Innlent

Á­fram í gæslu­varð­haldi vegna rann­sóknar á and­láti móður hans

Jón Þór Stefánsson skrifar
3876E0EAD12802BF83ABC7F487422AA31E86B1B7589006423A73392F8503EBED_713x0
Vísir/Vilhelm

Gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri sem var handtekinn á vettvangi þar sem móðir hans fannst látin hefur verið framlengt til 28. nóvember næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti þann 13. október vegna málsins og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur.

Konan, sem var tæplega sjötug samkvæmt heimildum fréttastofu, var úrskurðuð látin á vettvangi, í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti.

Lögreglan hefur greint frá því að maðurinn væri sonur konunnar. Fréttastofa hefur fjallað um ofbeldi hans í garð foreldra sinna.


Tengdar fréttir

Fleiri dæmi um alvarlega árás á móður sína

Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hann úr fangelsi í haust, en þá hafði hann lokið afplánun. Hann hafði setið inni í fangelsi allan afplánunartímann.

Sonurinn áður stungið föður sinn í bakið

Karlmaður á fertugsaldri sem var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti móður á sögu um ofbeldi í garð foreldra sinna. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að stinga föður sinn í bakið árið 2006 en var sýknaður vegna ósakhæfis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×