Verkin og vinnusemin tala sínu máli Einar Bárðarson skrifar 3. nóvember 2024 21:31 Ég hef hrifist af þeim fjölmörgu verkum sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur komið til leiða á undanförnum árum til að efla menningu og skapandi greinar á Íslandi, ásamt viðurkenningunni á að um sé að ræða alvöru atvinnugreinar sem skila verulegum efnahagslegum áhrifum til samfélagsins líkt og nýlegar úttektir á hafa staðfest. Það er frábært að eiga menningarmálaráðherra sem tilbúin að taka slaginn í þágu menningarmála, standa með menningunni í blíðu jafnt sem stríðu eins og í heimsfaraldrinum, og er tilbúin að bretta upp ermar og koma hlutum í verk líkt og listinn hér að neðan er til vitnis um, en hann er langt í frá tæmandi. Taktfastari tónlistarumhverfi Ný tónlistarstefna til ársins 2030 markaði vatnaskil fyrir umhverfi tónlistar á Íslandi, þar sem hlúð er meðal annars að tónlistarmenntun og markvissum útflutningi á íslenskri tónlist. Ný heildarlög um tónlist urðu að veruleika og langþráð Tónlistarmiðstöð sömuleiðis. En hlutverk hennar er að stuðla að og styðja við samstarf milli tónlistarfólks, menntastofnana og atvinnulífsins, með það að markmiði að auka samkeppnishæfni og sýnileika íslenskrar tónlistar bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Nýr og öflugri Tónlistarsjóður leikur þar lykilhlutverk sem er hluti af þessum breytingum. Kvikmyndagerð á Íslandi orðin heilsársatvinnugrein Það hefur nánast verið lygilegt að fylgjast með þeim mikla krafti sem hefur ruðst fram umliðnum árum í kvikmyndagerð á Íslandi víða um land. Ný kvikmyndastefna til ársins 2030 hefur eflt umhverfi kvikmyndagerðar hér á landi til muna og velta stóraukist. Endurgreiðsluhlutfall í kvikmyndagerð var hækkað úr 25% í 35%. Fyrstu kvikmyndadeild landsins á háskólastigi við Listaháskóla Íslands var komið á laggirnar og framlög til náms í kvikmyndagerð á framhaldsskólastigi voru hækkuð. Starfslaunasjóður kvikmyndahöfunda verður að veruleika á næsta ári eftir breytingar á lögum um starfslaun listamanna og unnið er að menningarframlagi streymisveitna sem er ætlað að efla innlenda kvikmyndagerð svo dæmi séu tekin. Það hefur síðan líka bara verið gaman að sjá svo mikið af hæfileikaríku fólki hérlendis getað unnið allt árið um kring í kvikmyndagerð og tengdum greinum. Bókaþjóðin Að sama skapi hefur verið hrint til framkvæmdar aðgerðum til þess að efla bókmenntaumhverfið hér á landi. 25% endurgreiðslur vegna bókaútgáfu á íslensku hafa skipt þar sköpum, styrking listamannalauna, efling bókasafna og stofnun barna- og ungmennabókasjóðs eru dæmi um aðgerðir sem ráðist hefur verið í. Þá mun ný bókmenntastefna til ársins 2030 varða leiðina lengra fram á við en meginmarkmið hennar er að stuðla að sköpun á íslensku, aðgengi að fjölbreyttu efni á og treysta með því stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu ásamt því að auknum lestur sem víðast í samfélaginu, með sérstakri áherslu á unga lesendur. Ofangreind atriði eru dæmi um verulegar breytingar á umgjörð menningarmála sem ráðist hefur verið í. Sem reyndur umboðsmaður sem hefur séð tímanna tvenna í þessum bransa get ég ekki annað en glaðst, enda grundvallast sjálfsmynd okkar að stórum hluta á menningu okkar og tungu og það skiptir því máli að hlúa að þeim af einhverri alvöru, en ekki mæta bara í partýin þegar vel gengur. Til gamans má beitti Lilja sér líka af fullum þunga fyrir því að ChatGPT tali íslensku með snilldarbrag. 12 stig á það. Hún kynnti myndlistarstefnu til 2030 og stofnaði nýja myndlistarmiðstöð sem hefur stærra hlutverk innanlands. Einnig var sviðslistamiðstöð stofnuð og unnið að sviðslistastefnu til 2030. Lilja lagði einnig fram frumvarp um Þjóðaróperu fyrir Alþingi og tryggði fyrsta kjarasamninginn fyrir danshöfunda í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur stutt við starfsemi Íslenska dansflokksins og aðstöðu sjálfstæðra sviðslistahópa í Reykjavík. Á sviði kvikmynda kynnti hún kvikmyndastefnu til 2030 og lagði frumvarp um menningarframlag streymisveitna til að styrkja kvikmyndasjóð. Endurgreiðsla til stærri kvikmyndaverkefna hækkaði í 35%, og nýr styrkjaflokkur fyrir sjónvarpsefni var stofnaður innan kvikmyndasjóðs. Lilja hefur einnig unnið að því að efla menningu og skapandi greinar um allt land, með áherslu á að tryggja aðgengi að listsköpun og menningu fyrir alla. Hún hefur lagt áherslu á jafnrétti í lista- og menningarstarfi, og að styðja listsköpun fatlaðs fólks. Með þessum aðgerðum hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir stuðlað að vexti og þróun menningar og skapandi greina á Íslandi, sem hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild. Höfundur skipar 2. