Innlent

Maðurinn kominn upp úr fljótinu

Magnús Jochum Pálsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang auk straumvatnsbjörgunarmanna. 
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang auk straumvatnsbjörgunarmanna.  Vísir/Vilhelm

Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að búið sé að ná manninum upp úr fljótinu og hann hafi verið fluttur með sjúkrabíl af vettvangi. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. Rannsóknardeild lögreglustjórans á suðurlandi fer með rannsókn málsins.

Mikill viðbúnaður

Garðar Már Garðarsson vakthafandi varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi sagði í samtali við fréttastofu á fimmta tímanum að straumvatnshópar frá bæði höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi hafi verið sendir á vettvang. Lögreglan hafi verið með talsverðan viðbúnað á staðnum og fjöldi björgunarsveitarmanna tekið þátt í aðgerðum.

Einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar ræst út og segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að auk hefðbundinnar þyrluáhafnar hafi þrír björgunarsveitarmenn farið með henni.

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×