Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 12:58 Við undirbúning brennu á Geirsnefi. Vísir/Vilhelm Fækka á áramótabrennum í Reykjavík úr tíu í sex. Erindi þess efnis var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær. Þær brennur sem lagt er til að verði lagðar af eru þær sem haldnar hafa verið við Rauðavatn, í Suðurfelli , Laugardal og Skerjafirði. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokks. Í fundargerð leggur meirihlutinn áherslu á að ekki sé verið að leggja brennurnar af, heldur fækka þeim. „Ástæður fyrir þeirri tillögu að fækka brennum úr 10 í 6 grundvallast fyrst og fremst í beiðnum frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti þar sem talin er standa ógn af þeim brennum sem hafa verið við lýði vegna mismunandi ástæðna eins og nálægðar við byggð, umferðaröryggis og neikvæðra staðbundinna umhverfisáhrifa,“ segir í fundargerð. Staðsetning fyrirhugaðra brenna um næstu áramót. Á myndina vantar staðsetningu brennunnar sem verður á Kjalarnesi.Reykjavíkurborg Þá segir að kostnaðurinn sé auk þess töluverður vegna þess að nú þarf að kaupa í brennuna en ekki nýta það sem fellur til. Þá hafi verið erfitt að manna brennurnar. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, fagnaði ákvörðuninni. Sjálfstæðismenn mótmæla Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram bókun þar sem þau sögðu áramótabrennur órjúfanlegan þátt hátíðarhalda á þessum árstíma. Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon, Friðjón R Friðjónsson sátu fundinn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Í fjölda hverfa Reykjavíkur á slíkt samkomuhald sér meira en aldar gamla hefð. Það hefur verið kærkomið tilefni til að hitta nágranna og ættingja á þessum tímamótum, ungum sem öldnum mikill gleðigjafi, kynslóð fram af kynslóð, og merkur þáttur í menningarsögu samfélagsins. Þær áramótabrennur sem hér er lagt til að verði aflagðar eiga sér áratuga hefð,“ segir í bókun þeirra og að ekki sé hægt að réttlæta þetta með tilvísun í manneklu eða kostnað við kaup. Brennur verða á sex stöðum um næstu áramót í Reykjavík.Reykjavíkurborg „Sú fráleita ákvörðun borgaryfirvalda að afleggja umræddar brennur án nokkurs samráðs við íbúa eða íbúasamtök, er aðför að grónum hefðum í skemmtanahaldi borgarinnar um jól og áramót. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjumst alfarið gegn slíkum áformum,“ segir að lokum. Of nálægt byggð Í tillögu umhverfis- og skipulagssviðs er nánar farið út í breytinguna. Þar segir að þó svo að sterk hefð sé fyrir brennunum verði að taka tillit til athugasemda frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um nálægð brennanna við byggð. Þær brennur sem verða haldnar verða þá í Vesturbæ, Gufunesi, Geirsnesi, Jafnaseli, Úlfarsárdal og Kjalarnesi. Tekið er þó fram að aðeins verði haldin brenna í Vesturbæ finnist staðsetning. „Allar brennur verða minni en 250 m3 og því skilgreindar sem litlar brennur. Með þessu móti verður komið til móts við bæði sjónarmið þeirra sem vilja hafa brennur með því að tryggja að hver borgarhluti hafi brennu og svo hinna sem vilja fækka þeim verulega og með því draga úr umhverfisáhrifum og kostnaði,“ segir að lokum. Áramót Umhverfismál Slökkvilið Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. 28. desember 2023 15:46 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokks. Í fundargerð leggur meirihlutinn áherslu á að ekki sé verið að leggja brennurnar af, heldur fækka þeim. „Ástæður fyrir þeirri tillögu að fækka brennum úr 10 í 6 grundvallast fyrst og fremst í beiðnum frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti þar sem talin er standa ógn af þeim brennum sem hafa verið við lýði vegna mismunandi ástæðna eins og nálægðar við byggð, umferðaröryggis og neikvæðra staðbundinna umhverfisáhrifa,“ segir í fundargerð. Staðsetning fyrirhugaðra brenna um næstu áramót. Á myndina vantar staðsetningu brennunnar sem verður á Kjalarnesi.Reykjavíkurborg Þá segir að kostnaðurinn sé auk þess töluverður vegna þess að nú þarf að kaupa í brennuna en ekki nýta það sem fellur til. Þá hafi verið erfitt að manna brennurnar. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, fagnaði ákvörðuninni. Sjálfstæðismenn mótmæla Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram bókun þar sem þau sögðu áramótabrennur órjúfanlegan þátt hátíðarhalda á þessum árstíma. Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon, Friðjón R Friðjónsson sátu fundinn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Í fjölda hverfa Reykjavíkur á slíkt samkomuhald sér meira en aldar gamla hefð. Það hefur verið kærkomið tilefni til að hitta nágranna og ættingja á þessum tímamótum, ungum sem öldnum mikill gleðigjafi, kynslóð fram af kynslóð, og merkur þáttur í menningarsögu samfélagsins. Þær áramótabrennur sem hér er lagt til að verði aflagðar eiga sér áratuga hefð,“ segir í bókun þeirra og að ekki sé hægt að réttlæta þetta með tilvísun í manneklu eða kostnað við kaup. Brennur verða á sex stöðum um næstu áramót í Reykjavík.Reykjavíkurborg „Sú fráleita ákvörðun borgaryfirvalda að afleggja umræddar brennur án nokkurs samráðs við íbúa eða íbúasamtök, er aðför að grónum hefðum í skemmtanahaldi borgarinnar um jól og áramót. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjumst alfarið gegn slíkum áformum,“ segir að lokum. Of nálægt byggð Í tillögu umhverfis- og skipulagssviðs er nánar farið út í breytinguna. Þar segir að þó svo að sterk hefð sé fyrir brennunum verði að taka tillit til athugasemda frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um nálægð brennanna við byggð. Þær brennur sem verða haldnar verða þá í Vesturbæ, Gufunesi, Geirsnesi, Jafnaseli, Úlfarsárdal og Kjalarnesi. Tekið er þó fram að aðeins verði haldin brenna í Vesturbæ finnist staðsetning. „Allar brennur verða minni en 250 m3 og því skilgreindar sem litlar brennur. Með þessu móti verður komið til móts við bæði sjónarmið þeirra sem vilja hafa brennur með því að tryggja að hver borgarhluti hafi brennu og svo hinna sem vilja fækka þeim verulega og með því draga úr umhverfisáhrifum og kostnaði,“ segir að lokum.
Áramót Umhverfismál Slökkvilið Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. 28. desember 2023 15:46 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. 28. desember 2023 15:46