Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2024 15:45 SAS-flugvél af gerðinni Airbus A320. SAS Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi. SAS er annað flugfélagið á skömmum tíma sem bætir höfuðstað Grænlands við sem áfangastað. Bandaríska flugfélagið United Airlines boðaði nýlega að það hæfi áætlunarflug milli New York og Nuuk næsta sumar. United hyggst fljúga tvisvar í viku frá Newark-flugvelli en aðeins yfir sumartímann, frá 14. júní til 24. september 2025. Þá hefur danska ferðaskrifstofan Ruby Rejser auglýst 23 ferðir í leiguflugi milli Álaborgar og Nuuk næsta sumar, á tímabilinu frá 12. júní til 28. ágúst. Flogið verður með danska leiguflugfélaginu Airseven en það rekur þrjár þotur af gerðinni Boeing 737-800. Þessi aukni áhugi erlendra flugfélaga á Grænlandi tengist nýjum alþjóðaflugvelli í Nuuk en hann verður formlega opnaður umferð eftir tæpar fjórar vikur, þann 28. nóvember næstkomandi. Þá verður 2.200 metra löng flugbraut tekin í notkun, nægilega löng fyrir algengustu farþegaþotur. Til þessa hafa aðeins sérhannaðar minni flugvélar fyrir stuttar brautir, eins og Dash 8 Q200, getað lent í Nuuk en gamla flugbrautin þar var aðeins um 900 metra löng. Nýja flugbrautin í Nuuk verður opnuð í fullri 2.200 metra lengd fyrir lok þessa mánaðar. Til vinstri sést nýja flugstöðin.Greenland Airports Undanfarna tvo áratugi hafa tvö flugfélög sinnt áætlunarflugi til Grænlands að einhverju marki; Air Greenland, flugfélag landsstjórnarinnar, og Icelandair, áður Flugfélag Íslands. Auk þeirra hefur Norlandair boðið upp á flug milli Akureyrar og Scoresby-sunds á austurströnd Grænlands. Besta leiðin til að ferðast milli Bandaríkjanna og Grænlands hefur til þessa legið um Ísland en Icelandair hefur boðið upp á flug til fjögurra til sex áfangastaða á Grænlandi. Með beinu flugi United Airlines milli New York og Nuuk býðst mun fljótlegri leið til að komast á milli landanna en flugtíminn þar á milli er um fjórar klukkustundir. Á þessu tölvugerða myndbandi flugvallafélags Grænlands geta menn séð fyrir sér hvernig verður að lenda á nýju flugbrautinni og fara um nýju flugstöðina. Athyglisvert er að þar gera Grænlendingar ráð fyrir stórri þotu frá Icelandair en félagið hefur undanfarin ár einkum nýtt 37 sæta Dash 8 Q200-vélar til Grænlandsflugsins. Grænland Fréttir af flugi Danmörk Samgöngur Norðurslóðir Icelandair Tengdar fréttir Semja við flugfélög í Færeyjum og á Grænlandi Icelandair skrifaði undir tvo samstarfssamninga um sammerkt flug á Hringborði Norðurslóða í dag, við Air Greenland og færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Með þessum samningum geta félögin boðið öflugar tengingar milli Grænlands og Færeyja annars vegar og Norður-Ameríku og Evrópu hins vegar, í einum flugmiða í gegnum Ísland. 17. október 2024 16:51 United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025. 12. október 2024 09:17 Grænlendingar hefja beint flug til Kanada Air Greenland, þjóðarflugfélag Grænlendinga, hyggst hefja áætlunarflug milli Grænlands og Norður-Kanada í sumar. Flogið verður milli höfuðstaðarins Nuuk og bæjarins Iqaluit, höfuðstaðar Nunavut, sjálfsstjórnarsvæðis Inúíta í Kanada. 11. febrúar 2024 12:12 Grænlendingar opna nýja alþjóðaflugstöð Stór áfangi næst í flugvallauppbyggingu Grænlands á mánudag þegar ný alþjóðaflugstöð verður opnuð í höfuðstaðnum Nuuk. Byggingin er um áttaþúsund fermetrar að stærð og er henni ætlað að rúma áttahundruð farþega samtímis, fjögurhundruð brottfararfarþega og fjögurhundruð komufarþega. 22. júní 2024 12:48 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
