Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 4. nóvember 2024 07:02 Ljóst er að störf iðnaðarmanna eru ein stór stoð í samfélaginu hvort sem litið er til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis eða reksturs fyrirtækja. Nú þegar mikill skortur er á húsnæði hér á landi er ljóst að fjölga þarf iðnmenntuðu starfsfólki. Ísland skortir verulega skýra stefnu varðandi iðnnám og tækninám, hver þörfin er á iðn- og tæknimenntuðu fólki til næstu ára og áratugar. Því er mjög mikilvægt að farið verði í að greina og móta mannafla- og færnispá fyrir íslenskan vinnumarkað. Þannig verði horft til næstu 10 ára í senn, greint verði hver þörf verði á vinnumarkaði á komandi árum og samhliða því hver forgangsröðun verði í menntakerfinu til menntunar fólks. Það er almennt dýrara að kenna iðn- og tækninám enda komast iðulega færri að hverri kennslustund og það krefst meðal annars meiri tækjabúnaðar við kennsluna. Mikilvægt er að skýrar kröfur séu gerðar til þess að iðn- og tækninám sé kennt og fjöldi námsplássa í skólum verði aukinn. Tryggja þarf nægt húsnæði til kennslu iðn- og tæknináms enda er aðsókn í námið í dag mjög mikið enda mjög eftirsótt störf á vinnumarkaði en ekki síður til áframhaldandi sérfræðináms. Tryggja þarf fjölgun kennara í iðn- og tækninámi. Styðjum við iðnnema á vinnumarkaði Til þess að mæta auknum fjölda iðnnema á vinnumarkaði þá verður atvinnulífið að taka þátt í þessari uppbyggingu með því að fjölga nemaplássum á vinnustöðum. Ríkið hefur hingað til veitt ákveðinn stuðning til þeirra fyrirtækja sem þetta gera en það er gert í formi styrkja úr Vinnustaðanámssjóði. Vinnustaðanámssjóður hefur hins vegar verið fjársveltur um langt skeið og í raun frá upphafi. Því er mikilvægt að fjármögnun sjóðsins verði tryggð á þann hátt að sá stuðningur sem sjóðurinn veitir nægan stuðning við það verkefni að vera með iðnnema í starfi. Slíkum stuðningi eiga að sjálfsögðu að fylgja skýrar kröfur til þessa verkefnis. Við getum hæglega horft til fyrirkomulags hjá frændum okkar í Danmörku. Þar hefur samfélagið ákveðið að styðja vel við iðnaðinn með styrkjum til iðn- og starfsþjálfunarnema. Án nægilegs fjölda iðn- og tæknimenntaðra verðum við sem samfélag alltaf í vandræðum með uppbyggingu innviða samfélagsins. Tökum höndum saman, mótum mannafla- og færnispá, fjölgum iðn- og tæknimenntuðu fólki og stöndum vörð um réttindi iðn- og tæknifólks. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Byggingariðnaður Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ljóst er að störf iðnaðarmanna eru ein stór stoð í samfélaginu hvort sem litið er til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis eða reksturs fyrirtækja. Nú þegar mikill skortur er á húsnæði hér á landi er ljóst að fjölga þarf iðnmenntuðu starfsfólki. Ísland skortir verulega skýra stefnu varðandi iðnnám og tækninám, hver þörfin er á iðn- og tæknimenntuðu fólki til næstu ára og áratugar. Því er mjög mikilvægt að farið verði í að greina og móta mannafla- og færnispá fyrir íslenskan vinnumarkað. Þannig verði horft til næstu 10 ára í senn, greint verði hver þörf verði á vinnumarkaði á komandi árum og samhliða því hver forgangsröðun verði í menntakerfinu til menntunar fólks. Það er almennt dýrara að kenna iðn- og tækninám enda komast iðulega færri að hverri kennslustund og það krefst meðal annars meiri tækjabúnaðar við kennsluna. Mikilvægt er að skýrar kröfur séu gerðar til þess að iðn- og tækninám sé kennt og fjöldi námsplássa í skólum verði aukinn. Tryggja þarf nægt húsnæði til kennslu iðn- og tæknináms enda er aðsókn í námið í dag mjög mikið enda mjög eftirsótt störf á vinnumarkaði en ekki síður til áframhaldandi sérfræðináms. Tryggja þarf fjölgun kennara í iðn- og tækninámi. Styðjum við iðnnema á vinnumarkaði Til þess að mæta auknum fjölda iðnnema á vinnumarkaði þá verður atvinnulífið að taka þátt í þessari uppbyggingu með því að fjölga nemaplássum á vinnustöðum. Ríkið hefur hingað til veitt ákveðinn stuðning til þeirra fyrirtækja sem þetta gera en það er gert í formi styrkja úr Vinnustaðanámssjóði. Vinnustaðanámssjóður hefur hins vegar verið fjársveltur um langt skeið og í raun frá upphafi. Því er mikilvægt að fjármögnun sjóðsins verði tryggð á þann hátt að sá stuðningur sem sjóðurinn veitir nægan stuðning við það verkefni að vera með iðnnema í starfi. Slíkum stuðningi eiga að sjálfsögðu að fylgja skýrar kröfur til þessa verkefnis. Við getum hæglega horft til fyrirkomulags hjá frændum okkar í Danmörku. Þar hefur samfélagið ákveðið að styðja vel við iðnaðinn með styrkjum til iðn- og starfsþjálfunarnema. Án nægilegs fjölda iðn- og tæknimenntaðra verðum við sem samfélag alltaf í vandræðum með uppbyggingu innviða samfélagsins. Tökum höndum saman, mótum mannafla- og færnispá, fjölgum iðn- og tæknimenntuðu fólki og stöndum vörð um réttindi iðn- og tæknifólks. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun