Innlent

Bana­slys við Tungu­fljót

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
48898967

Banaslys varð í dag þegar karlmaður á fertugsaldri féll í Tungufljót nálægt Geysi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Þar segir að straumvatnsbjörgunarmenn hafi náð manninum upp úr ánni og strax hafi verið hafnar endurlífgunartilraunir á honum, sem báru ekki árangur.

Aðstæður á vettvangi hafi verið krefjandi, rigning og mikið vatnsmagn í ánni.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.


Tengdar fréttir

Maðurinn kominn upp úr fljótinu

Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×