Erlent

Ríkissjórn Scholz er sprungin

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Scholz hafði óskað eftir nýju umboði ríkisstjórnarinnar í janúar. 
Scholz hafði óskað eftir nýju umboði ríkisstjórnarinnar í janúar.  EPA

Ríkissjórn Olaf Scholz kanslara er sprungin. Þriggja flokka stjórnin hafði staðið mjög tæpt. Í kvöld rak Scholz fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar og síðar sleit flokkurinn FDP samstarfinu. 

Fyrr í kvöld var greint frá ákvörðunum Scholz, sem hafði rætt við formann Kristilegra demókrata til að koma fjárlögum næsta árs í gegnum þingið.

Flokkarnir þrír, Sósíaldemókratar, flokkur Scolz, Græningjar og FDP, sem mynduðu ríkisstjórnina höfðu undanfarna mánuði átt í nokkuð hörðum deilum um efnahagsstjórn landsins. Þær deilur hafa leitt til þess að stjórnin hefur sífellt orðið óvinsælli meðal þýsks almennings.

Formaður markaðshyggjuflokksins FDP Christian Dürr sleit samstarfinu með tilkynningu í kvöld og því er orðið ljóst að gengið verður til kosninga á næsta ári. 

Mikil óvissa mun því ríkja innan landsins á meðan stærstu ríki Evrópu munu koma til með að takast á við hinar ýmsu áskoranir, þar á meðað mögulegt tolla- og viðskiptastríð við Bandaríkin. Þá hafa stjórnmálamenn haft áhyggjur af því að Þjóðverjar muni þurfa að taka meira á sig í stuðningi við Úkraínu í ljósi kjörs Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×