Skoðun

Veljum stöðug­leika og fyrirsjáanleika

Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar

Flestir íbúar landsins hafa komið illa út úr verðbólgu og hávaxtatímabili síðustu ára, þar sem efnahagslegur stöðugleiki og fyrirsjáanleiki í fjármálum er nánast enginn. Þessi óstöðugleiki kemur að sjálfsögðu verst niður á fjölskyldufólki og tekjulágum.

Fasteignakaup er stærsta fjárfesting sem flestir ráðast í á ævinni, þar sem margir leggja allt í sölurnar til að tryggja húsnæði fyrir fjölskylduna. Það er því mikið áfall fyrir flesta þegar forsendur fyrir fasteignakaupum gjörbreytast á stuttum tíma, vextir rjúka upp og afborganir allt að tvöfaldast. Ekki bætir það ástandið að verðbólga er mikil en laun hækka í engu samræmi við sívaxandi útgjöld barnafjölskyldna.

Á evrusvæðinu eru stýrivextir 3.4%, meðan Seðlabanki Íslands heldur þeim í 9%. Verðtryggð lán eru fyrirbæri sem eingöngu þekkist hér á landi, en þau eru, eins og flestir vita varasöm vegna lítillar eignamyndunar. Óverðtryggð húsnæðislán eru nú með yfir 10% vexti á Ísland, meðan húsnæðislán á evrusvæðinu eru undir 4%, sum staðar vel undir það. Þar hefur fólk fyrirsjáanleika, þar sem það veit að afborganir munu aldrei tvöfaldast á nokkrum mánuðum. Þessar kosningar snúast um að setja hagsmuni almennings í forgang með því að setja stöðugleika í forgang.

Ég kýs efnahagslegan stöðugleika- hvað kýst þú?

Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×