Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 12:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Flokkurinn hlaut 8,4 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en mælist með 19,4 prósent í nýrri könnun Maskínu vísir/vIlhelm Viðreisn er á mikilli siglingu samkvæmt nýrri könnun Maskínu og ekki er marktækur munur á fylgi hennar og Samfylkingarinnar. Prófessor í stjórnmálafræði segir hættu á að metfjöldi atkvæða falli niður dauður. Könnun Maskínu var gerð frá 1. til 6. nóvember og samkvæmt henni er fylgið á töluverðri hreyfingu nú þegar rúmar þrjár vikur eru til kosninga. Samfylkingin tapar einu og hálfu prósentustigi á milli kannana. Fer úr 22,4 prósentum og í 20,9 prósent. Miðflokkurinn tapar svipuðu og fer úr sextán prósentum í 14,9 prósent. Þá dalar Sjálfstæðisflokkurinn lítillega og fylgið mælist raunar sögulega lítið. Flokkurinn var í fjórtán prósentum en er nú með 13,3 prósent. Ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Viðreisn er hins vegar á mikilli siglingu og bætir við sig þremur prósentustigum á milli kannana. Fer úr 16,4 prósentum í 19,4 prósent. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur flug Viðreisnar stærstu tíðindin í þróun kosningabaráttunnar. „Þetta er náttúrulega alveg risa stökk sem flokkurinn hefur núna verið að taka yfir nokkrar kannanir. Hún er nú kominn nokkurn veginn jafnfætis Samfylkingu sem hefur verið að trappast niður,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.Vísir/Vilhelm Samkvæmt könnuninni eru Samfylkingin og Viðreisn samanlagt með 31 þingmann og því ansi nálægt því að geta myndað tveggja flokka stjórn. Eiríkur telur það hins vegar ólíklega sviðsmynd. Þriggja flokka stjórn með til dæmis Framsókn væri líklegri. Framsókn er eini stjórnarflokkurinn sem bætir aðeins við sig. Fer úr 6,9 prósentum í 7,5 prósent. „Framsóknarflokkurinn réttir örlítið úr kútnum eftir útspil formannsins til varnar innflytjendum og aðkomufólki í landinu. Framsóknarflokkurinn er alltaf vænlegur samstarfsflokkur í öllum ríkisstjórnum og hefur verið það í gegnum söguna. Þetta eru aðeins önnur möguleg stjórnarmynstur sem birtast í þessari könnun miðað við það sem við höfum verið að sjá að undanförnu.“ Metfjöldi dauðra atkvæða? Fokkur fólksins mælist á svipuðu róli og áður með 8,9 prósent í könnun Maskínu en þrír flokkar mælast við eða fyrir neðan þröskuld og eiga þar með á hættu að ná ekki inn á þing. Píratar rétta örlítið úr kútnum og mælast með 4,9 prósent. Fylgi VG dalar hins vegar enn og er í 3,2 prósentum. Þá mælast Sósíalistar með 4,5 prósent. „Það gæti verið þannig að metfjöldi atkvæða falli niður dauður í þessum kosningum ef enginn þessara þriggja flokka nær inn á þing. Ég hefði nú fyrirfram gert ráð fyrir því að einhver þessara flokka myndi ná yfir þröskuld en þetta er farið að mælast sem ansi viðvarandi staða. Þannig að það er kannski ekki útilokað að þeir falli hreinlega bara allir út af þingi.“ Þetta hljóti að vera áhyggjuefni þegar nær dregur kosningum, fari fólk að kjósa taktískt, líkt og mikið var rætt um í forsetakosningunum í vor. Vinstri Græn eru í snúinni stöðu að mati Eiríks. Þegar flokkurinn mælist langt undir þröskuldi gæti orðið sífellt erfiðara að sannfæra kjósendur um að lá þeim atkvæði sitt.Vísir/Vilhelm „Hin taktíska atkvæðagreiðsla gengur einfaldlega út á það fólk vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ. Þannig að fólk er tregt til að veita stjórnmálaflokki stuðning sem miklar líkur eru á að nái ekki inn, því þá nýtist atkvæðið ekki. Flokkurinn verður að virðast hafa ágætis von um að geta náð þingsæti til að fólk sé yfir höfuð tilbúið að styðja hann,“ segir Eiríkur. „Þegar flokkar falla svona langt fyrir neðan þröskuld, eins og til dæmis í tilfelli Vinstri Grænna núna, verður sí erfiðara að sannfæra kjósendur um að ljá þeim atkvæði sitt.