er t.d. skylda að gefa afgangs matvæli til bágstaddra. Hér eru örfá dæmi nefnd, fleiri má m.a. finna í evrópska gagnasafninu um pólitískar aðgerðir sem stuðla að meiri nægjusemi/sufficience (European Sufficiency Policy Database). Vandamál - lausnir Ljóst er að mannkynið er ekki eina fornalamb markaðsafla, því náttúran er það ekki síður. Við göngum árlega yfir þolmörk náttúrunnar, áhrif þess birtast okkur í loftslagshamförum, hnignun vistkerfa, minnkun líffræðilegrar fjölbreytni og mengun. Áður en hagkerfið verður búið að éta upp allar náttúruauðlindir verðum við að bregðast við og draga úr sókn á náttúruna með afgerandi hætti. Það liggur í augun uppi að með því að minnka sóun, auka nýtni og innleiða nægjusemi í framleiðslu og neyslu getum við minnkað vistsporið okkar töluvert. Það eykur lífsgæði og bætir samfélagið ef við tryggjum jafnframt meiri jöfnuð og réttlæti. Kjósum nægjusemi í eigin lífi og krefjumst þess að stjórnmálafólk stuðli að nægjusömu samfélagi. Endurstillum neyslumenninguna! Verið velkomin að fylgjast með hvatningarátakinu Nægjusamur nóvember hér og takið þátt. Höfundur er fræðslustjóri og sérfræðingur í menntateymi hjá Landvernd.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun