Enski boltinn

Dulin skila­boð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah fagnar sigurmarki sínu fyrir Liverpool um helgina ásamt liðsfélaga sínum Luis Diaz.
Mohamed Salah fagnar sigurmarki sínu fyrir Liverpool um helgina ásamt liðsfélaga sínum Luis Diaz. Getty/ Jan Kruger

Mohamed Salah tryggði Liverpool sigur á Brighton um helgina og þar með toppsætið í ensku úrvalsdeildinni. Hann fór síðan á samfélagsmiðla eftir leikinn og sendi frá sér sérstök skilaboð til stuðningsmanna Liverpool.

Sigurmark Salah var frábært mark en um leið svipað mark og við höfum séð hann skorað áður. Hann fékk pláss út á hægri kanti til að keyra á vörnina og sendi boltann síðan óverjandi upp í fjærhornið.

Hinn 32 ára gamli Salah er að renna út á samningi næsta sumar er þar í hópi með stórstjörnum eins og Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk.

„Í toppsæti deildarinnar þar sem þetta félag á heima. Ekkert minna en það,“ skrifaði Mohamed Salah. Liverpool náði aftur toppsætinu eftir að Manchester City tapaði sínum leik.

„Öll lið vinna leiki en það er bara einn meistari á endanum. Það er það sem við viljum. Takk fyrir allan stuðninginn í gær,“ skrifaði Salah.

„Sama hvað gerist þá mun ég aldrei gleyma því hvernig sú tilfinningu er að skora á Anfield,“ skrifaði Salah. Það er eiginlega ekki hægt að lesa annað á milli línanna að hann sé á förum.

Salah sagði Sky Sports í upphafi tímabilsins að þetta yrði hans síðasta tímabil með Liverpool. Hann kom til félagsins árið 2017.

Salga hefur nú skorað 164 mörk í 273 leikjum fyrir félagið. Hann varð enskur meistari 2020 og vann Meistaradeildina 2019.

Knattspyrnustjórinn Arne Slot hefur lítið viljað ræða framtíð Salah, Alexander-Arnold og Van Dijk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×