“ Lýðræðisflokkurinn mælist með 1,7 prósent samkvæmt könnun Maskínu og Ábyrgð framtíð sem býður einungis fram í Reykjavík norður mælist með 0,8 prósent. Könnunin fór fram dagana 1. til 6. nóvember og voru 1.407 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Píratar Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð frá 1. til 6. nóvember og samkvæmt henni er fylgið á töluverðri hreyfingu nú þegar rúmar þrjár vikur eru til kosninga. Samfylkingin tapar einu og hálfu prósentustigi á milli kannana. Fer úr 22,4 prósentum og í 20,9 prósent. Miðflokkurinn tapar svipuðu og fer úr sextán prósentum í 14,9 prósent. Þá dalar Sjálfstæðisflokkurinn lítillega og fylgið mælist raunar sögulega lítið. Flokkurinn var í fjórtán prósentum en er nú með 13,3 prósent. Ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Viðreisn er hins vegar á mikilli siglingu og bætir við sig þremur prósentustigum á milli kannana. Fer úr 16,4 prósentum í 19,4 prósent. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur flug Viðreisnar stærstu tíðindin í þróun kosningabaráttunnar. „Þetta er náttúrulega alveg risa stökk sem flokkurinn hefur núna verið að taka yfir nokkrar kannanir. Hún er nú kominn nokkurn veginn jafnfætis Samfylkingu sem hefur verið að trappast niður,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.Vísir/Vilhelm Samkvæmt könnuninni eru Samfylkingin og Viðreisn samanlagt með 31 þingmann og því ansi nálægt því að geta myndað tveggja flokka stjórn. Eiríkur telur það hins vegar ólíklega sviðsmynd. Þriggja flokka stjórn með til dæmis Framsókn væri líklegri. Framsókn er eini stjórnarflokkurinn sem bætir aðeins við sig. Fer úr 6,9 prósentum í 7,5 prósent. „Framsóknarflokkurinn réttir örlítið úr kútnum eftir útspil formannsins til varnar innflytjendum og aðkomufólki í landinu. Framsóknarflokkurinn er alltaf vænlegur samstarfsflokkur í öllum ríkisstjórnum og hefur verið það í gegnum söguna. Þetta eru aðeins önnur möguleg stjórnarmynstur sem birtast í þessari könnun miðað við það sem við höfum verið að sjá að undanförnu.“ Metfjöldi dauðra atkvæða? Fokkur fólksins mælist á svipuðu róli og áður með 8,9 prósent í könnun Maskínu en þrír flokkar mælast við eða fyrir neðan þröskuld og eiga þar með á hættu að ná ekki inn á þing. Píratar rétta örlítið úr kútnum og mælast með 4,9 prósent. Fylgi VG dalar hins vegar enn og er í 3,2 prósentum. Þá mælast Sósíalistar með 4,5 prósent. „Það gæti verið þannig að metfjöldi atkvæða falli niður dauður í þessum kosningum ef enginn þessara þriggja flokka nær inn á þing. Ég hefði nú fyrirfram gert ráð fyrir því að einhver þessara flokka myndi ná yfir þröskuld en þetta er farið að mælast sem ansi viðvarandi staða. Þannig að það er kannski ekki útilokað að þeir falli hreinlega bara allir út af þingi.“ Þetta hljóti að vera áhyggjuefni þegar nær dregur kosningum, fari fólk að kjósa taktískt, líkt og mikið var rætt um í forsetakosningunum í vor. Vinstri Græn eru í snúinni stöðu að mati Eiríks. Þegar flokkurinn mælist langt undir þröskuldi gæti orðið sífellt erfiðara að sannfæra kjósendur um að lá þeim atkvæði sitt.Vísir/Vilhelm „Hin taktíska atkvæðagreiðsla gengur einfaldlega út á það fólk vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ. Þannig að fólk er tregt til að veita stjórnmálaflokki stuðning sem miklar líkur eru á að nái ekki inn, því þá nýtist atkvæðið ekki. Flokkurinn verður að virðast hafa ágætis von um að geta náð þingsæti til að fólk sé yfir höfuð tilbúið að styðja hann,“ segir Eiríkur. „Þegar flokkar falla svona langt fyrir neðan þröskuld, eins og til dæmis í tilfelli Vinstri Grænna núna, verður sí erfiðara að sannfæra kjósendur um að ljá þeim atkvæði sitt.“ Lýðræðisflokkurinn mælist með 1,7 prósent samkvæmt könnun Maskínu og Ábyrgð framtíð sem býður einungis fram í Reykjavík norður mælist með 0,8 prósent. Könnunin fór fram dagana 1. til 6. nóvember og voru 1.407 svarendur sem tóku afstöðu til flokks.
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Píratar Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira