Þetta staðfestir Jóhannes Loftsson, stofnandi flokksins í samtali við fréttastofu. Jóhannes var á leið á fund landskjörstjórnar í Hörpu þegar fréttastofa náði tali af honum.
Hann segir flokkinn hafa einbeitt sér að því kjördæmi, en í samtali við RÚV um miðjan mánuðinn sagði Jóhannes að flokkurinn hygðist bjóða fram í öllum kjördæmi. Flokkurinn leggur áherslu á að uppgjör fari fram á heimsfaraldri kórónuveirunnar og viðbrögðum stjórnvalda.
Jóhannes segir að tekist hafi að safna nægum meðmælum í Reykjavíkurkjördæmi norður en að listinn sjálfur verði ekki fullskipaður. „Þetta er ekki alveg fullur listur, en hann er fullnægjandi.“
Jóhannes segir að hann muni sjálfur skipa efsta sæti listans.