„Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 19:23 Allir framboðslistar Sósíalistaflokksins voru samþykktir í öllum kjördæmum. Vilhelm/Golli Skrifstofustjóri Sósíalistaflokksins segir að frambjóðendurnir þrír sem fengu framboð sín á lista flokksins ógild hafi lagt sig alla fram við að skila inn staðfestingu á samþykki með lögmætum hætti. Knappur tími og tæknileg vandræði hafi valdið því að samþykki þeirra fékkst ekki staðfest. Framboð þriggja á listum Sósíalistaflokksins voru gerð ógild af Landskjörstjórn vegna þess að samþykki þeirra uppfyllti ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Þetta kom fram í úrskurði Landskjörstjórnar sem var kynntur í dag. Sara Stef. Hildardóttir er skrifstofustjóri Sósíalistaflokksins og situr í kosningastjórn flokksins. Hún segir í samtali við fréttastofu að frambjóðendurnir þrír hafi samþykkt að vera á listum flokksins en vegna knapps tímaramma hafi ekki verið hægt að skila inn handskrifuðum undirskriftum. Þá hafi tæknileg vandræði valdið því að ekki gekk upp að skila inn samþykki með rafrænum skilríkjum. Frambjóðendurnir hafi lagt sig alla fram við að staðfesta samþykki sitt en þær aðferðir hafi ekki verið teknar gildar. „Það sem gerðist er dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi, þrátt fyrir að þau geta verið mjög hagræðandi og hentug,“ segir Sara í samtali við fréttastofu. Tímaramminn hafi verið þannig að rafræn skilríki reyndust útilokandi. „Það var það sem vann gegn þeim,“ segir Sara. Frambjóðendurnir þrír sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og sat í 15. sæti í Suðurkjördæmi, hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki og sat í 17. sæti í sama kjördæmi og loks Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen, læknir og ellilífeyrisþegi, sem sat í 27. sæti í Suðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Framboð þriggja á listum Sósíalistaflokksins voru gerð ógild af Landskjörstjórn vegna þess að samþykki þeirra uppfyllti ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Þetta kom fram í úrskurði Landskjörstjórnar sem var kynntur í dag. Sara Stef. Hildardóttir er skrifstofustjóri Sósíalistaflokksins og situr í kosningastjórn flokksins. Hún segir í samtali við fréttastofu að frambjóðendurnir þrír hafi samþykkt að vera á listum flokksins en vegna knapps tímaramma hafi ekki verið hægt að skila inn handskrifuðum undirskriftum. Þá hafi tæknileg vandræði valdið því að ekki gekk upp að skila inn samþykki með rafrænum skilríkjum. Frambjóðendurnir hafi lagt sig alla fram við að staðfesta samþykki sitt en þær aðferðir hafi ekki verið teknar gildar. „Það sem gerðist er dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi, þrátt fyrir að þau geta verið mjög hagræðandi og hentug,“ segir Sara í samtali við fréttastofu. Tímaramminn hafi verið þannig að rafræn skilríki reyndust útilokandi. „Það var það sem vann gegn þeim,“ segir Sara. Frambjóðendurnir þrír sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og sat í 15. sæti í Suðurkjördæmi, hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki og sat í 17. sæti í sama kjördæmi og loks Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen, læknir og ellilífeyrisþegi, sem sat í 27. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira