Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2024 11:38 Næst þegar Alþingi kemur saman eftir kosningar eru allar líkur á að í röðum alþingismanna verði þingmaður sem ekki hefði átt að ná kjöri, miðað við heildarfylgi flokkanna. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir hneyksli að enn einu sinni hafi Alþingi trassað að gera augljósar breytingar á kosningalögum til að tryggja að flokkar fái þingmenn í samræmi við atkvæðafjölda. Starfandi forsætisráðherra segir ekki hægt að gera þessar breytingar svo skömmu fyrir kosningar. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði hefur ítrekað bent á allt frá alþingiskosningunum 2013 að gera þurfi breytingar á kosningalögum vegna þess að fjölgun stjórnmálaflokka virki þannig að einn flokkur hafi fengið einum þingmanni fleiri en atkvæðamagn hans segði til um. Þetta hafi gerst í fernum síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn hafi fengið aukamanninn 2013, 2017 og 2021 en Sjálfstæðisflokkurinn fengið aukaþingmann í kosningunum 2016. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeratus hefur ítrekað bent á allt frá árinu 2013, að leiðrétta þurfi skekkju í kosningalögum.Stöð 2/Einar „Og þessi aukamaður varð til þess þá að Sjálfstæðisflokkurinn gat myndað ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð. Sá meirihluti hafði nákvæmlega 32 þingmenn á bakvið sig. Þannig að það var í skjóli aukamannsins sem Sjálfstæðisflokkurinn átti aldrei að fá sem þeir gátu myndað þessa ríkisstjórn,“ segir Ólafur. Alþingi hafi algerlega trassað að gera nauðsynlegar breytingar á kosningalögunum í ellefu ár. Það væri hins vegar óheppilegt að rjúka í þessar breytingar nú þegar örfáar vikur væru til kosninga og búið að birta framboðslista. Það er nokkurn veginn það sem Bjarni Benediktsson starfandi forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag. Þetta hafi þó verið rætt á milli flokkanna. Bjarni Benediktsson starfandi forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Sú breyting hefur ekki verið samþykkt ennþá. Ég tel að það verði ólíklega afgreitt núna. Enda er oft mælt mjög gegn því að verið sé að gera breytingar svona skömmu fyrir kosningar,“ sagði Bjarni að loknum síðasta ríkisstjórnarfundi. Þótt stjórnarskrá hafi einmitt verið breytt á sínum tíma til að auðvelda þinginu að gera breytingar sem þessar. Samkæmt nýlegum könnunum gæti aukaþingmaðurinn fallið í skaut Samfylkingarinnar, Miðflokksins eða Viðreisnar í næstu kosningum, að sögn Ólafs. Í breytingum árið 1999 var jöfnunarþingmönnum fækkað úr 13 í 9 og það talið duga til að tryggja jöfnuð milli flokka. Síðan þá hefur flokkum í framboði hins vegar fjölgað mikið. Ólafur telur einfaldast að fjölga þeim aftur í 13 til að tryggja að flokkar fái fjölda þingmanna í samræmi við fylgi. Hann segir Viðreisn hafa lagt frumvarp í þessa átt en þar hafi einnig verið gert ráð fyrir jöfnun atkvæða á milli kjördæma. Þingið hafi hins vegar ekki sýnt þessu nokkurn áhuga. „Þannig að það má segja að þingið sé ekki að framkvæma þá skyldu sína að laga kosningalögin í samræmi við skýr markmið stjórnarskrárinnar,“ segir Ólafur Þ. Harðarson. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30 Bjarni vill minni kjördæmi út um landið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir tíma til kominn að gerð verði grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni og kjördæmaskipan landsins. Hann segir óheppilegt að jöfnunarþingsæti kallist ekki á við fjölda flokka á þingi. 11. maí 2021 14:42 Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28 „Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði hefur ítrekað bent á allt frá alþingiskosningunum 2013 að gera þurfi breytingar á kosningalögum vegna þess að fjölgun stjórnmálaflokka virki þannig að einn flokkur hafi fengið einum þingmanni fleiri en atkvæðamagn hans segði til um. Þetta hafi gerst í fernum síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn hafi fengið aukamanninn 2013, 2017 og 2021 en Sjálfstæðisflokkurinn fengið aukaþingmann í kosningunum 2016. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeratus hefur ítrekað bent á allt frá árinu 2013, að leiðrétta þurfi skekkju í kosningalögum.Stöð 2/Einar „Og þessi aukamaður varð til þess þá að Sjálfstæðisflokkurinn gat myndað ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð. Sá meirihluti hafði nákvæmlega 32 þingmenn á bakvið sig. Þannig að það var í skjóli aukamannsins sem Sjálfstæðisflokkurinn átti aldrei að fá sem þeir gátu myndað þessa ríkisstjórn,“ segir Ólafur. Alþingi hafi algerlega trassað að gera nauðsynlegar breytingar á kosningalögunum í ellefu ár. Það væri hins vegar óheppilegt að rjúka í þessar breytingar nú þegar örfáar vikur væru til kosninga og búið að birta framboðslista. Það er nokkurn veginn það sem Bjarni Benediktsson starfandi forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag. Þetta hafi þó verið rætt á milli flokkanna. Bjarni Benediktsson starfandi forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Sú breyting hefur ekki verið samþykkt ennþá. Ég tel að það verði ólíklega afgreitt núna. Enda er oft mælt mjög gegn því að verið sé að gera breytingar svona skömmu fyrir kosningar,“ sagði Bjarni að loknum síðasta ríkisstjórnarfundi. Þótt stjórnarskrá hafi einmitt verið breytt á sínum tíma til að auðvelda þinginu að gera breytingar sem þessar. Samkæmt nýlegum könnunum gæti aukaþingmaðurinn fallið í skaut Samfylkingarinnar, Miðflokksins eða Viðreisnar í næstu kosningum, að sögn Ólafs. Í breytingum árið 1999 var jöfnunarþingmönnum fækkað úr 13 í 9 og það talið duga til að tryggja jöfnuð milli flokka. Síðan þá hefur flokkum í framboði hins vegar fjölgað mikið. Ólafur telur einfaldast að fjölga þeim aftur í 13 til að tryggja að flokkar fái fjölda þingmanna í samræmi við fylgi. Hann segir Viðreisn hafa lagt frumvarp í þessa átt en þar hafi einnig verið gert ráð fyrir jöfnun atkvæða á milli kjördæma. Þingið hafi hins vegar ekki sýnt þessu nokkurn áhuga. „Þannig að það má segja að þingið sé ekki að framkvæma þá skyldu sína að laga kosningalögin í samræmi við skýr markmið stjórnarskrárinnar,“ segir Ólafur Þ. Harðarson.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30 Bjarni vill minni kjördæmi út um landið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir tíma til kominn að gerð verði grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni og kjördæmaskipan landsins. Hann segir óheppilegt að jöfnunarþingsæti kallist ekki á við fjölda flokka á þingi. 11. maí 2021 14:42 Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28 „Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30
Bjarni vill minni kjördæmi út um landið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir tíma til kominn að gerð verði grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni og kjördæmaskipan landsins. Hann segir óheppilegt að jöfnunarþingsæti kallist ekki á við fjölda flokka á þingi. 11. maí 2021 14:42
Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28
„Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28