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Einar Bárðarson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ég hef hrifist af þeim fjölmörgu verkum sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur komið til leiða á undanförnum árum til að efla menningu og skapandi greinar á Íslandi, ásamt viðurkenningunni á að um sé að ræða alvöru atvinnugreinar sem skila verulegum efnahagslegum áhrifum til samfélagsins líkt og nýlegar úttektir á hafa staðfest. Það er frábært að eiga menningarmálaráðherra sem tilbúin að taka slaginn í þágu menningarmála, standa með menningunni í blíðu jafnt sem stríðu eins og í heimsfaraldrinum, og er tilbúin að bretta upp ermar og koma hlutum í verk líkt og listinn hér að neðan er til vitnis um, en hann er langt í frá tæmandi. Taktfastari tónlistarumhverfi Ný tónlistarstefna til ársins 2030 markaði vatnaskil fyrir umhverfi tónlistar á Íslandi, þar sem hlúð er meðal annars að tónlistarmenntun og markvissum útflutningi á íslenskri tónlist. Ný heildarlög um tónlist urðu að veruleika og langþráð Tónlistarmiðstöð sömuleiðis. En hlutverk hennar er að stuðla að og styðja við samstarf milli tónlistarfólks, menntastofnana og atvinnulífsins, með það að markmiði að auka samkeppnishæfni og sýnileika íslenskrar tónlistar bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Nýr og öflugri Tónlistarsjóður leikur þar lykilhlutverk sem er hluti af þessum breytingum. Kvikmyndagerð á Íslandi orðin heilsársatvinnugrein Það hefur nánast verið lygilegt að fylgjast með þeim mikla krafti sem hefur ruðst fram umliðnum árum í kvikmyndagerð á Íslandi víða um land. Ný kvikmyndastefna til ársins 2030 hefur eflt umhverfi kvikmyndagerðar hér á landi til muna og velta stóraukist. Endurgreiðsluhlutfall í kvikmyndagerð var hækkað úr 25% í 35%. Fyrstu kvikmyndadeild landsins á háskólastigi við Listaháskóla Íslands var komið á laggirnar og framlög til náms í kvikmyndagerð á framhaldsskólastigi voru hækkuð. Starfslaunasjóður kvikmyndahöfunda verður að veruleika á næsta ári eftir breytingar á lögum um starfslaun listamanna og unnið er að menningarframlagi streymisveitna sem er ætlað að efla innlenda kvikmyndagerð svo dæmi séu tekin. Það hefur síðan líka bara verið gaman að sjá svo mikið af hæfileikaríku fólki hérlendis getað unnið allt árið um kring í kvikmyndagerð og tengdum greinum. Bókaþjóðin Að sama skapi hefur verið hrint til framkvæmdar aðgerðum til þess að efla bókmenntaumhverfið hér á landi. 25% endurgreiðslur vegna bókaútgáfu á íslensku hafa skipt þar sköpum, styrking listamannalauna, efling bókasafna og stofnun barna- og ungmennabókasjóðs eru dæmi um aðgerðir sem ráðist hefur verið í. Þá mun ný bókmenntastefna til ársins 2030 varða leiðina lengra fram á við en meginmarkmið hennar er að stuðla að sköpun á íslensku, aðgengi að fjölbreyttu efni á og treysta með því stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu ásamt því að auknum lestur sem víðast í samfélaginu, með sérstakri áherslu á unga lesendur. Ofangreind atriði eru dæmi um verulegar breytingar á umgjörð menningarmála sem ráðist hefur verið í. Sem reyndur umboðsmaður sem hefur séð tímanna tvenna í þessum bransa get ég ekki annað en glaðst, enda grundvallast sjálfsmynd okkar að stórum hluta á menningu okkar og tungu og það skiptir því máli að hlúa að þeim af einhverri alvöru, en ekki mæta bara í partýin þegar vel gengur. Til gamans má beitti Lilja sér líka af fullum þunga fyrir því að ChatGPT tali íslensku með snilldarbrag. 12 stig á það. Hún kynnti myndlistarstefnu til 2030 og stofnaði nýja myndlistarmiðstöð sem hefur stærra hlutverk innanlands. Einnig var sviðslistamiðstöð stofnuð og unnið að sviðslistastefnu til 2030. Lilja lagði einnig fram frumvarp um Þjóðaróperu fyrir Alþingi og tryggði fyrsta kjarasamninginn fyrir danshöfunda í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur stutt við starfsemi Íslenska dansflokksins og aðstöðu sjálfstæðra sviðslistahópa í Reykjavík. Á sviði kvikmynda kynnti hún kvikmyndastefnu til 2030 og lagði frumvarp um menningarframlag streymisveitna til að styrkja kvikmyndasjóð. Endurgreiðsla til stærri kvikmyndaverkefna hækkaði í 35%, og nýr styrkjaflokkur fyrir sjónvarpsefni var stofnaður innan kvikmyndasjóðs. Lilja hefur einnig unnið að því að efla menningu og skapandi greinar um allt land, með áherslu á að tryggja aðgengi að listsköpun og menningu fyrir alla. Hún hefur lagt áherslu á jafnrétti í lista- og menningarstarfi, og að styðja listsköpun fatlaðs fólks. Með þessum aðgerðum hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir stuðlað að vexti og þróun menningar og skapandi greina á Íslandi, sem hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild. Höfundur skipar 2. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun