Einnig munu þær Paulina Gajdosz frá Póllandi og Sara Mansson frá Svíþjóð mynda dómarateymi leiksins og er tæknifulltrúi FIBA Eric Bertrand frá Sviss.
Leikurinn er hluti af B-riðli undankeppninnar en auk Finnlands og Slóveníu eru landslið Ungverjalands og Búlgaríu í sama riðli.
Fyrir leik dagsins sitja liðin í öðru og þriðja sæti riðilsins með þrjú stig, stigi á eftir toppliði Ungverjalands en efstu lið hvers riðils tryggja sér sæti á Evrópumóti næsta árs og þá munu þau fjögur lið sem eru með besta árangurinn í öðru sæti riðlanna níu einnig tryggja sér farmiða á mótið.
Leikur liðanna hefst klukkan hálf fimm í dag en í kvöld, nánar tiltekið klukkan hálf átta í Ólafssal í Hafnarfirði tekur íslenska landsliðið á móti Slóvakíu í F-riðli. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.