SAS er annað flugfélagið á skömmum tíma sem bætir höfuðstað Grænlands við sem áfangastað. Bandaríska flugfélagið United Airlines boðaði nýlega að það hæfi áætlunarflug milli New York og Nuuk næsta sumar. United hyggst fljúga tvisvar í viku frá Newark-flugvelli en aðeins yfir sumartímann, frá 14. júní til 24. september 2025. Þá hefur danska ferðaskrifstofan Ruby Rejser auglýst 23 ferðir í leiguflugi milli Álaborgar og Nuuk næsta sumar, á tímabilinu frá 12. júní til 28. ágúst. Flogið verður með danska leiguflugfélaginu Airseven en það rekur þrjár þotur af gerðinni Boeing 737-800. Þessi aukni áhugi erlendra flugfélaga á Grænlandi tengist nýjum alþjóðaflugvelli í Nuuk en hann verður formlega opnaður umferð eftir tæpar fjórar vikur, þann 28. nóvember næstkomandi. Þá verður 2.200 metra löng flugbraut tekin í notkun, nægilega löng fyrir algengustu farþegaþotur. Til þessa hafa aðeins sérhannaðar minni flugvélar fyrir stuttar brautir, eins og Dash 8 Q200, getað lent í Nuuk en gamla flugbrautin þar var aðeins um 900 metra löng. Nýja flugbrautin í Nuuk verður opnuð í fullri 2.200 metra lengd fyrir lok þessa mánaðar. Til vinstri sést nýja flugstöðin.Greenland Airports Undanfarna tvo áratugi hafa tvö flugfélög sinnt áætlunarflugi til Grænlands að einhverju marki; Air Greenland, flugfélag landsstjórnarinnar, og Icelandair, áður Flugfélag Íslands. Auk þeirra hefur Norlandair boðið upp á flug milli Akureyrar og Scoresby-sunds á austurströnd Grænlands. Besta leiðin til að ferðast milli Bandaríkjanna og Grænlands hefur til þessa legið um Ísland en Icelandair hefur boðið upp á flug til fjögurra til sex áfangastaða á Grænlandi. Með beinu flugi United Airlines milli New York og Nuuk býðst mun fljótlegri leið til að komast á milli landanna en flugtíminn þar á milli er um fjórar klukkustundir. Á þessu tölvugerða myndbandi flugvallafélags Grænlands geta menn séð fyrir sér hvernig verður að lenda á nýju flugbrautinni og fara um nýju flugstöðina. Athyglisvert er að þar gera Grænlendingar ráð fyrir stórri þotu frá Icelandair en félagið hefur undanfarin ár einkum nýtt 37 sæta Dash 8 Q200-vélar til Grænlandsflugsins.
Grænland Fréttir af flugi Danmörk Samgöngur Norðurslóðir Icelandair Tengdar fréttir Semja við flugfélög í Færeyjum og á Grænlandi Icelandair skrifaði undir tvo samstarfssamninga um sammerkt flug á Hringborði Norðurslóða í dag, við Air Greenland og færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Með þessum samningum geta félögin boðið öflugar tengingar milli Grænlands og Færeyja annars vegar og Norður-Ameríku og Evrópu hins vegar, í einum flugmiða í gegnum Ísland. 17. október 2024 16:51 United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025. 12. október 2024 09:17 Grænlendingar hefja beint flug til Kanada Air Greenland, þjóðarflugfélag Grænlendinga, hyggst hefja áætlunarflug milli Grænlands og Norður-Kanada í sumar. Flogið verður milli höfuðstaðarins Nuuk og bæjarins Iqaluit, höfuðstaðar Nunavut, sjálfsstjórnarsvæðis Inúíta í Kanada. 11. febrúar 2024 12:12 Grænlendingar opna nýja alþjóðaflugstöð Stór áfangi næst í flugvallauppbyggingu Grænlands á mánudag þegar ný alþjóðaflugstöð verður opnuð í höfuðstaðnum Nuuk. Byggingin er um áttaþúsund fermetrar að stærð og er henni ætlað að rúma áttahundruð farþega samtímis, fjögurhundruð brottfararfarþega og fjögurhundruð komufarþega. 22. júní 2024 12:48 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Semja við flugfélög í Færeyjum og á Grænlandi Icelandair skrifaði undir tvo samstarfssamninga um sammerkt flug á Hringborði Norðurslóða í dag, við Air Greenland og færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Með þessum samningum geta félögin boðið öflugar tengingar milli Grænlands og Færeyja annars vegar og Norður-Ameríku og Evrópu hins vegar, í einum flugmiða í gegnum Ísland. 17. október 2024 16:51
United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025. 12. október 2024 09:17
Grænlendingar hefja beint flug til Kanada Air Greenland, þjóðarflugfélag Grænlendinga, hyggst hefja áætlunarflug milli Grænlands og Norður-Kanada í sumar. Flogið verður milli höfuðstaðarins Nuuk og bæjarins Iqaluit, höfuðstaðar Nunavut, sjálfsstjórnarsvæðis Inúíta í Kanada. 11. febrúar 2024 12:12
Grænlendingar opna nýja alþjóðaflugstöð Stór áfangi næst í flugvallauppbyggingu Grænlands á mánudag þegar ný alþjóðaflugstöð verður opnuð í höfuðstaðnum Nuuk. Byggingin er um áttaþúsund fermetrar að stærð og er henni ætlað að rúma áttahundruð farþega samtímis, fjögurhundruð brottfararfarþega og fjögurhundruð komufarþega. 22. júní 2024 12:48
Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50