Þá telja Píratar þörf á að koma upp sérstakri stofnun til að rannsaka mögulega spillingu í landinu. Fyrirmyndina að slíkri stofnun megi finna víða um Evrópu.
„Að það sé sérstök stofnun sem hefur eftirlit með spillingu. Það mætti alveg vera sameining annarra stofnana sem færu inn í það, til að auðvelda það. Ég held að það sé mikilvægt vegna þess að mér og okkur hefur fundist að spilling sé ekki litin nógu alvarlegum augum á Íslandi. Það er ekki nógu oft rannsakað þegar upp koma tilvik sem benda til spillingar. Mér finnst mikilvægt að það sé að minnsta kosti sérstök eining sem hefur þetta hlutverk,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í Samtalinu með Heimi Má.
Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.