Körfubolti

Hannes í leyfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes S. Jónsson og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir ásamt Guðni Th. Jóhannessyni, fyrrum forseta Íslands.
Hannes S. Jónsson og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir ásamt Guðni Th. Jóhannessyni, fyrrum forseta Íslands. Vísir/Hulda Margrét

Framkvæmdastjóri Körfuknattleikssamband Íslands fer í leyfi á morgun og snýr ekki til baka fyrr en í desember.

Hannes S. Jónsson, verður í leyfi frá störfum fram yfir Alþingiskosningarnar 30. nóvember en hann er í framboði fyrir Samfylkinguna. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Hannes verður í öðru sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.

Nóvember er ekki bara stór mánuður í íslenskum stjórnmálum í ár því hann er einnig viðburðaríkur fyrir íslenskan körfubolta. Auk þess að leiknar séu umferðir í Bónus deildunum þá eru bæði landsliðin einnig að spila í undankeppni EM.

Kvennalandsliðið spilar tvo heimaleiki á næstu dögum, 7. nóvember við Slóvakíu og 10. nóvember við Rúmeníu.

Karlalandsliðið spilar heimaleik á móti Ítalíu 22. nóvember og útileik við Ítalana þremur dögum síðar.

Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður, verður í forsvari fyrir sambandið á meðan Hannes er í leyfi og Sigrún Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri, mun stýra verkefnum skrifstofu sem staðgengill framkvæmdastjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×