Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. október 2024 18:01 Sigurður Ragnar í Héraðsdómi Reykjaness, þegar Skáksambandsmálið svokallaða var þingfest. Í því var hann sakfelldur fyrir hafa staðið að stórfelldum fíkniefnainnflutningi til landsins. vísir/vilhelm Sigurður Ragnar Kristinsson, sem hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld fíkniefna- og skattalagabrot, er á meðal handtekinna í umfangsmesta kristal-amfetamínmáli sem lögregla hefur haft afskipti af. Þetta herma heimildir fréttastofu. Samkvæmt tilkynningu lögreglu sem voru sex handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í síðustu viku, þar sem lögregla hafi lagt hald á tæplega sex kíló af kristal-metamfetamíni. Um sé að ræða stærstu haldlagningu þess konar fíkniefna í einu máli hérlendis. Einum hafi verið sleppt úr haldi en fimm verði í haldi til 6. nóvember. „Framkvæmdar hafa verið nokkrar húsleitir á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins. Um er að ræða stærstu haldlagningu á kristal metamfetamíni í einu máli hérlendis, en það fannst í bifreið sem var flutt sjóleiðis til landsins.“ Rannsókn málsins, sem snúi að stórfelldu fíkniefnabroti og skipulagðri brotastarfsemi, miði vel. „Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar Tollsins, embættis héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra,“ segir enn fremur í tilkynningu. Sigurður Kristinn var árið 2019 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands sem varð til þess að málið var tengt sambandinu. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku án þess að vita hvað væri að finna í pakkanum. Ári áður hlaut hann 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri verkatakafyrirtækisins SS verks ehf. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs sem skal greiðast innan fjögurra vikna. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu. Samkvæmt tilkynningu lögreglu sem voru sex handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í síðustu viku, þar sem lögregla hafi lagt hald á tæplega sex kíló af kristal-metamfetamíni. Um sé að ræða stærstu haldlagningu þess konar fíkniefna í einu máli hérlendis. Einum hafi verið sleppt úr haldi en fimm verði í haldi til 6. nóvember. „Framkvæmdar hafa verið nokkrar húsleitir á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins. Um er að ræða stærstu haldlagningu á kristal metamfetamíni í einu máli hérlendis, en það fannst í bifreið sem var flutt sjóleiðis til landsins.“ Rannsókn málsins, sem snúi að stórfelldu fíkniefnabroti og skipulagðri brotastarfsemi, miði vel. „Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar Tollsins, embættis héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra,“ segir enn fremur í tilkynningu. Sigurður Kristinn var árið 2019 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands sem varð til þess að málið var tengt sambandinu. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku án þess að vita hvað væri að finna í pakkanum. Ári áður hlaut hann 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri verkatakafyrirtækisins SS verks ehf. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs sem skal greiðast innan fjögurra vikna.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira