Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2024 22:47 Leikmenn Brighton vissu ekki hvað var upp og var niður í kvöld. Crystal Pix/Getty Images María Þórisdóttir og stöllur í Brighton & Hove Albion áttu ekki möguleika gegn Arsenal í efstu deild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Skytturnar í Arsenal unnu öruggan 5-0 sigur. Í hinum leik kvöldsins vann Manchester City 4-0 sigur á Tottenham Hotpsur. Segja má að Arsenal hafi gert út um leikinn á fyrstu 25 mínútum kvöldsins. Beth Mead kom Skyttunum yfir, Caitlin Foord tvöfaldaði forystuna og Frida Leonhardsen-Maanum tryggði sigurinn skömmu síðar. María fór meidd af velli snemma í síðari hálfleik og var því ekki inn á vellinum þegar Lina Hurtig skoraði fjórða mark Arsenal. Það var svo Alessia Russo sem skoraði fimmta og síðasta markið úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartímans. With us all game long ❤️Thank you for your magnificent support, Gooners 👏 pic.twitter.com/M307QYg1xs— Arsenal Women (@ArsenalWFC) November 8, 2024 Sigurinn kemur á óvart þar sem Brighton er í 3. sæti deildarinnar með 13 stig en Arsenal sæti neðar með 12 stig. Í Manchester skoraði Khadija Shaw þrennu í þægilegum 4-0 sigri City á Tottenham. Jill Roord skoraði fjórða markið. Þá var Lauren Hemp með stoðsendingaþrennu. Eftir leiki kvöldsins er Man City komið á toppinn með 19 stig eftir 7 leiki. Englandsmeistarar Chelsea eru fjórum stigum þar á eftir með tvo leiki til góða. Tottenham er hins vegar í 7. sæti með sjö stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Segja má að Arsenal hafi gert út um leikinn á fyrstu 25 mínútum kvöldsins. Beth Mead kom Skyttunum yfir, Caitlin Foord tvöfaldaði forystuna og Frida Leonhardsen-Maanum tryggði sigurinn skömmu síðar. María fór meidd af velli snemma í síðari hálfleik og var því ekki inn á vellinum þegar Lina Hurtig skoraði fjórða mark Arsenal. Það var svo Alessia Russo sem skoraði fimmta og síðasta markið úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartímans. With us all game long ❤️Thank you for your magnificent support, Gooners 👏 pic.twitter.com/M307QYg1xs— Arsenal Women (@ArsenalWFC) November 8, 2024 Sigurinn kemur á óvart þar sem Brighton er í 3. sæti deildarinnar með 13 stig en Arsenal sæti neðar með 12 stig. Í Manchester skoraði Khadija Shaw þrennu í þægilegum 4-0 sigri City á Tottenham. Jill Roord skoraði fjórða markið. Þá var Lauren Hemp með stoðsendingaþrennu. Eftir leiki kvöldsins er Man City komið á toppinn með 19 stig eftir 7 leiki. Englandsmeistarar Chelsea eru fjórum stigum þar á eftir með tvo leiki til góða. Tottenham er hins vegar í 7. sæti með sjö stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira