Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur Víkings

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Víkings fagna marki í leiknum gegn Cercle Brugge. Víkingar unnu 3-1 sigur.
Leikmenn Víkings fagna marki í leiknum gegn Cercle Brugge. Víkingar unnu 3-1 sigur. vísir/anton

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Borac Banja Luka í Sambandsdeild Evrópu á morgun.

Fundurinn hófst klukkan 15:30 en þar sátu Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Ari Sigurpálsson fyrir svörum. Beina útsendingu frá fundinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Blaðamannafundur Víkings

Víkingur tapaði fyrir Omonia, 4-0, í fyrsta leik sínum í Sambandsdeildinni en vann svo Cercle Brugge á Kópavogsvelli, 3-1. Víkingar eru í 22. sæti Sambandsdeildarinnar en Borac Banja Luka í því ellefta. 

Alls eru 36 lið í Sambandsdeildinni. Efstu átta liðin komast beint í sextán liða úrslit, liðin í 9.-24. sæti fara í umspil en þau í sætum 25-36 falla úr leik.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 14:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×