Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2024 11:51 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir aðhald hafa skilað árangri í rekstri borgarinnar. Vísir/Vilhelm Útkomuspá A-hluta Reykjavíkurborgar sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði. Í fréttatilkynningu um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og fimm ára tímabilið til 2029, sem er lögð fram í borgarstjórn til fyrri umræðu í dag, segir að skörp forgangsröðun og áframhaldandi aðhald einkenni fjárhagsáætlun fyrir A-hluta borgarinnar fyrir árið 2025, þar sem gert sé ráð fyrir 1,7 milljarða króna afgangi af rekstri. Útkomuspá sýni rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir geri ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Rekstur samstæðu, A- og B- hluta, skilai 14,3 milljarða afgangi árið 2025 samkvæmt áætlunum. Eignir upp á 304 milljarða Fjárhagsáætlun A-hluta, hluta reksturs Reykjavíkurborgar sem fjármagnaður er með skatttekjum, sýni mikinn viðsnúning í rekstri, sem megi rekja til árangurs af aðhaldi og aðgerðum til að mæta hallarekstri síðustu ára í samræmi við markmið og megináherslur fjármálastefnu Reykjavíkurborgar sem var sett fram við upphaf kjörtímabilsins. Á næsta ári sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 1,7 milljarða króna. Gert sé ráð fyrir að eignir A-hluta nemi 304 milljörðum króna í lok árs 2025 og aukist um 12,4 milljarða króna milli ára. Útkomuspá geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan ársins 2024 verði jákvæð um 531 milljón króna, sem sé um 5,5 milljarða króna jákvæður viðsnúningur frá fyrra ári. B-hluti jákvæður um tæpa þrettán milljarða króna Þá segir að fjárhagsáætlun ársins 2024 geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 14,3 milljarða króna og EBITDA, afkoma fyrir vaxtagreiðslur og vaxtatekjur, skattgreiðslur og afskriftir, verði 62,6 milljarðar króna. Á árunum 2026 til 2029 sé gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta og vaxandi EBITDA. Gert sé ráð fyrir að í lok árs 2025 nemi eignir samtals 1.028 milljörðum króna og aukist um 54,2 milljarða á árinu. Þá sé gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 45,7 prósent. Útkomuspá fyrir árið 2024 geri ráð fyrir að afkoma samstæðunnar A- og B- hluta verði jákvæð um 8,1 milljarða króna á árinu. Fjárhags- og fimm ára áætlun geri ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið og skuldaviðmið undir lögskyldu hámarki. Ábyrgur rekstur lykill að góðri þjónustu „Fjárhagsáætlunin sem við kynnum í dag sýnir að við höfum með samhentum hætti náð miklum árangri við krefjandi ytri aðstæður. Lykillinn að því að geta veitt borgarbúum góða þjónustu er að reka borgina með ábyrgum hætti,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í fréttatilkynningu. Skýrt rekstraraðhald sé að skila árangri. Meginmarkmiðið sé að standa vörð um grunnþjónustuna en leita hagræðingartækifæra inn á við. Þá hafi öflugt aðhald meðal annars skilað sér í því að stöðugildi borgarinnar standi í stað milli ára þrátt fyrir að íbúum fjölgi og þjónusta við borgarbúa sé bætt. „Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að snúa miklum hallarekstri yfir í að skila núna afgangi þá erum við meðvituð um að verkefninu er ekki lokið. Við munum áfram leggja okkur fram um að leita leiða til að bæta reksturinn og þannig skapa svigrúm til þess að bæta enn frekar þjónustu við íbúa.“ Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Í fréttatilkynningu um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og fimm ára tímabilið til 2029, sem er lögð fram í borgarstjórn til fyrri umræðu í dag, segir að skörp forgangsröðun og áframhaldandi aðhald einkenni fjárhagsáætlun fyrir A-hluta borgarinnar fyrir árið 2025, þar sem gert sé ráð fyrir 1,7 milljarða króna afgangi af rekstri. Útkomuspá sýni rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir geri ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Rekstur samstæðu, A- og B- hluta, skilai 14,3 milljarða afgangi árið 2025 samkvæmt áætlunum. Eignir upp á 304 milljarða Fjárhagsáætlun A-hluta, hluta reksturs Reykjavíkurborgar sem fjármagnaður er með skatttekjum, sýni mikinn viðsnúning í rekstri, sem megi rekja til árangurs af aðhaldi og aðgerðum til að mæta hallarekstri síðustu ára í samræmi við markmið og megináherslur fjármálastefnu Reykjavíkurborgar sem var sett fram við upphaf kjörtímabilsins. Á næsta ári sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 1,7 milljarða króna. Gert sé ráð fyrir að eignir A-hluta nemi 304 milljörðum króna í lok árs 2025 og aukist um 12,4 milljarða króna milli ára. Útkomuspá geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan ársins 2024 verði jákvæð um 531 milljón króna, sem sé um 5,5 milljarða króna jákvæður viðsnúningur frá fyrra ári. B-hluti jákvæður um tæpa þrettán milljarða króna Þá segir að fjárhagsáætlun ársins 2024 geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 14,3 milljarða króna og EBITDA, afkoma fyrir vaxtagreiðslur og vaxtatekjur, skattgreiðslur og afskriftir, verði 62,6 milljarðar króna. Á árunum 2026 til 2029 sé gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta og vaxandi EBITDA. Gert sé ráð fyrir að í lok árs 2025 nemi eignir samtals 1.028 milljörðum króna og aukist um 54,2 milljarða á árinu. Þá sé gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 45,7 prósent. Útkomuspá fyrir árið 2024 geri ráð fyrir að afkoma samstæðunnar A- og B- hluta verði jákvæð um 8,1 milljarða króna á árinu. Fjárhags- og fimm ára áætlun geri ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið og skuldaviðmið undir lögskyldu hámarki. Ábyrgur rekstur lykill að góðri þjónustu „Fjárhagsáætlunin sem við kynnum í dag sýnir að við höfum með samhentum hætti náð miklum árangri við krefjandi ytri aðstæður. Lykillinn að því að geta veitt borgarbúum góða þjónustu er að reka borgina með ábyrgum hætti,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í fréttatilkynningu. Skýrt rekstraraðhald sé að skila árangri. Meginmarkmiðið sé að standa vörð um grunnþjónustuna en leita hagræðingartækifæra inn á við. Þá hafi öflugt aðhald meðal annars skilað sér í því að stöðugildi borgarinnar standi í stað milli ára þrátt fyrir að íbúum fjölgi og þjónusta við borgarbúa sé bætt. „Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að snúa miklum hallarekstri yfir í að skila núna afgangi þá erum við meðvituð um að verkefninu er ekki lokið. Við munum áfram leggja okkur fram um að leita leiða til að bæta reksturinn og þannig skapa svigrúm til þess að bæta enn frekar þjónustu við íbúa.“
Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira